Hefur verið vitað allan tímann.

Það hefur verið vitað í mörg ár hvaða áhætta er tekin með því að reisa rándýrar verksmiðjur á Bakka en menn hafa einfaldlega ákveðið taka eins mikla áhættu á jarðskjálftum og hægt er og alls ekki tekið í mál að færa verksmiðjustæðið neitt til. 

Það var líka vitað allan tímann við gerð Kárahnúkavirkjunar að á 6-7 kílómetra löngum kafla í miðjum göngunum frá Kárahnjúkastíflu til stöðvarhúss í Fljótsdal var svo mikið misgengi, að það sást greinilega úr lofti. 

En menn voru staðráðnir í að taka þessa áhættu og leyna henni með því að bora könnunarholur alls staðar á gangaleiðinni nema á þessu misgengissvæði. 

Töldu sig hafa verið afar heppna að misgengið var það síðasta sem bora átti í gegnum, því að þá voru framkvæmdirnar komnar svo langt, að ekki varð aftur snúið og af því að framkvæmdin var ríkistryggð skipti engu máli hver kostnaðurinn eða töfin yrði, jafnvel heldur ekki hvort virkjunin gæti yfirleitt risið.  

"Við ætluðum í gegn þarna hvort eð var" sagði fjölmiðlafulltrúi Landsvirkjunar þegar hann var spurður að því á meðan hvorki gekk né rak á þessum erfiða kafla, hvers vegna þessi mikla áhætta væri tekin.

Landsbankinn var aðal lánardrottinn framkvæmdarinnar og innan úr honum fengust þau svör, að fráleitt væri að hafa áhyggjur af þessu. "Því verr sem verkið gengur, því meira græðum við" var meðal annars sagt.  

 


mbl.is Versti staður kísilvers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Og því meir sem við hendum af fiski í besta kvótakerfi í heimi því meir græðum við.

50 þúsund tonn af dauðum bolfiski á ári í 30 ár í hafið: reikni hver fyrir sig.

Níels A. Ársælsson., 20.6.2015 kl. 07:57

2 identicon

Þegar mælt var fyrir álveri á Bakka var áformað að staðsetja kerskálana samsíða misgengjunum. Þetta kallaði á mjög mikla jarðvinnu.

Ríkissjóður er búinn að úthluta kísilbræðslunni allt að 3,3 milljónir Evra ölmusu til að jafna mölbrotið bergið undir verksmiðjunni. Þetta jafngildir tæpum 500 milljónum króna. Að auki fær kísilbræðslnan tæpar 300 milljónir í þjálfun starfsmanna. Jarðgöng undir Húsavíkurhöfða greiðast af skattfé og þar með mun þessi eina málmbræðsla fá 4 milljarða af almannafé.

Stóra spurningin er hvort Viðlagatrygging Íslands tryggi verksmiðjuna?

Viðlagatrygging baktryggir Íslensku tryggingarfélögin gegn náttúrvá. Þar með væri komin upp sú staða að almennir tryggingartakar á Íslandi sætu í ábyrgðum fyrir því glapræði að reisa háofn með allt að 1.500°C heitri bráð á einni hættulegustu lóð landsins! Ekki undrar mig að Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur mælist gegn því að eigin fjölskyldumeðlimir vinni við þessar aðstæður.

Þetta er álíka galið og að reisa léttbyggðan barnaskóla undir einni hættulegustu snjóflóðahlíð landsins.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 20.6.2015 kl. 08:35

3 Smámynd: Stefán Stefánsson

Áfram skal haldið í að reyna að stoppa framkvæmdir sem eru ekki á suðvesturhorninu. 
Það er skrítið að ekki hafi heyrst í Páli Einarssyni fyrr og þó.... kannski ekki svo skrítið wink miðað við allt..

Stefán Stefánsson, 20.6.2015 kl. 17:31

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það var fyrir löngu ljóst að hvorki yrði reist álver á Húsavík né í Helguvík.

En menn geta að sjálfsögðu haldið áfram að staglast á því ef þeir endilega vilja.

Kísilver
verður hins vegar reist á Húsavík og trúlega einnig í Helguvík.

Steini Briem, 31.7.2013

Þorsteinn Briem, 20.6.2015 kl. 18:10

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.6.2013:

"Nýjustu rannsóknir jarðvísindamanna sýna að aðkallandi er að gera nýtt mat á jarðskjálftavá á Norðurlandi.

Jarðskorpumælingar sýna að spenna í Húsavíkurmisgenginu er til staðar fyrir skjálfta af stærðinni 6,8.

Endurskoða þarf staðsetningu kísilmálmverksmiðju við Húsavík
og jafnvel færa sjúkrahúsið á staðnum, að mati Páls Einarssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands."

"Þriðjungurinn af hreyfingunni er á Húsavíkurmisgenginu, sem menn hafa mestar áhyggjur af, og það liggur beint í gegnum Húsavík.

Það misgengi er fast, ljóst er að þar hefur safnast upp spenna í stóran skjálfta og rannsóknir staðfesta að sú spennusöfnun er enn í gangi," segir Páll og bætir við að virkasta sprungugreinin, eða misgengið, sé kennt við Skjólbrekku.

"Það er í raun í framhaldi af Húsavíkurfjalli út í sjó og á þessu misgengi eru menn að hugsa um að reisa kísilmálmverksmiðju á Bakka.

Það þarf að endurmeta jarðskjálftahættuna í sambandi við það."

"Skemmdir verða ekki stóralvarlegar ef upptökin eru úti í sjó en þegar fjarlægðin er orðin minni en fáeinir kílómetrar eru kraftarnir orðnir afar miklir og ófyrirsjáanlegir," segir Páll."

Endurmeta þarf staðsetningu kísilvers við Húsavík


Aðalskipulag Norðurþings 2010-2030 - Húsavík (pdf)

Steini Briem, 3.7.2013

Þorsteinn Briem, 20.6.2015 kl. 18:16

6 identicon

Sæll Stefán,

Jarðvísindamenn haf lengi haft áhyggjur af þeim fyrirætlunum að bræða málma á brún Húsavíkurmisgengisins. Það er einfaldlega skynsamlegra að standa í slíku nær allstaðar annarstaðar en þarna.

Það er tæpast við Pál að sakast að þú hafi rekki heyrt í honum fyrr:

[url]http://www.hac.is/wp-content/uploads/2014/04/lokaskjal_prentun_net%C3%BAtg%C3%A1fa.pdf[/url]

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 20.6.2015 kl. 18:20

7 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Skítt með alla skynsemi. Reglurnar ráða.frown Get ekki skilið þessa tregðu til að skipta um skoðun og endurskoða ákvarðanir.

Hólmfríður Pétursdóttir, 20.6.2015 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband