17.6.2015 | 22:10
Flugvöllur í Vatnsmýri eitt helsta böl Íslendinga og orsök fólksflótta frá landinu!
Grein eftir Örn Sigurðsson í Morgunblaðinu í dag um Reykjavíkurflugvöll er þess eðlis, að mann setur hjóðan við lestur hennar, slíkar eru fullyrðingarnar sem þar vella fram eins og stórfljót.
Grípum nokkrar:
"Flugvöllurinn er eitt helsta böl Íslendinga og orsök fólksflótta frá landinu."
Fækkun fólks á landsbyggðinni er flugvellinum að kenna.
"Tilurð nýs þéttbýlis í Kópavogi, Mosfellsbæ og Garðabæ er flugvellinum að kenna"!
"Vatnsmýrarflugvöllur er ekki varaflugvöllur fyrir millilandaflug." Þetta er beinlínis rangt. Þegar veðurskilyrði eru hæf til flugtaks en óhæf til lendingar á Keflavíkurflugvelli verða flugstjórar að setja Reykjavíkurflugvöll sem varavöll til lendingar í þeim tilvikum að bilun verður í hreyfli, og veður er betra í Reykjavík, sem oft er. Örn sleppir þessu viljandi til þess að fara fram með svona staðleysu.
"Í 97,5 % tilvika er flugveður þar það sama eða lakara en á Keflavíkurflugvelli"! Þetta er líka rangt. Örn gefur sér að þegar flugveður er ekki hið sama á báðum völlum sé það alltaf lakara á Reykjavíkurflugvelli. En því er öfugt farið.
"Vitni eru að lendingum á suðvestur-norðausturbrautinni í blíðskaparveðri á undanförnum mánuðum." Örn treystir því að borgarbúar hafi slíkt gullfiskaminni að þeir séu búnir að gleyma suðvestan stormunum daga eftir dag og vikum saman í vetur með tilheyrandi snjókomu segir að þvert á móti geti vitni staðfest að á suðvetur-norðausturbrautinni hafi verið lent í blíðskaparveðri"!
Örn telur það hafa verið landrán þegar Bretar afhentu íslenska ríkinu flugvöllinn 1946 en getur þess ekki, að Íslendingar fengu líka ríkisyfirráð yfir Keflavíkurflugvelli.
Samkvæmt skilningi Arnar fór íslenska ríkið með landrán á hendur sveitarfélögunum fimm, sem sá flugvöllur var reistur á.
Örn telur að með flugvellinumm séu "sérhagsmunir settir í öndvegi á kostnað almannahags."
Sérkennileg sýn það á vilja meira en 70% borgarbúa og yfir 80% landsmanna til að hafa flugvöllinn áfram þar sem hann er.
Örn talar um "skerðingarflöt" í 45 metra hæð yfir öllu svæðinu vestan Elliðaáa." Varla á hann við hæð yfir sjávarmáli og hlýtur því að miða við hæð yfir jörð á hverjum stað.
En þrátt fyrir slíkt viðmið eru háhýsin við Höfðatorg hærri en 45 metrar.
Erfitt er að sjá hvaða akkur er í því að reisa sem flest hús hærri en 45 metra, eða sem svarar 18 hæða íbúðarblokkum í landi, þar sem sól er 15 gráðum lægra á lofti en í þeim stórborgum sem Örn vill taka sem fyrirmyndir.
En líklega verður þetta nauðsynlegt ef troða á 25 þúsund manns niður í Vatnsmýrina.
Rögnunefndin skilar í næstu viku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Undirskriftir árið 2013 um Reykjavíkurflugvöll voru um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í síðustu alþingiskosningum.
Þorsteinn Briem, 17.6.2015 kl. 22:21
20.9.2013:
"Rétt rúmlega 20 þúsund Reykvíkingar skrifuðu undir á síðuna lending.is.
Að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns undirskriftarsöfnunarinnar höfðu 20.626 Reykvíkingar skrifað undir en um tvö prósent þeirra eru yngri en 18 ára og hafa því ekki náð löglegum kosningaaldri.
Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru tæplega 88 þúsund manns á kjörskrá í Reykjavík árið 2009, engar nýrri tölur er að finna á síðunni.
En ef miðað er við þær tölur má ætla að tæplega 23 prósent kosningabærra Reykvíkinga hafi skrifað undir til þess að mótmæla flutningi flugvallarins."
Þorsteinn Briem, 17.6.2015 kl. 22:23
25.10.2013:
"Í framhaldi af undirritun meðfylgjandi samkomulags milli ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group munu ríki og Reykjavíkurborg vinna í samræmi við áður undirritaða samninga.
Undirbúningur eftirfarandi verkefna mun þegar hefjast:"
"... ii) Aðilar ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári [2013]. ..."
"iii) ... Óháð öðrum verkþáttum sem í samkomulaginu felast munu innanríkisráðuneytið og Isavia hafa forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar í samræmi við áður gefin fyrirheit vegna endurbyggingar vallarins um síðustu aldamót og skal stefnt að því að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má."
Samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um sameiginlega athugun á flugvallarkostum (svokölluð Rögnunefnd)
Þorsteinn Briem, 17.6.2015 kl. 22:25
Hættan á flugslysum er einna mest við enda flugbrauta.
Þorsteinn Briem, 17.6.2015 kl. 22:27
Þorsteinn Briem, 17.6.2015 kl. 22:28
"Segja má að kraftaverk hafi átt sér stað í gær, þegar Fokkervél með 41 farþega missti afl á öðrum hreyfli og hætt var við flugtak.
Flugvélin fór fram af flugbrautinni út á Suðurgötuna, sem liggur við vesturenda brautarinnar, og stöðvaðist á miðri götunni."
Fokkervél fór út á miðja Suðurgötuna
3.8.1988:
"Þrír menn fórust er kanadísk tveggja hreyfla ferjuflugvél fórst skömmu fyrir lendingu á Reykjavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 17 í gær.
Flugvélin stakkst á nefið á milli brautarenda og Hringbrautar og sprakk strax í loft upp."
Flugvél stakkst á nefið og sprakk í loft upp steinsnar frá Hringbrautinni
16.10.1990:
"Ekkert hefur enn komið fram við rannsókn á flaki flugvélarinnar sem hrapaði í Skerjafjörð síðastliðinn laugardag.
Flugmaðurinn lést í slysinu. Hann var reyndur flugmaður, með 400 flugstundir að baki.
Flugvél hrapaði í Skerjafjörð
23.4.1997:
"Mikil mildi þykir að enginn skyldi slasast þegar tveggja hreyfla flugvél brotlenti við Reykjavíkurflugvöll í gær, rétt við Suðurgötu.
Bílar höfðu örskömmu áður ekið um götuna."
Brotlenti við Suðurgötuna
9.8.2000:
"Eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna hrapaði í Skerjafjörð, rétt vestan við Nauthólsvík, á mánudagskvöld."
Flugvél hrapaði í sjóinn rétt vestan við Nauthólsvík
Þorsteinn Briem, 17.6.2015 kl. 22:30
Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins, 58%, er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila.
Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.
Reykjavíkurborg ræður því einnig hvort fyrirferðarmikil aðflugsljós á stálbitum fyrir austur-vestur braut Reykjavíkurflugvallar yrðu reist á útivistarsvæði Reykvíkinga vestan Suðurgötu.
Einnig hvort skógur yrði felldur vegna flugbrautarinnar við austurenda hennar í Öskjuhlíð, sem einnig er útivistarsvæði Reykvíkinga.
Þar að auki er svæðið sunnan norður-suður brautar flugvallarins einnig útivistarsvæði Reykvíkinga.
Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu, merkt hér með gulum strikum:
Þorsteinn Briem, 17.6.2015 kl. 22:33
16.2.2012:
Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu - Stjórnarskrárvarinn eignarréttur
"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og að meina öðrum að nota hann."
Þorsteinn Briem, 17.6.2015 kl. 22:34
Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.
Og frá þeim tíma hefur verið 70% verðbólga hér á Íslandi.
Úttekt á framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar, bls. 64-65
Þorsteinn Briem, 17.6.2015 kl. 22:36
"78. gr. Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða.
Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir."
Stjórnarskrá Íslands
Þorsteinn Briem, 17.6.2015 kl. 22:39
Hlutfallslega flestir svarendur í Reykjavík vilja helst búa í vesturhluta borgarinnar, miðbæ og nærliggjandi hverfum, borið saman við núverandi búsetu, samkvæmt könnun á húsnæðis- og búsetuóskum Reykvíkinga árið 2013.
Um helmingur svarenda býst við að flytja og skipta um húsnæði innan fimm ára.
Um 87% reikna með að flytja innan borgarinnar og þar af um helmingur innan sama hverfis.
Af nýbyggingasvæðum er miðbærinn vinsælastur og næst kemur Vatnsmýri.
Þorsteinn Briem, 17.6.2015 kl. 22:40
Ætlunin er að byggja allt að 850 íbúðir á Hlíðarendasvæðinu einu, þar af um 200 svokallaðar stúdentaeiningar og 50% íbúðanna verða tveggja herbergja en um 20% þriggja herbergja.
Árið 2013 voru opnaðir stúdentagarðar, Sæmundargarðar, við Háskóla Íslands fyrir um 300 stúdenta og reistir verða stúdentagarðar á milli Nauthólsvegar og Öskjuhlíðar í nágrenni Háskólans í Reykjavík.
Þorsteinn Briem, 17.6.2015 kl. 22:43
Á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi starfa um 4.700 manns og ákveðið hefur verið að spítalinn verði áfram við Hringbraut, samkvæmt deiliskipulagi sem samþykkt var af borgarstjórn Reykjavíkur 13. desember 2012.
Ársskýrsla Landspítala-Háskólasjúkrahúss fyrir árið 2012
Deiliskipulag fyrir Landspítala-Háskólasjúkrahús við Hringbraut samþykkt
Þorsteinn Briem, 17.6.2015 kl. 22:53
Bílastæði á Vatnsmýrarsvæðinu verða mörg neðanjarðar, enda taka bílastæði mikið og dýrt pláss ofanjarðar og ekki myndu margir vilja búa í gluggalausum kjallara, þannig að sjálfsagt er að nota þá sem bílastæði.
Og margir þeirra sem nú aka langar leiðir í vinnu til að mynda á Landspítalanum, stærsta vinnustað landsins, í Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands munu væntanlega kaupa íbúðir á Vatnsmýrarsvæðinu.
Þannig geta þeir sparað kaup og rekstur á einum bíl á heimili í stað tveggja, sem þýðir einnig að minna pláss þarf undir bílastæði en ella á Vatnsmýrarsvæðinu.
Þorsteinn Briem, 17.6.2015 kl. 22:53
7.10.2011:
"Landspítali-Háskólasjúkrahús er mikilvægur hlekkur í þeim þekkingarklasa sem hefur myndast við Vatnsmýrina.
Nálægð við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, hús Íslenskrar erfðagreiningar og fyrirhugaða Vísindagarða [þar sem nú er verið að reisa hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen] styrkir þekkingarmiðju borgarinnar á þessu svæði.
Svæðið liggur við Miklubraut sem er aðalsamgönguæð borgarinnar en liggur einnig vel við öðrum mikilvægum umferðaræðum eins og Hringbraut, Bústaðavegi og Snorrabraut.
Kannanir sýna að helmingur núverandi starfsmanna Landspítala-Háskólasjúkrahúss býr í innan við 14 mínútna hjólafjarlægð í vinnuna og fjórðungur í innan við 14 mínútna göngufjarlægð.
Þar er langtímastaðsetningin farin að móta rétt búsetumynstur, þar sem fólk býr nálægt vinnustað en keyrir ekki borgarenda á milli.
Það eru mikilvæg verðmæti í borgarsamfélaginu sem ber að varðveita.
Og þar að auki vinna á annað hundrað starfsmenn spítalans einnig við kennslu og rannsóknir í Háskóla Íslands."
Þorsteinn Briem, 17.6.2015 kl. 22:56
Ég finn fyrir undarlegri þörf fyrir að benda á það að Bretar gerðu flugvöllinn á sínum tíma, sennilega meira fyrir sjálfa sig en íslendinga og afhentu íslenska ríkinu völlinn við brottför, EN það voru ekki þeir sem ákváðu staðsetningu vallarins. Þeir voru svo tillitssamir að nota staðsetningu sem bæjarráð Reykjavíkur var búið að velja sem hagkvæmasta staðinn undir flugvöll eftir nokkuð ítarlega skoðun á mörgum svæðum í Reykjavík og nágrenni. Vissulega flýttu Bretarnir fyrir uppbyggingu flugvallarins og hefðu mjög líklega látið hagsmuni Reykvíkinga víkja fyrir sínum eigin ef þeir hefðu talið einhvern annan stað henta sér betur.
Ég vildi gjarnan sjá sterkari rök fyrir því að flugvöllurinn hafi staðið í vegi fyrir uppbyggingu Reykjavíkur í 70 ár og valdið landflótta eins og Örn Sigurðsson heldur fram.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=105079&pageId=1240739&lang=is&q=10%20mars%201940
Dagný (IP-tala skráð) 17.6.2015 kl. 23:49
Sammála þér Ómar, en geturðu haft hemil á þessum manni sem blammar endalaust bloggið þitt og eyðileggur algjörlega vitræna umræðu?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2015 kl. 01:24
Það, hvort flugvöllurinn var þarna eða ekki hefði engu breytt um þá staðreynd að stærstu krossgötur landsins eru 5 kílómetrum austar (línan Akureyri-Mosfellsbær-Mjódd-Keflavík sker línuna Selfoss-Seltjarnarnes) og það er alþjóðlegt lögmál að verslun, þjónusta og byggð dragast að krossgötum.
Enda er þungamiðja íbúðabyggðar höfuðborgarsvæðisins innst í Fossvogi.
Ómar Ragnarsson, 18.6.2015 kl. 02:29
Athugasemdir Steina eru auðþekktar á útliti þeirra og tekur 5 sekúndur að "skrolla" yfir þær fyrir þá sem ekki vilja eða nenna að lesa þær.
Ómar Ragnarsson, 18.6.2015 kl. 02:32
Þar sem þú svarar bábylju Arnar um að í 97,5% tilvika sé veður það sama eða lakara en á Keflavíkurflugvellli, kemur fram meinleg villa í svari þínu. Þú hefur væntanlega átt við "Reykjavíkurflugvelli" í stað "Keflavíkurflugvelli" Reykjavík er yfirleitt betri, til dæmis vegna þess að í vissum vináttum skýlir Reykjanesfjallgarðurinn Reykjavík en ekki Kefavík. Ég nota Reykjavíkurflugvöll sem varaflugvöll í miklum meirihluta tilvika í flugi mínu til Íslands
Ég las greinina eftir Örn og satt bezt að segja hef ég aldrei lesið annað eins blekbull um Reykjavíkurflugvöll. Hann hefur ekki minnstu þekkingu á því sema hann er að fjalla um.
Þá er ég sammála Ásthildi, þar sem ég gef mér að hún eigi við Steina Briem
Kristján Þorgeir Magnússon, 18.6.2015 kl. 02:42
Er Steini Brím í samfó?
Halldór Egill Guðnason, 18.6.2015 kl. 03:25
Milljarðar í möl og grús undir nýju brautunum verður gjöf dags til verktakanna á sama tíma og hann krefst þess að ríkið byggi nýjan flugvöll. Ekkert mun koma frá Rögnu, enda á hún bara að velja á milli nokkurra slæmra kosta sagði hún og dæsti...
Pakkakíkir (IP-tala skráð) 18.6.2015 kl. 08:48
Ætli tenglunum á Rögnunefndina fari ekki fækkandi, þ.e.a.s. á tilkynninguna um skipun nefndarinnar þar sem nefndin ætlar víst að skila af sér í næstu viku.
Vera Dags í nefndinni tryggir væntanlega að lagt verði til að sv-na brautin verði lögð niður enda samkvæmt öryggismati sem Dagur vissi niðurstöðuna af á undan þeim sem voru að útbúa öryggismatið (skv. skrifum nokkurra þeirra sem unnu að þessu mati). Sá hópur var svo settur af vegna þess að hann komst ekki að (réttri?) niðurstöðu og nýtt mat fengið hjá mönnum sem hafa alls engra hagsmuna að gæta.
Miðað við þær fréttir á öryggismatið ýmislegt skylt með útreikningunum um hagkvæmni Vaðlaheiðargangnanna.
ls (IP-tala skráð) 18.6.2015 kl. 10:34
Þakka þér fyrir ábendinguna, Kristján Þorgeir, og harma að hafa ekki séð þessa meinlegu innsláttarvillu fyrr. Er búinn að lagfæra þetta.
Ómar Ragnarsson, 18.6.2015 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.