HAUKADALUR TILVALINN !

Heyri að Haukadalur í Dýrafirði sé tilvalinn fyrir olíuhreinsistöðina sem ég blogga um hér fyrir neðan. 1,2ja ferkílómetra hreinsistöðin mun fylla þennan fallega dal og valta yfir söguslóðir Gísla sögu Súrssonar og Hemma Gunn en það eru nú smámunir.

Þekki einn af eigendum húss í dalnum sem er ekki hrifinn af hugmyndinni. En auðvitað verður landið tekið eignarnámi vegna brýnna almannahagsmuna og olían keyrð þarna í gegn eins og álið annars staðar. Þetta er Ísland í dag eins og vinur minn Jón Ársæll er vanur að segja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Einhversstaðar verður þetta að vera ef það kemur.  Gísli Súrssonn er löngu dauður en Hemmi Gunn er "upprisinn".  Kannski er það táknrænt?  Þetta eru þó 500 störf.

Vilborg Traustadóttir, 19.4.2007 kl. 01:10

2 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Má líka setja þetta þannig upp og spyrja hvort megi td. byggja meira í Reykjavík, var ekki Ingólfur Arnarsson á röltinu þar ?

Ekki það að ég sé neitt sérstaklega meðmæltur þessari olíuhreynsunarstöð

Rúnar Haukur Ingimarsson, 19.4.2007 kl. 08:17

3 Smámynd: Þórir Kjartansson

Það er mjög líklegt, ef af þessu verður að einhverntíma verði þarna meiriháttar umhverfisslys.  Það fer ekki vel saman að hafa hundruð risaolíuskipa siglandi undir mestu fuglabjörgum Íslands. Hvað þá ef litið er til hvernig veður og sjólag getur verið undan ströndum Vestfjarða. 

Þórir Kjartansson, 19.4.2007 kl. 11:01

4 Smámynd: Stefán Stefánsson

Mér finnst þetta nú svolítið skrítin færsla hjá þér Ómar miðað við að þú sért í framboði og ætlast við að mark sé tekið á þér.
En þú mátt alltaf eiga það Ómar minn að þú ert skemmtilegur.

Annars held ég nú að þessi olíuhreinsistöð komi aldrei vegna þess að það hefur nú ekki alltaf verið hægt að stóla mikið á það sem rússarnir segja eins og var með súrálsæfintýrið sem átti að koma til Húsavíkur á sínum tíma.
Þar stóðst ekkert hjá rússunum, enda var þetta tóm þvæla frá upphafi.

Stefán Stefánsson, 19.4.2007 kl. 11:10

5 identicon

Það skiptir semsagt ekki máli að úr þessu fengjust hugsanlega 500 störf (þar af þónokkur sem krefjast háskólamenntunar) fyrir vestfirðina, byggðarlag sem er búið að fara ansi illa með undanfarin áratug. Ég er farinn að halda ómar að þú sjáir fyrir þér framtíðina með öllum íslendingum í reykjavík en landsbyggðina tóma, ekkert þar nema gras og grjót sem þú og þitt fylgdarfólk dýrkið meira en fólkið í landinu. Það er ekkert skrýtið við það að íslandshreyfingin hafi ekki nema 0,5% fylgi skv síðustu könnun ca. 1500 manns sem sagt þú, vinir þínir og örugglega eitthvað af lopapeysuklæddum "náttúruunnendum" sem hafa aldrei komið út fyrir 101.

matti (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 13:49

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sæll Matti, örlítill misskilningur þarna hjá þér.

Íslandshreyfingin mælist með 3,3% í síðustu könnun og er það örlítil hækkun frá síðustu könnun.  Hlutfallslega kannski svipuð hækkun og hjá D lista

Það sem vekur kannski mesta furðu í þessari könnun er skyndilegt stökk Samfó á kostnað VG.  Ef Samfylkingin bætir áfram eitthvað við sig væri það ekkert nema skandall ef Sjálfstæðisflokkurinn myndi fyrst reyna stjórnarmyndum með Framsókn sem er ekki með nema 5 þingmenn miðað við þessa nýjustu könnun.

En þetta kemur kannski olíuhreinsunarstöð lítið við?  Eða hvað?

Er það ekki einmitt verulega mikið hagsmunamál að fá inn grænni áherslur í hægri fylkinguna?  Þarf ekki virkilega að fara með varúð og taka ekki við hugmyndum frá mönnum sem virðast ekki hafa reiknað neitt í dæminu út nema mögulegan hagnað sinn af stöðinni?

Íslandshreyfingin mun gæta hagsmuna okkar allra ef þið felið henni traust ykkar á kjördag. Forysta Íslandshreyfingarinnar mun verða rödd meðalhófs og jarðtengingar á þingi.

Kjósum með hjartanu - setjum X við Í

Baldvin Jónsson, 19.4.2007 kl. 15:44

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Við skulum reyna að tala um þessi mál á eitthvað hærra umræðuplani. Er einhver svo illa innrættur að hann bara vilji alls ekki að fólk hafi vinnu? Hverskonar andsk. bull er þetta eiginlega? Er einhver stóriðja sett í gang án þess að þar sé vinna í boði?. Spurningin gæti verið um verksmiðju sem framleiddi eiturgas, jarðsprengjur eða eitthvað ámóta hugnanlegt. Alveg er ég sannfærður um að við Ómar Ragnarsson hefðum nokkuð svipuð viðhorf til þeirrar starfsemi og nokkuð viss um hitt að við ættum samleið þar með talsverðum fjölda fólks úr öðrum flokkum. Hin almenna pólitíska útlegging íslenskra athafnamanna á þessu máli væri auðvitað að við værum á móti því að fólk hefði vinnu!!!!!

Árni Gunnarsson, 19.4.2007 kl. 16:32

8 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Hverig er það eigilega, var ekki olíuhreinsunarstöð svo til

í miðri Köbenhavn, Pyrolyseværket paa Refshaleøen, 500

metra frá þar sem nú er íslenska sendiráðið og aldrei var

kvartað yfir neinu og engin mengun.

Leifur Þorsteinsson, 19.4.2007 kl. 22:00

9 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Ég bið Guð að hjálpa mér; Haukadalur af öllum stöðu. Nei, takk! Ég mun þá leggjast marflöt fyrir framan vinnuvélar og láta hlekkja mig við þær. Það skal aldrei verða. Efast ekki um að fleiri reglulegir dalbúar muni vera með í slíkum aðgerðum. Hann Siffi minn og hún Unnur blessunin í Húsatúni með Hemma í fararbroddi, þau í skólanum og á Sæbóli. Nú eða allur skari afkomendana í Miðbæ sem ekki eru svo fá og Hallarafkomendur. Og náttúrulega allt mitt slekti. Og ef ég þekki mína frændur og frænkur rétt mun ekki vera valtað yfir þennan fallegasta stað á Íslandi. Kemur ekki til greina.

Forvitna blaðakonan, 21.4.2007 kl. 23:59

10 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Guðmundur Jónsson..  "Hvar á að fá 500 manns í verksmiðjuna??" 

Þetta er nú eins og með hrakspárnar varðandi Fjarðaál, þar áttu engir að vinna nema aðfluttir Pólverjar, sem væru fluttir á milli loftleiðina í sín úthöld.....

En það hvort að Haukadalur sé staðurinn fyrir Olíhreinsistöð, það er svo allt annað mál....

Eiður Ragnarsson, 22.4.2007 kl. 03:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband