22.6.2015 | 23:55
Stefán Logi Magnússon hélt á boltanum.
Skoða má umdeild atvik úr leik Stjörnunnar og KR í kvöld á kvikmynd sem sýnd var í tíu fréttum Sjónvarpsins í kvöld og taka út úr henni tvær ljósmyndir.
Atvikið umdeilda varð þegar markvörður KR missti boltann úr höndum sér þegar Ólafur Karl Finsen kom aðvífandi að honum.
Það skýrist aðeins við að skoða það á kvikmyndinni, sem sýnd var í tíu fréttum Sjónvarpsins í kvöld og á ljósmyndunum tveimur.
Á fyrri myndinni sést Stefán Logi vera búinn að ná höndum um boltann og búinn að taka hann um 20 sentimetra upp af jörðinni, en jafnframt sést hvernig Ólafur Karl Finsen er á fullri ferð með tána í átt að boltanum.
Á seinni myndinni hefur Stefán Logi misst boltann í þann mund sem táin á Ólafi Karli skall á honum, svo að boltinn skrúfast upp.
Tveimur sekúndum síðar kastar Stefán Logi sér í átt að boltanum, sem Ólafur Karl er að rekja í átt frá honum, en Stefán er of seinn, nær ekki til boltans, en fellir Ólaf Karl.
P.S. Í fyrstu útgáfu af þessum pistli varð nafnabrengl á markvörðum og var það snarlega leiðrétt.
Upp úr sauð í sigri KR á Stjörnunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Breytt 23.6.2015 kl. 01:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.