Og alltaf verðum við jafn hissa.

Svartir sandar, fjörur, urðir og hraun hafa ekki verið í miklum metum hjá okkur Íslendingum. 

"Bleikir akrar og slegin tún", þau fleygu orð Gunnars á Hlíðarenda hafa túlkað það mat okkar að gróðursnauð náttúra sé einskis virði og jafnvel óæskileg. 

Lonly Planet er ekki bara eitthvað erlent nafn á litlu fyrirtæki, heldur nafn eins virtasta fyrirtækis heims sem sérhæft hefur sig í ferðamennsku og áhugaverðum stöðum og svæðum. 

Það þarf talsvert til að íslensk fjara komist í hóp fimm bestu stranda Evrópu, og eitt er víst, að til þess þarf eitthvað sérstakt þegar litið er til þeirra hundruða ef ekki þúsunda fjara í álfunni, sem þarf að meta til að komast að svona niðurstöðu. 

Fyrir tæpum aldarfjórðungi taldi breskur blaðamaður, sem dvaldi hér yfir hátíðirnar, íslenska skafrenninginn eitt það allra merkilegasta sem hann hefði upplifað á áratuga ferðum sínum um allan heim. Við urðum mjög hissa. 

Tunglfararnir fóru inn í hina gróðurvana Öskju 1967. Við urðum mjög hissa. 

Þekkt erlent fólk er að lýsa hrifningu sinni á fyrirbærum úti í íslensku víðáttunni sem gerir okkur jafn hissa í hvert sinn sem einhver segir slíkt. 

Í okkar huga hafa Hallormsstaðaskógur og Vaglaskógur verið efst á blaði í íslenskri náttúru, - ekki eitthvert grjót, urð og sandar uppi á auðnum hálendins.

Erlent ferðafólk hefur dásamað rok og rigningu sem það hefur lent í sem einstæða upplifum, til dæmis saltrok, helliregn og haugabrim við Reykjanetá, og í hvert sinn höfum við orðið mjög hissa.  

Og hafi verið eða séu einhver gróðursæl svæði eins og vinjar á hálendinu í skjólsælum dölum, hefur þótt brýn nauðsyn til að sökkva þeim sem fyrst undir "snyrtileg" miðlunarlón virkjana og segja samt að einungis hafi verið sökkt óæskilegum og ljótum söndum, urðum og melum. 


mbl.is Reynisfjara 5. besta strönd Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og eins og venjulega þá breytist lítill ferðabókaútgefandi í --eitt virtasta fyrirtæki heims sem sérhæft hefur sig í ferðamennsku og áhugaverðum stöðum og svæðum-- við það eitt að setja Íslenska fjöru á lista. Og enginn varð hissa.

Hábeinn (IP-tala skráð) 26.6.2015 kl. 16:04

2 identicon

Lítill ferðabókaútgefandi? Ja, nú held ég að Brad Kelley verði hissa:
https://en.wikipedia.org/wiki/Lonely_Planet

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 26.6.2015 kl. 17:43

3 identicon

Þetta fyrirtæki keypti þessi Brad Kelley 2013 fyrir jafnvirði um 15% af verðmæti HB Granda eða svipað og 4 togarar kosta. Og hjá því starfa jafn margir og starfa á Öldrunarheimili Akureyrar.

Hábeinn (IP-tala skráð) 26.6.2015 kl. 19:04

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er samt merkilegt.  Jú, þeir benda á að fjaran sé vissulega andstæða margra annara sternda varðandi hita o.þh.

En náttúran sé alveg einstök.  Og þá er svo athyglisvert hvað þeir sjá.  Þeir sjá náttúruna sem listaverk, má segja, og í þessu tilfelli finnst þeim náttúran goðsagnakennd og finnst trölla og vættasögurnar hinar merkilegustu. 

Dranginn sem sést fremst á myn hjá þeim ber líka viss tröllaeinkenni ef grant er skoðað.  Þetta sjá útlendingar.  Og finnst fagurt og merkilegt.

http://images-resrc.staticlp.com/S=W748/O=75/http://www.lonelyplanet.com/travel-blog/tip-article/wordpress_uploads/2015/05/shutterstock_269802155.jpg

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.6.2015 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband