Bráðum aldar gömul velgengni.

Með tilkomu tveggja manna, Jack Kearns og Jack Dempsey, gerbreyttist allt umhverfi íþrótta fyrir tæpri öld. 

Jack Dempsey varð heimsmeistari í þungavigt árið 1919 í einhverjum rosalegasta hnefaleikabardaga allra tíma og frá og með þessum bardaga allt til loka ferils Dempseys átta árum síðar, var hann lang tekjuhæsti íþróttamaður heims og fyrsta "ofurstjarna" íþróttanna. 

Þetta átti hann ekki aðeins sjálfum sér að þakka, heldur ekki síður Jack Kearns, umboðsmanni sínum, sem notaði hugmyndaauðgi og fjármálafærni sína til þess að laða fram úr bardögum Dempseys fordæmalausar fjárhæðir.

Frægt varð þegar milljón dollarar komu inn fyrir einn leik (Million dollar gate) á þeim tíma sem Ford T kostaði um 500 dollara, þannig aðgangseyririnn samsvaraði um það bil þremur milljörðum króna nú.

Annað risastökk kom á blómatíma Muhammads Ali sem með snillilgáfu sinni og tilvist óvenjumargra afburða hnefaleikara á þessum blómatíma þungavigtarinnar.

Allir bestu hnefaleikarar heims og aðrar stórstjörnur í íþróttum þakka Ali sem brautryðjanda á þessu sviði og enn í dag eru það fremstu hnefaleikarar heims sem eru í forystu.

Ein skýringin á þessu kynni að vera sú að í hnefaleikabardaga séu aðeins tveir menn, en það er ekki einhlít skýring, því að svipað á við um tennis, glímu og aðrar íþróttir þar sem einvígi fara fram.    


mbl.is Hnefaleikamenn þéna mest allra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband