Einkunnir eru afstæðar.

Einkunnir eru afstæðar og miðast við það magn þekkingar eða getu sem krafist er í hvert skipti.

Ef námsefnið er þess eðlis að annað hvort er ekki talin ástæða eða nauðsyn til að vita meira en rúmast innan eðlilegra krafna, fá þeir 10 í einkunn sem þekkja það til hlítar eða standast þær kröfur sem gerðar eru og við það er ekkert að athuga.

Nema ef það skyldi vera þannig að námsefnið þyrfti að vera yfirgripsmeira.

En einkunnir geta líka verið í ósamræmi við kröfurnar. 

Það fyrirbæri var eitt af fyrstu mótsögnunum í einkunnagjöf sem ég kynntist sem barn og átti erfitt með að skilja, af því að mér fannst það svo ósanngjarnt.

Raunar tengdist þetta fyrstu einkuninni sem ég fékk á fyrsta barnaskólaárinu.

Það var í lestrarprófi þar sem lesa átti tiltekinn texta á innan við tveimur mínútum og lesa hann rétt. 

Ég man að kennarinn hélt á skeiðúri sem ég fékk að horfa á á meðan á lestrinum stóð.

Ég las textann á rétt innan við 2 mínútum og gat ekki heyrt að ég gerði nein mistök.

Hlakkaði til að sjá einkunina en varð fyrir gríðarlegum vonbrigðum, já áfalli, þegar hún var aðeins 7,6.

Ég skildi hvorki upp né niður í þessu og fannst ósanngjarnt að lenda svona neðarlega.

Síðan létti mér aðeins þegar í ljós kom að enginn í bekknum var með hærri einkunn.

Tveir frændur mínir, Ingólfur Guðbrandsson og Ingólfur Jónsson, voru kennarar við skólann og í gegnum þá frétti móðir mín að í sjö ára bekk væri ekki gefin hærri einkunn fyrir lestur en 8,0 og að í fyrsta prófinu væri þeim nemendum, sem best gengi, gefin aðeins lægri einkunn en 8,0, svo að þeir gætu upplifað einhverja framför þennan fyrsta vetur í skóla ! 

Ef það þykir slæmt að gefin sé einkunn í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru finnst mér enn að það sé verið að hengja bakara fyrir smið. 

Nær væri að gagnrýna þær kröfur sem gerðar væru ef óánægja væri með háar einkunnir. 


mbl.is Hafnað með yfir 9 í einkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég var nú yfirleitt ekki í MA þegar ég var í MA.

Var til að mynda eina önnina á bátum frá Grindavík.

Tómas Ingi Olrich
, síðar menntamálaráðherra og sendiherra í París, gaf mér þá einkunnina 1 í frönsku en Gérard Lemarquis, frönskukennarinn minn í Menntaskólanum við Hamrahlíð, gaf mér einkunnina 10.

Það sýnir að annað hvort kann Tómas Ingi ekkert í frönsku eða hann heldur að núll skipti engu máli.

Og það síðarnefnda er að sjálfsögðu mun verra fyrir íslensku þjóðina, eins og dæmin sanna.

Þorsteinn Briem, 17.6.2015 kl. 14:12

2 Smámynd: Már Elíson

Tómas gaf þér örugglega 1 svo þú færir ekki grátandi heim en hinn skildi þig örugglega ekki og gaf þér 10 (að þinni eigin sögn)..af því að honum skildist að núll væri ekki neitt (sem það er) - gaf þér sem sagt einn líka. - Núllin (aftan við töluna, einhverja tölu) skipta hinsvegar öllu máli í prósentuokrinu á Djöflaeyjunni. - En það er allt önnur saga.

17.júní..Veiiiiii....

Már Elíson, 17.6.2015 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband