18.4.2007 | 14:26
VINSÆLDIR REYKSPÚANDI VERKSMIÐJA
Fyrir 70 til 100 árum nutu hugmyndir um stóriðju og reykspúandi verksmiðjur mikilla vinsælda víða um lönd. Síðan hefur þetta breyst en þessar hugmyndir virðast enn njóta fylgis hér á landi samanber nýjasta útspilið um olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum sem þarf 1,2 ferkílómetra rými og mun blása út í loftið samkvæmt sænskum staðli, sem NSÍ vitnar í, þriðjungi þess útblásturs sem var hér á landi 1990.
Mér skilst að nú sé búið að leggja niður um eitt hundrað olíuhreinsistöðvar í Bandaríkjunum en svo virðist sem hér á landi ætli menn að taka upp svipaða stefnu og og í álverakapphlaupinu: Að reisa verksmiðjur hér á landi sem nágrannaþjóðirnar vilja ekki sjá hjá sér.
Athugasemdir
Ég horfði á framboðsfund í gærkvöldi frá Ísafirði,og missti alla trú á ykkur í Íslandshreyfingunni að koma svona illa undirbúin eins og þú Ómar gerir þig ekki trúverðugan leiðtoga.Kastar fram hugmynd um jarðgöng á milli Ísafjarðar og Baraðstrandar flott hugmynd jú en að hafa ekki tölur um kosnað eða annað.Mér finnst eins og þið sem eruð í þessu flokki séuð að leika ykkur og bulla bara eitthvað.Ef maður skyldi hafa haft einhverja trú á þér Ómar þá fór það alveg eftir þau tvö viðtöl sem hafa verið við þig um stefnur og kosnaði.Það er lámar að undirbúa sig vel áður en er hlaupið á framboðsfund.Skömmm
Kristján Helgason (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 14:44
Má þá gera ráð fyrir að Pálína Vagnsdóttir - sú sómakona - berjist gegn þessu á þeim "forsendum" sem þú gefur upp í blogginu? Allt skal skoða og náttúran skal njóta vafans. Ég met þekkingu og reynslu bróður míns úr olíuiðnaðinum en hann er yfirolíuverkfræðingur hjá Statoil og hefur starfað við þennan iðnað í 30 ár. Hans skoðun er ekki í takt við þína Ómar. Bkv, Þorleifur.
Þorleifur Ágústsson, 18.4.2007 kl. 15:57
Jarðgöng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar eru þegar komin á samgönguáætlun og munu gjörbylta llandsamgöngum milli norðanverðra Vestfjarða og suðurhluta þeirra. 1200 metra flugbraut á Barðaströnd er ekki dýr framkvæmd miðað við jarðgöng.
Á Vestfjörðum eru nú malbikaðar flugbrautir sem eru samtals um 3600 metrar, en á svæðinu frá Húnaflóa til Norðfjarðar eru flugbrautir sem eru ekki minna en tíu kílómetrar og að fjórum þessara flugvalla er hægt að fljúga að nóttu til.
Næturflugsleysið á Vestfjörðum gerir samgöngurnar þar svo slæmar að þessi landshluti er í sérflokki hvað það varðar. Það er ekki sanngjarnt að þetta sé eini landshlutinn sem þannig er staddur og engin ein samgönguframkvæmd getur gert þessum landshluta meira gagn en að kippa honum inn í 21. öldina hvað þetta varðar.
Ómar Ragnarsson, 18.4.2007 kl. 16:44
"Forsendurnar" eins og þú segir Þorleifur hér fyrir ofan og setur í gæsalappir til að draga úr sannleiksgildi þeirra eru ekki Ómars, heldur koma þær frá NSÍ eins og Ómar segir réttilega frá hérna fyrir ofan. Þetta eru tölur sem vitna í upplýsingar sem Árni Finnsson sendi frá sér í dag f.h. NSÍ.
Og Kristján, eins og Ómar skýrir hér í athugasemd að þá eru jarðgöngin nú þegar á áætlun. Hugmynd Ómars (sem mér persónulega finnst nú nokkuð góð) er að bæta við gerð flugvallar við enda gangnanna inn á áætlunina og gera þar með Vestfirðingum virkilega auðvelt um vik með að skjótast milli landshluta, eins og flest okkar hinna búum við að geta í dag.
Það að vera ekki með nákvæmar tölur um kostnað við byggingu flugvallar sé ég ekki að eyðileggi hugmyndina. Hugmyndin er góð, kostnaður við flugvöllinn færi síðan að sjálfsögðu eftir því hvað menn vildu ganga langt í hönnun hans og útliti.
Aðalmálið er að koma upp samgöngum á Vestfjörðum sem gætu verið til jafns, eða sem næst því, á við aðra landshluta.
Við eigum að fagna því þegar fram koma á vettvangi stjórnmála menn sem segja það sem þeir eru að meina. Ég er orðinn langleiður á því að hlusta á pólitíkusa í hverju viðtalinu á fætur öðru án þess að fá nokkurn tíma botn í hvað þeir eru raunverulega að meina.
Kjósum með hjartanu - setjum X við Í
Baldvin Jónsson, 18.4.2007 kl. 17:56
Sammála þér Ómar,Ísland á ekki að vera einhver einhver miðstöð fyrir verksmiðjur,sem aðrar þjóðir eru að losa sig við.
Kristján Pétursson, 18.4.2007 kl. 23:31
"Losa sig við" er nú ónákvæmt orðalag fyrir framþróun í iðnaði. Nær væri að taka fagnandi á móti þeim verkum sem okkur er treyst fyrir á alþjóðavettvangi í stað þessarar þjóðrembu. b
Bjarni G. P. Hjarðar, 19.4.2007 kl. 14:32
Eitt er að leggja niður og annað að leggja niður.....
Franskir borgarar mótmæltu til dæmis fyrir stuttu síðan byggingu nýs kjarnorkuvers, sem Franska ríkisstjórnin vildi reisa...
En í staðin fyir þess einu nýju og fullkomnu átti að leggja niður 2 sem byggðar voru á sjöunda áratugnum....
Þannig að það sé verið að leggja eitthvað niður er ekki það sama og að leggja eitthvað niður, það þarf að koma fram hvað er á bakvið þessi orð:
Að leggja niður.....
Eiður Ragnarsson, 22.4.2007 kl. 03:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.