Áhugaverð keppni. Svefnleysið áhyggjuefni.

Manni þótti það góður árangur hér í gamla daga í kringum 1955 að ná 20 kílómetra meðalhraða á klukkustund í langhjólreið á gamla krókótta malarveginum sem þá hlykkjaðist hringinn í kringum landið, en vantaði þó í á Skeiðarársandi. 

Það reiðhjól var þó aðeins tveggja eða þriggja gíra (ég man ekki hvort var) en með eina fjaðrandi framgafflinum á landinu. 

Þetta kostaði svo mikla orkueyðslu, að töskurnar á bögglaberanum, sem voru fullar af mat í upphafi ferðar í Reykjavík, voru orðnar tómar í Ferstiklu og aftur tómar við Bifröst.   

35,5 kílómetra meðalhraði er ekkert smáræði, jafnvel þótt hjólað sé á góðum malbikuðum vegi á fullkomnum margra gíra hjólum. 

Líkamleg áreynsla sem liggur að baki slíkri hraðferð er þó ekki það erfiðasta, heldur svefnleysið, sem getur verið varasamt og er áhyggjuefni. 

Til eru frásagnir af því að menn hafi hreinlega sofnað í mikilli líkamlegri áreynslu. 

Þannig varð Ásmundur Bjarnason fyrir svo miklu ónæði nóttina fyrir úrslitahlaupið í 200 metra hlaupi á Evrópumeistaramótinu í Brussel 1950, að hann "sofnaði" í síðari hluta beygjunnar.

Hann hreinlega "datt út", mundi ekkert eftir þessum hluta beygjunnar eftir á, og taldi eftir hlaupið að þetta hefði rænt hann möguleikunum á verða sæti framar í hlaupinu, jafnvel að komast á verðlaunapall.

Fjöldi þátttakenda í hinu stórgóða WOW Cyclothon er það mikill að sennilega er útilokað að gefa keppenndum færi á að sofna og hvíla sig í sérstöku hléi undir eftirliti á miðri leið, án þess að fá refsingu fyrir það.

Fyrir bragðið er tekin ákveðin áhætta með því að keppendur sofi ekkert sólarhringum saman og að það endi með slysi.  


mbl.is Ætlar að leggja sig í hálftíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Ómar, þetta er mér ennþá ógleymanlegt !!!

Ásmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 25.6.2015 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband