"Hunskist þið bara úr landi!"

Svona upphrópanir hefur mátt sjá víða á netinu undanfarna daga í garð heilbrigðisstéttanna, - hrokafullar, ömurlegar og niðurlægjandi athugasemdir í netmiðlum um fólk, sem vinnur í heilbrigðisgeiranum, einkum í garð þess hluta þessa fólks, sem fellur að mestu undir hugtakið "kvennastéttir."

Eru kveðjurnar svo kaldar og harkalegar margar hverjar, að maður skilur varla hvernig svona getur átt sér stað einmitt um þær mundir sem haldið er upp á það að öld er síðan konur fengu kosningarétt, og þá að vísu aðeins þær sem voru orðnar fertugar.

Hinum var enn ekki treyst lárið 1915 til þess til fá til jafns við karla að að hafa nein áhrif á umhverfi sitt og þjóðfélag.

Ótrúlega margir tala til kvenna á afar niðurlægjandi hátt og hreyta því út úr sér til hjúkrunarfræðinga að þær hunskist bara úr landi, til Noregs eða bara eitthvað.

"Við höfum ekkert að gera við ykkur hér" er tónninn sem sumir gefa.

Maður klípur sig í handlegginn við að sjá þetta og heyram - 

að sjá þennan vitnisburð um það hve lítið hefur breyst hjá mörgum í hundrað ár.  


mbl.is Mikilvægt að læknar tali íslensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert heldur betur að snúa hlutunum á hvolf Ómar.  Það eru hjúkrunarfræðingar sem halda á skiltunum Heja Norge og hóta því að fara héðan.  Ég get hins vegar tekið undir það með þér að það er vægast sagt ömurleg taktík hjá þeim.  Virðingarleysið gagnvart þeim sem misstu vinnuna og þurftu að leita annað af þeim sökum algert.  Hrokinn yfirgengilegur.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.6.2015 kl. 17:13

2 identicon

Ertu svona illa að þér um alla hluti Ómar?
Það voru ekki bara konur yngri en 40 ára sem ekki fengu kosningarétt 1915, heldur stór hluti karlmanna.

Retyndar skil ég ekki af hverju þú ert að blanda (falsaðri) sögu um kosningarétt árið 1915 í þá staðreynd að hjúkrunarfræðingar skuli árið 2015 halda hlaðinni byssu að höfði sjúklinga í sinni græðgisvæðingu. Það er engin ábyrgur fyrir kosningalögum ársins 1915 á lífi, og heldur enginn kjósandi frá þeim tíma. Þetta einfaldlega kemur málinu ekki neitt við, og er dapurleg tilraun til tilfinningarúnks í þágu fólks sem er með að meðaltali 634.000 krónu heildarlaun á mánuði, í gríðarlega öruggu starfi, með rífleg eftirlaunakjör sem ekki bjóðast öðrum en ríkisstarfsmönnum.

Reyndar þarf ekki lengi að leita skýringa, þið Samfylkingarfólk ætlið að beita hvaða bellibrögðum sem er, til að fella ríkisstjórnina.
Verði ykkur að því, en gerið fólki greiða með því að ljúga ekki svona kjánalega.

Og já, svona í leiðinni, eins og Elín bendir á, þá eru það hjúkrunarfræðingar sem tala um Noreg, og hóta því að flytja þangað ef ekki verði gengið að kúgunarkröfum þeirra.

ÞEtta er ekki tilfinningaerótík, þetta er gróft tilfinningaklám.

Hilmar (IP-tala skráð) 13.6.2015 kl. 19:40

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það gera sér allir grein fyrir að nauðsynlegt er að hér séu hjúkrunarfræðingar, geislafræðingar og læknar.

En það er kannski von að sumt fólk, sem bundið er hér á lágum launum, verði pirrað þegar stétt sem á auðvelt með að fara úr landi og fá tvöföld þau laun sem hér bjóðast, veifar hótunum um slíkt óspart meðan hún leggur niður störf og ógnar þannig lífi og heilsu fólksins sem þarf að hírast hér á sultarlaunum í kulda og trekki. Mér finnst sá pirringur skiljanlegur og hann á nákvæmlega ekkert skylt við kvenfyrirlitningu. Það er auðvelt að hræra þessu saman og eflaust til vinsælda fallið, en það er rangt.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.6.2015 kl. 20:38

4 identicon

Lausnin er einföld alþingismenn eiga aldrei hafa hærri laun en þeir lægst launuðu.

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 14.6.2015 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband