25 risaálver?

Á undanförnum vikum hefur mátt sjá í blöðum lofgreinar um stóriðjustefnuna, þar sem tíunduð hafa verið þau beinu störf og tengdu störf, sem hefur verið hægt að skrifa samtals á áliðnaðinn.  Var gumað mikið af á hátt í tvö þúsund störf í álverunum sjálfum og öðru eins í tengdum störfum. 

En þrátt fyrir þessar tölur er aðeins um að ræða um 1% af vinnuafli þjóðarinnar hvað varðar beintu störfin og um 2% ef miðað er við samtals bein störf og tengd störf. 

Ekki hafa sést slíkar dýrðaróðsgreinar varðandi ferðaþjónustuna, sem ekki einasta skapar margfalt fleiri störf, heldur er hægt að skrifa nær alla fjölgun vinnandi fólks síðustu árin á hana og uppganginn í henni. 

Það er verið að tala um allt að tíu þúsund ný störf, en það er álíka margt fólk og fengi vinnu í 25 risaálverum eða álíka margt fólk og fengi vinnu samanlagt í tengslum við álverin, ef bætt yrði við tengdum störfum, sem ævinlega er viðkvæðið þegar talað er um álverin en yfirleitt ekki nefnt varðandi aðrar atvinnugreinar.

Slík tvöföldun er hæpin því að þetta fyrirbæri á við allar atvinnugreinar og ef þær krefðust allar svona útreiknings myndu þær samanlegt skapa næstum hálfa milljón starfa hjá 330 þúsund manna þjóð!  


mbl.is Flestir í ferðaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ferðamannaiðnaðurinn er svo arðbær að Spánverjar, Grikkir og Portúgalar sjá vart sólina fyrir peningahrúgum.

Hábeinn (IP-tala skráð) 30.6.2015 kl. 13:36

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á fjórða ársfjórðungi 2014 voru 185.700 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaðnum hér á Íslandi, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness.

Og álverin hér á Íslandi eru ekki að fara úr landi, enda orkuverðið lágt til stóriðju.

Þorsteinn Briem, 30.6.2015 kl. 14:46

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ferðaþjónustan hefur vaxið mikið hér á Íslandi undanfarin ár meðal annars vegna þess að gengi íslensku krónunnar var alltof hátt og ekki innistæða fyrir þessu háa gengi.

23.3.2015:

"Árið 2001 spáði Vil­hjálm­ur Bjarna­son þingmaður og þáver­andi sér­fræðing­ur hjá Þjóðhags­stofn­un því að hingað til lands myndi koma um ein millj­ón ferðamanna árið 2016 ... en tal­an fékkst meðal annars með því að fram­reikna þá fjölg­un sem varð á ferðamönn­um milli ár­anna 1990 og 2000."

Spá­in reynd­ist nærri lagi

Þorsteinn Briem, 30.6.2015 kl. 14:48

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stóriðjan þarf gríðarmikla raforku og stóriðjufyrirtæki verða einungis á örfáum stöðum á landinu.

Ferðaþjónusta er hins vegar í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.

Þar að auki eru langflest fyrirtæki í ferðaþjónustunni hér á Íslandi einkafyrirtæki, sem Sjálfstæðisflokkurinn talar sífellt um af mikilli lítilsvirðingu, eins og mörg önnur einkafyrirtæki hér, til að mynda alls kyns þjónustufyrirtæki.

Þorsteinn Briem, 30.6.2015 kl. 14:52

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auknar fjárveitingar ríkisins nú til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.

27.11.2014:

Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar

Þorsteinn Briem, 30.6.2015 kl. 14:57

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekkert gert til að skapa þennan hagvöxt, heldur þvert á móti gapað af mikilli lítilsvirðingu um ferðaþjónustu hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 30.6.2015 kl. 14:58

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

CCP á Grandagarði í Reykjavík seldi árið 2009 útlendingum áskrift að Netleiknum EVE Online fyrir um 600 milljónir króna á mánuði sem myndi duga til að greiða öllum verkamönnum í öllum álverunum hér á Íslandi laun og launatengd gjöld.

Þorsteinn Briem, 30.6.2015 kl. 15:05

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Álverin greiða einungis brot af þeim sköttum sem fyrirtæki greiða hér á Íslandi og meðallaun í álverum hér eru lægri en í ferðaþjónustunni, eins og undirritaður hefur margoft sýnt hér fram á.

Mikil meirihluti skatta fyrirtækja og einstaklinga kemur frá höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal þjónustufyrirtækjum og þeim sem þar starfa, enda er þar mikill meirihluti fyrirtækja og einstaklinga.

Til að reisa hér virkjanir tekur Landsvirkjun lán erlendis, þannig að tugmilljarða króna vextir af þeim fara árlega til lánastofnana erlendis sem erlendur gjaldeyrir.

Þar að auki þurfa álfyrirtækin hér, sem eru í eigu erlendra fyrirtækja, að kaupa gríðarlegt magn af súráli í erlendum gjaldeyri til sinnar framleiðslu.

Þorsteinn Briem, 30.6.2015 kl. 15:07

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök iðnaðarins:

"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til í landinu á árunum 1990-2004 sköpuðust vegna hátækni.

Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi..

Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.

Í hátækni eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.

Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.

Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu, einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu en um 70% eru flutt úr landi."

Þorsteinn Briem, 30.6.2015 kl. 15:09

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2013 varð ferðaþjónustan stærsti útflutningsatvinnuvegurinn hér á Íslandi.

30.12.2013:

Níu þúsund starfa í ferðaþjónustunni hér á Íslandi allt árið og þeim fjölgar um nokkur þúsund á næstu árum


Og árið 2012 voru útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja samtals 238 milljarðar króna.

Þorsteinn Briem, 30.6.2015 kl. 15:11

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness, og á vef félagsins er tekið sem dæmi að starfsmaður, sem unnið hefur í sjö ár hjá Norðuráli, hafi fengið 308.994 króna mánaðarlaun í nóvember 2010.

12. 6.2008
:

"Á vefsíðu Fjarðaáls kemur fram að meðallaun framleiðslustarfsmanna eru tæpar 336 þúsund krónur á mánuði, með innifalinni yfirvinnu, vaktaálagi og fleiru."

Þorsteinn Briem, 30.6.2015 kl. 15:23

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt launakönnun VR, sem gerð var í ársbyrjun 2009 og tæplega ellefu þúsund manns svöruðu, voru heildarmánaðarlaun á hótelum, veitingahúsum og ferðaskrifstofum 362 þúsund krónur, í samgöngum á sjó og landi og flutningaþjónustu 377 þúsund krónur og flugsamgöngum 391 þúsund krónur.

(Og í matvæla- og drykkjariðnaði voru heildarmánaðarlaunin 391 þúsund krónur, lyfjaiðnaði 411 þúsund krónur, ýmsum iðnaði og byggingastarfsemi 441 þúsund krónur, byggingavöruverslunum 363 þúsund krónur og stórmörkuðum, matvöruverslunum og söluturnum 352 þúsund krónur.)

Félagssvæði VR
nær yfir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar, Álftaness, Kjósarhrepps, Akraness og nágrennis, Húnaþings vestra, alls Austurlands og Vestmannaeyja.

Launakönnun VR 2009 - Grunnlaun, heildarlaun og vinnutími á hótelum, veitingahúsum, ferðaskrifstofum, í samgöngum á sjó og landi, flutningaþjónustu og flugsamgöngum, bls. 23-25

Þorsteinn Briem, 30.6.2015 kl. 15:24

16 identicon

Ómar hvað stóra upphæð skenkti Landsvirkjun þér við gerð áróðursmyndar þinnar

Áróður þinn gegn viñu í stóriðju er forkasfanlegur,en reyndar eðlilegur hjá þeim sem hefur varið megninu af æfini á framfæri fólksins sem vinnur þessi skítugu störf í iðjuverum fiski sjómeñsku ofl.Hvað hefur þú oft hafnað svörtum greiðslum fyrir auka vinnu þína,eða farið framá slíkar greiðslur?

Prf Vandráður (IP-tala skráð) 30.6.2015 kl. 20:09

17 identicon

Steini Briem er stöķbreitt mús

Með heila líkt og lítil lús

Huxar ekki mikið um hús

Enda bara húsamús.

Prf Vandráður (IP-tala skráð) 30.6.2015 kl. 20:16

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sem sagt, ekkert málefnalegt frá Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum frekar en fyrri daginn.

Þorsteinn Briem, 30.6.2015 kl. 20:31

19 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Flott upptalning hjá ykkur. Allt gríðarlega gott.

Og ekki má gleyma því að við höfum lægsta orkuverð í Evrópu.

Það sýnir okkur að stefnan í orku og virkjanamálum hefur komið vel út.

Að sjálfsögðu verðum við alltaf að semja um verð til stóriðju, sem stenst samkeppni á markaðnum á hverjum tíma.

Fyrst, þegar við byrjuðum á orkusölu til stóriðju, vorum við að sjálfsögðu viðvaningar.

Þrátt fyrir það, varð það að gera, framkvæma, vinna og eiga orkuverin okkur til mikilla hagsbóta.

Steini Briem, þú ert málafylgju maður mikill.

Kynntu þér "Kreppufléttuna" hans Tómasar Jefferssonar,

Thomas Jefferson sagði okkur þetta allt saman.  

 Kreppufléttan, endurtekið

000

Krónan, Skrippið hans Benjamins Franklins og uppganginn í nýlendunum og hvernig allt fór á versta veg, þegar bankamenn Bretlands fengu Breska þingið og konunginn til að banna krónuna, það er skrippið.

Upp úr því komu frelsisstríðin, okkur hefur verið talin trú um að tetollurinn hafi komið frelsisstríðinu á stað.

En það voru fjármálin, árás Breta á skrippinn og að þeir bönnuðu notkun á skrippinu.

Bretar sendu svo helmingi of lítið af Breskum peningum.

Þá leið ekki á löngu þar til að sama ástand var komi í nýlendunum og í London.

Allt varð fullt af betlurum og flækingum í nýlendunum.

Paper money  ----

Central-banks ----

Þú ert einhver sá besti og getur haft áhrif á skilninginn á peningunum, peningabókhaldinu.

Gangi ykkur allt í haginn.

Egilsstaðir, 30.06.2015  Jónas Gunnlaugsson

 

Jónas Gunnlaugsson, 30.6.2015 kl. 20:33

20 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta hefur verið upplýst áður en skal gert einu sinni enn. Landsvirkjun gerði níu "áróðursmyndir" um Kárahnjúkavirkjun og greiddi þeim sem þær gerði 56 milljónir. 

Ekki ein sekúnda í þeim myndum sýndi svæðið, sem átti að sökkva. 

Landsvirkjun er í eigu allra landsmanna og á þeim forsendum sendi ég bréf og bað um hliðstæðan styrk til að gera mynd af því landi, sem ætti að sökkva. 

Landsvirkjun veitti mér 8 milljónir króna til að gera þessa "áróðursmynd". 

Vegna hennar fór ég alls um 100 ferðir frá Reykjavík austur og upp á hálendið bæði að vetri og sumrir og afraksturinn er myndefni, sem aldreif aftur verður hægt að taka en margir, þeirra á meðal fyrirspyrjandinn, vílja áreiðanlega að verði aldrei sýndar og helst eyðilagðar. 

Til að róa fyrirspyrjanda get ég huggað hann með því að hugsanlega verður þessi "áróðursmynd" aldrei sýnd eða minnsta kosti ekki meðan ég lifi.

Myndin Framtíðarlandið kostaði 60 milljónir og myndasería Landsvirkjunar 56 milljónir á þessara ára verðlagi. 

Ég harma ef það veldur fyrirspyrjanda hugarangri að 8 milljónir skyldu fara í það að taka þetta myndefni. 

Ómar Ragnarsson, 30.6.2015 kl. 21:45

21 identicon

Orkuboltinn Steini stuð

stígur ekki í vitið

í munni er með lítið snuð

afritar ansi mikið.

Myndaniðurstaða fyrir smiling dog

Sig. Breik (IP-tala skráð) 1.7.2015 kl. 08:46

22 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta er þörf ábending hjá Ómari, fyrir utan það hvað störfin í ferðaþjónustu eru mikið meira gefandi.

Magnús Sigurðsson, 2.7.2015 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband