Ég slapp. En hvað um vitneskjuna um hina?

Eitt af þúsundum dæma úr tíu vikna verkfalli:

Læknirinn minn taldi nauðsynlegt eftir aðgerð síðasthliðið í haust vegna blæðingar úr nýra í mér, að ég færi í sneiðmyndatöku þremur mánuðum eftir aðgerðina til þess að tryggja, að í nýranu væri ekki að myndast krabbamein. 

Staðurinn, þaðan sem blæðingin kom, var þess eðlis að ekki væri hægt að útiloka myndun meins, nema með svona myndatöku. 

Þegar að pöntuðum tíma fyrir myndatökuna var komið, var skollið á verkfall, þegar komnir 1100 á biðlista, og nú hófst svipuð bið hjá mér og nagandi óvissa og hjá hundruðum annarra. 

Fyrir nokkrum dögum komst ég loks í sneiðmyndatökuna eftir tvöfalt lengri biðtíma en talið var að væri lágmark og í ljós kom að ekkert óeðlilegt var að sjá. 

Ég er sem sagt sloppinn. 

En hvað um allt hitt fólkið, sem er í svipaðri stöðu, allt þetta fólk sem er innan um þúsundirnar, sem eru á biðlistunum? 

Líkindareikningur segir mér að þegar biðlistarnir verða kláraðir og öll kurl komi til grafar, og það jafnvel í bókstaflegri merkingu, hljóti að blasa við tala látinna eða þeirra, þar sem mein eru komin miklu lengra á veg en annars hefði verið. 

Þekkt er sú tilfinning þegar fólks sleppur hólpið úr háska, en aðrir farast eða verða fyrir líkamstjóni, að sá sem slapp, þjáist af sektarkennd yfir því að hafa sloppið þegar aðrir töpuðu í rússnesku rúllettunni.

Þetta birtist oft í hugsuninni: Af hverju slapp ég en ekki hann eða hún? Get ég afborið að lifa við þá vitneskju? 

En það vekur líka aðra spurningu: Getum við sem siðuð og rík þjóð afborið að lifa við vitneskjuna um svona ástand? 

 


mbl.is „Reyna að svelta okkur til hlýðni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, seð siðuð og rík þjóð eigum við ekki að eftirláta ríkisstarfsmönnum að ákvarða hvort við lifum eða deyjum.
Domus medica og Mjódd skanna og rannsaka, engin verkföll þar.
Einkavæðum heilbrigðiskerfið og tökum ákvörðunarvald úr höndum á fólki sem notar okkur sem mannlega skyldi.

Hilmar (IP-tala skráð) 12.6.2015 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband