14.6.2015 | 10:14
Sumir lofuðu ekki "ljósi við enda ganganna" heldur heiðríkju strax.
Allir flokkar á þingi eru sammála um það að byrja að losa um gjaldeyrishöftin eins og verið er að gera nú. Bjarni Benediktsson lýsir ágætlega góðum og raunsæislegum vonum um árangur þess með samlíkingunni um "ljós við enda ganganna."
En í síðustu kosningum var einn flokkur sér á báti með það að lofa ekki "ljósi við enda ganganna" eins og aðrir flokkar gerðu, heldur heiðríkju og skellibjartri heiðríkju strax eftir kosningar.
Þá notaði Bjarni Benediktsson þá samlíkingu, að 3-400 milljarðarnir sem kjósendur fengju í vasann væru líkt og "fuglar í skógi."
Framsóknarflokkurinn uppskar tvöföldun fylgis síns og forsætisráðherrastólinn út á kosningaloforð sem skáru sig alveg úr því sem aðrir sögðu, og voru aðrir flokkar þó bjartsýnir á að hægt væri að halda áfram þeirri sókn til betri kjara sem hafin var upp úr hinu einstæða hruni efnahagslífsins sem skefjalaus skammtímagræðgissókn áranna 2002-2007 hafði leitt yfir þjóðina.
Aldrei man ég eftir því að minnst væri á það í kosningunum 2007 að þessar 3-400 milljónir færu eingöngu í það að laga afleitan hag ríkissjóðs heldur gengu tugþúsundir kjósenda um með dollaramerki í augunum varðandi persónulegan gróða sinn og allra, peningana beint í vasann.
Allir máttu þó vita að til lengri tíma litið væri lang skynsamlegast að grynnka á skuldum þjóðarbúsins og spara með því tugi milljarða af því sem fer í afborganir og vexti.
Endurnýjaðan hugsinarháttinn "take the money and run" má glögglega sjá í þeirri holskeflu af stóriðju- og virkjanahugmyndum í anda 2007 hugsunarháttarins sem eru nú keyrðar áfram með glæsifréttum í Mogganum og tugum blaðsíðana aukablaðs Fréttablaðsins.
Það er ljós við enda ganganna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég sé ekki betur en Bjarni Ben standi við stóru orðin og gott betur.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.6.2015 kl. 10:32
Hvar er afnám verðtryggingar?
Hvar er vaxtalækkunin?
Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?
Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?
Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?
Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?
Hvar er þetta og hitt?
Ég er viss um að það var hér allt í gær.
Þorsteinn Briem, 14.6.2015 kl. 13:16
Þetta vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn:
22.8.2009:
"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.
Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.
Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).
Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.
Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."
Skuldir heimilanna
Þorsteinn Briem, 14.6.2015 kl. 13:16
Þetta vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn:
19.2.2015:
Meðalheimili hér á Íslandi með 1,1 milljón króna í yfirdráttarlán árið 2014 en 900 þúsund krónur árið 2010 - Greiða af þeim ellefu milljarða króna vexti á ári
Þorsteinn Briem, 14.6.2015 kl. 13:17
Þetta vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn:
Þorsteinn Briem, 14.6.2015 kl. 13:18
Íslenskir ríkisborgarar - Brottfluttir umfram aðflutta árið 2014: Alls 760.
Íslenskir ríkisborgarar - Brottfluttir umfram aðflutta árin 2006-2014: Alls 8.136.
Hagstofa Íslands - Búferlaflutningar milli landa eftir kyni, ríkisfangi og landsvæðum 1986-2014
Þorsteinn Briem, 14.6.2015 kl. 13:19
Þorsteinn Briem, 14.6.2015 kl. 13:20
Þorsteinn Briem, 14.6.2015 kl. 13:21
Þorsteinn Briem, 14.6.2015 kl. 13:22
"Even if a country has a higher GDP per capita (individual income), that country's people may still live poorer if the cost of living is more expensive."
Purchasing Power Parity (PPP)
Þorsteinn Briem, 14.6.2015 kl. 13:22
Hér á Íslandi var meira atvinnuleysi, 5,5%, í apríl síðastliðnum en í Þýskalandi, 4,7%, fjölmennasta ríki Evrópusambandsins, þar sem íbúar eru um 81 milljón.
Hins vegar búa einungis um 329 þúsund hér á Íslandi, þannig að mun auðveldara er að minnka atvinnuleysi um 1% hérlendis en í Þýskalandi.
Og þúsundir Íslendinga hafa fengið starf í Evrópusambandsríkjunum Danmörku og Svíþjóð undanfarin ár og áratugi.
19.8.2010:
Rúmlega 36 þúsund íslenskir ríkisborgarar búa erlendis
Þorsteinn Briem, 14.6.2015 kl. 13:24
"Í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:
"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."
Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:
"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."
Og daginn eftir á Stöð 2:
"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."
Þorsteinn Briem, 14.6.2015 kl. 13:25
"Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að afborganir af 20 milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til 20 ára eru að meðaltali einni milljón króna hærri á ári en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.
Á 20 árum er íslenska lánið ríflega 19 milljónum króna dýrara en það franska."
Þorsteinn Briem, 14.6.2015 kl. 13:28
Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.
"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.
Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."
10.2.2015:
"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.
Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.
Þessi lán eru óverðtryggð."
Verðhjöðnun í Danmörku
Þorsteinn Briem, 14.6.2015 kl. 13:32
Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.
Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.
Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.
Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.
Þorsteinn Briem, 14.6.2015 kl. 13:33
Fyrir aðrar kosningar var lofað að ESB umsókn væri allt sem þyrfti
sem betur fer las Össur að lokum fiskveiðikaflann
og stöðvaði viðræðurnar - megi hann hafa þökk fyrir
Grímur (IP-tala skráð) 14.6.2015 kl. 16:24
Um leið og Framskókn var komin í ríkistjórn þá varð "STRAX" teyjanlegt hugtak. Og það teyjist og teyjist og teyjist.....eins og einn merkur karakter í spaugstofunni sagði svo glettilega fyrir nokkru síðan.
Margrét (IP-tala skráð) 16.6.2015 kl. 01:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.