24.6.2015 | 10:39
Brýnt að taka púlsinn á ný.
Deilurnar um hvalveiðar Íslendinga hafa staðið lengi og á þeim tíma hefur svo margt breyst, að það er brýnt að tekinn verði púlsinn á nýju á raunverulegu ástandi, hagsmunum og öðrum atriðum sem geta gefið grundvöll fyrir endurmat á þeim.
Á síðustu árum hafa komið til skjalanna nýir og stórfelldir hagsmunir hvalaskoðunarfyrirtækja og einkennilega þrákelkni má það telja, að fara gegn einróma áliti borgarstjórnar Reykjavíkur um það að smækka hvalveiðisvæðið í Faxaflóa.
Hvað vísindalegar staðreyndir snertir virðist ljóst að þau rök að þessum veiðum verði að halda áfram til að vernda fiskistofna gegn ásókn hvala, standast ekki.
Núverandi veiðar eru víðs fjarri því að geta haft einhver merkjanleg áhrif á stærð hrefnustofnsins, svo dæmi sé tekið. Líklegast þyrfti að tuttugfalda veiðarnar að minnsta kosti til þess og auðséð er að slíkt er hrein fjarstæða.
Vilja mat á hagsmunum vegna hvalveiða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hagsmunir hvalaskoðunarfyrirtækja eru vissulega stórfelldir. Hins vegar má á það benda að refastofninn á Hornströndum hrundi í fyrra og því þarf að stórefla rannsóknir á öllu lífríki í sjónum. Hvalir þar ekki undanskildir.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.6.2015 kl. 11:07
Hvalasérfræðingur tjáði mér fyrir 25 árum, að ef hvalir væru ekki veiddir, sæi náttúran sjálf um að halda stærð hvalastofnanna í skefjum líkt og verið hefði um þúsundir ára áður en hvalveiðar hófust.
Þegar hvalirnir yrðu of margi til að hvert og eitt dýr fengi nóg að éta, myndi þeim fækka þar til að fæðujafnvægi kæmist á á ný.
Svipað kann að vera að gerast með refastofninn á Hornströndum, að það er ekki lengur nóga fæðu að fá fyrir hvert og eitt dýr.
En þess mikilvægara er að rannsaka þetta bæði á sjó og landi.
Ómar Ragnarsson, 24.6.2015 kl. 14:30
Já og kvikasilfrið. Við étum það jú öll.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.6.2015 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.