Hefur vindurinn minnkað og hafa fjöllin lækkað og fjarlægst?

Fyrir 55 árum var hugmynd um nýjan flugvöll í Kapelluhrauni, skammt frá Hvassahrauni, slegin af eftir að menn höfðu prófað að fljúga flugvélum til skiptis að og frá Reykjavíkurflugvelli í hvassri aust-suðaustanátt, algengustu rok-vindáttinni, og jafnfram að og frá hugsanlegu flugvallarstæði nálægt Hvassahrauni. 

Í ljós kom, að vegna þess að Hvassahrauns/Kapelluhraunsflugvöllur yrði helmingi nær fjöllunum fyrir austan Reykjavik heldur en völlur í Vatnsmýrinni myndi ókyrrð verða svo miklu meiri þar en í Reykjavík, að óráð væri að leggja flugvöll þarna suður frá. 

Nú er því slegið fram af Rögnunefndinni að vindur og veðurfar séu í grunninn svipaður á báðum stöðum, en þá er ekki tekið með í reikninginn að landfræðilegar aðstæður eins og nálægð fjalla, sem vindurinn fer yfir, geta valdið því að miklu verri ókyrrð verði á þeim stað sem nær er fjöllum en þeim stað sem fjær er. 

Vindmælingar niðri við jörð segja ekki alla söguna, því að hættulegasta ókyrrðin er eðli málsins samkvæmt ofar, í aðfluginu og ekki hvað síst í fráfluginu þegar flogið er í átt að Reykjanesfjallgarðinum. 

Eina raunhæfa leiðin til þess að rannsaka þetta er að gera það sama og gert var fyrir rúmlega hálfri öld, að gera aðflug og fráflug að báðum vallarstæðunum í algengustu hvassviðrisáttinni á sama tíma.

Meðan það hefur ekki verið gert, er aðeins verið að stefna að óþörfum mistökum vegna ónógra upplýsinga og Vaðlaheiðargöngin virðst vera gott dæmi um.

Síðan má benda á hvar helst er ófærð á Reykjanesbrautinni og að það kann að vera kominn tími á nýja eldgosahrinu á Reykjanesskaga.

Lítil hætta er á því að hraun muni renna niður í Fossvog og inn í Vatnsmýrina.

 

P.S. Svo má bæta því við að samanlögð ferðaleið flugfarþega sem færu til og frá Hvassahraunsflugvelli lengist til allra áfangastaða á landinu nema Vestmannaeyja miðað við það að fara frá núverandi flugvelli.

Leiðin Reykjavík-Akureyri-Reykjavík myndi lengjast samtals um tæplega 80 kílómetra fram og til baka, en það samsvarar því í kílómetrum að á landleiðinni um þjóðveg 1 yrði aftur farið að aka fyrir Hvalfjörð fram og til baka.

Lenging austur-vestur brautarinnar í Reykjavík myndi gerbreyta umferð um völlinn og bæta hann, minnka umferð til norðurs og suðurs og gera mögulega notkun hljóðlátra millilandaflugvéla ef menn vildu eiga möguleika á því.

Aðflug og fráflug á þeirri braut eru að austanverðu yfir autt svæði í Fossvogsdal og að vestanverðu yfir sjó úti á Skerjafirði og þessi braut liggur beint upp í algengustu hvassviðrisvindáttina.  


mbl.is Hvassahraun kemur best út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 http://ruv.is/frett/flugstjori-lhg-varadi-vid-hvassahrauni

GB (IP-tala skráð) 25.6.2015 kl. 17:34

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það getur verið þreytandi að útskýra fyrir fólki að það sé ófært vegna þess að það sé misvinda.

Það er ég viss um að Rögnunefndin skildi það hugtak seint.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.6.2015 kl. 17:39

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sviptivindar, fjöll, eldgos og önnur óþægindi hafa greinilega ekki verið tekin með í reikninginn.  Greinilega ekki kostnaðurinn heldur.

Kolbrún Hilmars, 25.6.2015 kl. 18:34

4 Smámynd: Alfreð K

Heyr, heyr.  Vonandi að fréttastofa og aðrir fjölmiðlar láti nú skoðun Ómars á þessu máli heyrast hátt og snjallt líka, orð hans hljóta að vega þungt, fáir sem standast honum snúning í þekkingu og reynslu á þessu sviði með flugvélarnar.

Svo er Hvassahraun svo kallað, af því að þar rann eitt sinn hraun, m.a.s. ekki svo langt síðan, skjálftavirknin fyrir þremur árum var einmitt á þessum slóðum, m.a.s. mældist landris (hvort tveggja fyrirboðar eldgoss), ef það gýs við Kleifarvatn, mun nýi flugvöllurinn í Hvassahrauni líklega fara undir hraun, þá verður engin varaflugvöllur lengur (og landleiðin að aðalflugvellinum í Keflavík lokuð).

Alfreð K, 25.6.2015 kl. 18:46

5 identicon

Ég hef reyndar ekki lesið skýrsluna en af umfjöllun að dæma finnst mér vanta samanburðin á núverandi flugvallarstæði og Hvassahruani.

Sigurður Guðmundsson (IP-tala skráð) 25.6.2015 kl. 20:04

6 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Reykjavíkurflugvöllur.

Aðalatriðin eru að hafa tvo flugvelli á suðvesturlandi.

Eldgosahrinurnar á Reykjanesi, og víðar, verður að taka með í reikninginn.

Ekki virðist gott að hafa of stutt á milli þessara tveggja flugvalla.

Ég var búinn að fjalla áður um málefnið, og set það hér.

6 bloggfærslur fundust

Blanda og blekkingar?

Jónas Gunnlaugsson | 9. febrúar 2015

Blanda og blekkingar? Fjárfestar, byggingaverktakar og íþróttafélög. Þessi blanda er þekkt í borgum og sveitarfélögum um veröld alla. Ef þessu er blandað saman, þá veldur það skelfingu hjá borgarfulltrúum, borgarstjórum og pólitíkusum. ooo Þá er hægt að

Reykjavíkurflugvöllur, upprifjun

Jónas Gunnlaugsson | 10. nóvember 2014

Reykjavíkurflugvöllur Upprifjun. Mikill minnihluti Reykvíkinga samþykkti að flugvöllurinn færi úr Vatnsmýrinni. ooo Það mættu aðeins 18,35 %, það er 14.913 kjósendur, sem vildu flugvöllinn burt, af 81.258 kjósendum. ooo Einnig mættu aðeins, 14.529 af

Reykjavíkurflugvöllur

Jónas Gunnlaugsson | 25. ágúst 2013

Reykjavíkurflugvöllur Úr grein eftir Björn Bjarnason 18.03.2001 http://www.bjorn.is/pistlar/2001/03/18/nr/652 “Því fer víðs fjarri, að kosningin sé bindandi á þessum forsendum, því að aðeins 30219 af 81258 á kjörskrá kusu eða 37,2%., þar af vildu

Egilsstaðir, 25.06.2015  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 25.6.2015 kl. 20:16

7 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ótrúlegt mál! Að setja í nefnd það sem fyrirfram er ekki framkvæmanlegt!

Kveðja úr Stafneshverfi.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 25.6.2015 kl. 20:32

8 identicon

Hvað veit Ómar? Bara búinn að svífa á Frúnni í hálfa öld eða lengur.

Þeir hljóta að vita betur kumpánarnir í  Rögnunefndinni.

Hvað skildi reikningurinn vera hár fyrir þessa niðurstöðu? Það væri gaman að vita það

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.6.2015 kl. 21:17

9 identicon

Ómar, burt séð frá tilfærslum flugvallar og aðstæðum á hverjum stað, líkum á veðrum og hamförum, þá mætti sjá fyrir sér að karpað verði um staðsetningu og fjármögnun í amk 1-2 áratugi. 

Og þá verð ég að spyrja mig, en fæ engin svör svo ég spyr þig:

eftir þessi segum 20 ár eru þá ekki töluverðar líkur á að veðurfar verði annað og verra á öllum þessum stöðum?

og svo hitt eru ekkimeinhverjar líkur á að þróun í hönnun flugvéla verði komin á æðra plan en nú er og þær þurfi kannski ekki svona langar flugbrautir? 

Edda (IP-tala skráð) 25.6.2015 kl. 21:31

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er búið að varpa fram fréttum og hugmyndum um flugvélar sem þurfi styttri flugbrautir en nú þarf um allan heim og um þyrlur af ýmsu tagi í aldarfjórðung en ekkert hefur gerst. 

Það er vegna þess að hagkvæmnin ræður, sú staðreynd að þyrlur eru fjórum sinnum dýrari í viðhaldi en flugvélar af sömu stærð og fljúga næstum fjórum sinnum hægar.

Einfaldasti og hagkvæmasti mátinn sem fundist hefur til að fljúga með tiltekinn þunga tiltekna vegalengd er að hafa þann hluta loftfarsins, sem sér um lyftikraft loftsins, í föstu formi vængja en ekki í flóknu formi þyrluspaða.

Hægt er að láta flugvélar nota styttri flugbrauti  með því að stækka vængina, vængirnir skapa 40% af loftmótstöðu flugvéla sem þýðir, að þeim mun stærri sem vængirnir eru, því meiri kraft og eldsneyti þarf til að knýja þá í gegnum loftið.

Öll þessi lögmál hafa verið kunn og óbreytt mestalla sögu flugsins og breytast varla héðan af.  

Ómar Ragnarsson, 25.6.2015 kl. 23:20

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mjög skýr og sterk rök má lesa hér í grein þinni og svörum, Ómar.

PS. Var yfirleitt nokkur fagmaður í flugfræðum í Rögnunefndinni? Hefðu flugmenn ekki fremur átt heima í henni en Dagur B. Eggertsson?

Jón Valur Jensson, 26.6.2015 kl. 02:53

12 identicon

Það kemur að því að Reykjavíkurflugvöllur verður óþarfur þó að það sé ekki í fyrirsjáanlegri framtíð. Ég hef alltaf átt erfitt með að skilja af hverju ekki má bara bíða eftir því og nota þá landið eins og best þykir. Held ekki að landið fari eithvað...

Allt tal um að flytja svona mannvirki (þ.e.a.s. að henda og byggja nýtt) minnir mig alltaf á það sem er kallað 2007 hugsunarháttur.

ls (IP-tala skráð) 26.6.2015 kl. 10:03

13 identicon

nú ætti læknafélagið að verða ánægt orðið haghvæmt að reisa lanspítalan á vífilstöðum breita núverandi spítala í hótel það hlítur að gleðja dag b. eggertssonlosna bæði við spítalan og flugvöllin á sama tíma og og hann byggir luxsus íbúðir á geirsnefi. senilega búin að senda öllum hundaeigendum bréf. hversvegna ekki að byggja flugvöll á vesturlandinu þar eru men þó lausir við eldgos. ef keflavík tepist. nóg er af flatlendi þar og stutt frá reykjavík.   

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 26.6.2015 kl. 10:30

14 identicon

um kosnað við reykjavíkurflugvöll er ekki ný flugstöð inní þessum útreikníngum er víst að stjórnvöld þurfi að borga hana bauðst ekki flugfélagið til að reisa hana en það var afþakkað. svo það skiptir máli hvernig reiknað er og hverjar fortsendurnar eru fyrir útreikníngum. 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 26.6.2015 kl. 10:47

15 identicon

Frábær hugmynd að hafa flugvöllin í Hvassahrauni. Best væri náttúrulega að hafa innanlandsflugið í Keflavík.

Aðstæður þarna betri m.t.t. alls, bæði minnkar áhætta íbúa á jörðu nirði, og aðflugið verður betra.

Þjóðhagslega hagævæmt í þokkabót, og væri hægt að nota þann ávinning að bæta sjúkraflug gott betur um þær fáu mínútur sem er tapað við þetta.

Síðan náttúrulega hagkvæmnin sem fylgir því að þétta byggð í Reykjavík. Þvílík lyftistöng sem þetta á eftir að vera fyrir höfuðborgina, og alla landsmenn.

P.s. og kostnaðurinn í raun örlitlu minni en við Vaðlaheiðargöng, (jafnvel minni, miðað við ganginn þar).





Arnar Vilmundarson (IP-tala skráð) 26.6.2015 kl. 19:22

16 identicon

Ekki veit ég hvort vindurinn hafi minnkað eða hvort það sé ætíð logn í Vatnsmýrinni. Og þessir ógnvekjandi litlubræður Esjunnar á Reykjanesinu mega nú varla við því að lækka mikið vilji þau áfram vera kölluð fjöll en ekki hólar. Eins er ég ekki sannfærður um að eitt flug manns sem er að sanna eigin sannfæringu segi mér nokkuð. Sérstaklega ekki þegar staðsetningin er ekki sú sama, því rétt eins og Gálgahraun er ekki Garðahraun þá er Hvassahraun ekki Kapelluhraun. Með sömu aðferð mætti sanna hve Vatnsmýrin væri ómögulegt flugvallarstæði með lendingartilraun í Breiðholtinu. En allt er hey í harðindum nema Hey babba lúlla she's my baby......

Hábeinn (IP-tala skráð) 26.6.2015 kl. 20:25

17 identicon

Það er munur á vindstyrknum eftir lofthæð.  Þó það sé kyrrt veður niður við jörðu þá er vindur í 10-20 metra hæð yfir jörðu.

Jóhannes (IP-tala skráð) 27.6.2015 kl. 18:47

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ef Hábeinn teldi rök sín gild og virðingarverð, mætti búast við að hann birti nafn sitt með. Mér segir svo hugur að hann standi nærri vinstri meirihlutanum  og telji sig verða talinn of hlutdrægan til að fullt mark verði tekið á.

Jón Valur Jensson, 28.6.2015 kl. 03:06

19 Smámynd: Alfreð K

Þú meinar „vinstri minnihlutanum“ líklega, alla vega það voru 70 þúsund undirskriftir gegn færslu flugvallarins, það hlýtur að vera Íslandsmet.

Alfreð K, 28.6.2015 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband