18.6.2015 | 19:28
Uppbygging nálægt raunverulegri miðju borgarinnar.
Raunveruleg miðja höfuðborgarsvæðisins er nálægt stærstu krossgötum landsins þar sem mætast ásarnir Selfoss-Seltjarnarnes og Akureyri-Mosfellsbær-Mjódd-Keflavík og krossgötur soga ævinlega að sér verslun, þjónustu og byggð.
Núverandi þungamiðja er austast í Fossvogi og þess vegna er það ekki aðeins besta mál að byggja upp skynsamlega nýja byggð nálægt henni, heldur hefði átt að vera búið að gera það fyrir löngu í stað þess að hamast við að reyna að eyðileggja Reykjavíkurflugvöll og toga miðju borgarinnar vestur í Vatnsmýri, sem er vita vonlaust og gegn helsta lögmáli um myndun borga.
Næsta skref ætti að vera að huga að Ártúnshöfðanum, sem liggur alveg við krossgöturnar og er á línunni Ártúnshöfði-Mjódd-Smárinn.
Stór hluti þess hverfis fer undir malarnám og steypustöð og hin upprunalega ætlun að þetta væri eingöngu verksmiðjuhverfi er úr samræmi við staðsetningu þess svona nálægt raunverulegri miðju höfuðborgarsvæðisins.
Endurbygging án fordæma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík:
Íbúafjöldi á höfuðborgarsvæðinu 1. janúar 2014:
Reykjavík 121.230 (58,1%),
Kópavogur 32.308 (15,5%),
Hafnarfjörður 27.357 (13,1%),
Garðabær 14.180 (6,8%),
Mosfellsbær 9.075 (4,4%),
Seltjarnarnes 4.381 (2,1%).
Samtals 208.531.
Sunnan Reykjavíkur og Seltjarnarness (í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði) 73.845 íbúar.
Í Laugardal, Árbæ, Breiðholti, Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Mosfellsbæ og á Kjalarnesi 74.970 íbúar.
Í Háaleitis- og Bústaðahverfi 14.519 íbúar.
Á Seltjarnarnesi, í Vesturbæ, Miðbæ, Hlíðum, Holtum, Túnum og Teigum 45.064 íbúar, 30.545 fleiri en í Háaleitis- og Bústaðahverfi.
Og póstnúmer 105 Reykjavík er að langmestu leyti í Hlíðum, Holtum og Túnum vestan Kringlumýrarbrautar.
Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er því vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík, nálægt Klambratúni (Miklatúni) og því skammt frá Landspítalanum.
Þorsteinn Briem, 18.6.2015 kl. 19:50
Um 1.100 íbúðir verða í Vogabyggð en um 850 í Hlíðarendahverfinu einu.
Þorsteinn Briem, 18.6.2015 kl. 19:56
Gott og vel, þetta er nálægt "þungamiðju" höfuðborgarsvæðisins.
En hverjir eiga að búa í öllum þessum íbúðum?
Kannski allt fólkið sem er nú þegar búið að setja út af sínum eigin heimilum og hefur ekki efni á að leigja önnur? Ef þetta er liður í því að leysa húsnæðisvanda þeirra þá ber að fagna því, en annars ekki.
Guðmundur Ásgeirsson, 18.6.2015 kl. 22:49
Vertu ekki svona neikvæður Guðmundur.
Ómar er aðeins að benda á að það er ekki skynsamlegt að setja þungamiðju byggðar út á annnes. Heldur að horfa á hvernig málin eru að þróast í borginni.
Og flýta sér hægt í ákvörðunum og vanda sig.
Björn Jóhann Guðjohnsen (IP-tala skráð) 19.6.2015 kl. 00:51
Ég ætlast ekki til þess að Ómar svari þessu.
Heldur borgaryfirvöld sem standa fyrir verkefninu.
Á meðan þau gera það ekki er þetta tómt mál að tala um.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.6.2015 kl. 00:53
Þetta vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn:
22.8.2009:
"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.
Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.
Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).
Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.
Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."
Skuldir heimilanna
Þorsteinn Briem, 19.6.2015 kl. 01:23
Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.
Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.
Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.
Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.
Þorsteinn Briem, 19.6.2015 kl. 01:26
Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.
"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.
Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."
10.2.2015:
"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.
Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.
Þessi lán eru óverðtryggð."
Verðhjöðnun í Danmörku
Þorsteinn Briem, 19.6.2015 kl. 01:28
Íslenskir ríkisborgarar - Brottfluttir umfram aðflutta árið 2014: Alls 760.
Íslenskir ríkisborgarar - Brottfluttir umfram aðflutta árin 2006-2014: Alls 8.136.
Hagstofa Íslands - Búferlaflutningar milli landa eftir kyni, ríkisfangi og landsvæðum 1986-2014
Þorsteinn Briem, 19.6.2015 kl. 01:34
Þorsteinn Briem, 19.6.2015 kl. 01:36
"Even if a country has a higher GDP per capita (individual income), that country's people may still live poorer if the cost of living is more expensive."
Purchasing Power Parity (PPP)
Þorsteinn Briem, 19.6.2015 kl. 01:37
Hér á Íslandi var meira atvinnuleysi, 5,5%, í apríl síðastliðnum en í Þýskalandi, 4,7%, fjölmennasta ríki Evrópusambandsins, þar sem íbúar eru um 81 milljón.
Hins vegar búa einungis um 329 þúsund hér á Íslandi, þannig að mun auðveldara er að minnka atvinnuleysi um 1% hérlendis en í Þýskalandi.
Og þúsundir Íslendinga hafa fengið starf í Evrópusambandsríkjunum Danmörku og Svíþjóð undanfarin ár og áratugi.
19.8.2010:
Rúmlega 36 þúsund íslenskir ríkisborgarar búa erlendis
Þorsteinn Briem, 19.6.2015 kl. 01:39
"Í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:
"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."
Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:
"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."
Og daginn eftir á Stöð 2:
"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."
Þorsteinn Briem, 19.6.2015 kl. 01:41
Þorsteinn Briem, 19.6.2015 kl. 01:43
Össur gafst upp þegar hann sá skilyrðin sem sett voru fyrir að kíkja í pakkann.
Pakkakíkir (IP-tala skráð) 19.6.2015 kl. 07:54
Fullyrðing Steina um miðju byggðar höfuðborgarsvæðisins stangast á við viðurkenndar staðreyndir í því efni.
Raunar þarf ekki annað en að líta á kort af höfuðborgarsvæðinu til að sjá, að Klambratún liggur úti á annesi og er bæði fjarri miðju byggðarinnar á höfuðborgarsvæðinu og fjarri stærstu krossgötum landsins.
Ómar Ragnarsson, 19.6.2015 kl. 09:25
Hefur þessi miðja (reiknuð út af mönnum sem kunna miklu meira í stærðfræði en ég) ekki verið að flækjast um innst í Fossvogsdalnum, Reykjavíkurmegin?
Bæði að tilteknu tilliti til þess og að þar liggja umferðaræðarnar saman finnst manni sem leikmanni ekki vitlaus sú hugmynd að byggja skjúkarahúsið á ártúnshöfðanum. Þangað væri eflaust t.d. hægt að leggja braut fyrir neyðarakstur frá vesturbæ/flugvellinum.
ls (IP-tala skráð) 19.6.2015 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.