OLÍUHREINSISTÖÐINA Á REYÐARFJÖRÐ !

Júlíus Sólnes upplýsir í útvarpinu í kvöld að fyrir tíu árum hafi eina leiðin til að fá olíuhreinsistöð til Íslands verið sú að hafa hana á Austfjörðum því að siglingaleiðin vestur fyrir Vestfirðí væri alltof löng. Upplýsingum Júlíusar ber alls ekki saman við upplýsingarnar sem nú er veifað. Júlíus segir útblástursmengun olíuhreinsistöðvarinnar slaga upp í álver en þeir sem nú vilja reisa olíuhreinsistöð vestra  segja hana vera miklu minni.

Júlíus, sem er fyrrverandi umhverfisráðherra, segir ekkert rými innan Kyotobókunarinnar fyrir hreinsistöðina vegna fyrirferðar álveranna sem menn dreymir um að reisa hér á landi. 

En þetta getur varla verið vandamál. Í upphafi átti að nægja að reisa 120 þúsund tonna álver í Reyðarfirði en síðan var það þrefaldað. Í samræmi við það hvernig hugmyndirnar um svona starfsemi blása út er alveg gráupplagt að reisa olíuhreinsitöðina eystra ef niðurstaðan verður sú að Vestfirðingar sitji eftir með sárt ennið.

Síðan má viðra nýja verksmiðjuhugmynd fyrir Vestfirðinga kortéri fyrir kosningar 2011.     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörleifur Guttormsson

Sæll Ómar.

Þessi hugmynd um olíuhreinsunarstöð er gömul lumma, kynnt lauslega fyrir 10 árum. Upplýsingar um málið þá og nú eru á heimsíðu minni www.eldhorn.is/hjorleifur Losun gróðurhúslofts frá 8 milljón tonna olíuhreinsunarstöð væri að lágmarki 700 þúsund tonn á ári, jafn mikil og frá öllum samgöngum hérlendis. Halda mætti að hugmyndir um þetta nú væru sóttar til Spaugstofunnar. - Reynt er að koma losun frá álbræðslum undir "íslenska ákvæðið" í Kyótóbókuninni og þá út á "endurnýjanlega orku". Það gengi hins vegar aldrei með þessa olíustóriðju. Vestfirðingar verða fljótir að sjá í gegnum þetta sjónarspil stjórnarflokkanna.

Bestu kveðjur                                     Hjörleifur

Hjörleifur Guttormsson, 20.4.2007 kl. 19:40

2 identicon

Ómar finnst þér það vera hlutverk stjórnmálamanna, sem almennt hvorki hafa reynslu né þekkingu á viðskiptum, fyrirtækjarekstri og allra síst þegar um stór og sérhæfð verkefni er að ræða eins og hér, að skipta sér af að öðru leyti en því að farið sé að lögum og reglum?   Ég efast reyndar um að þú sért á þeirri skoðun.   Hins vegar veit ég að  Hjörleifur Guttormsson er á þeirri skoðun, því hann stofnaði á sínum tíma fabriku í 100% eigu ríkisins (Kísilmálmverksmiðjuna) fyrir austan og ætlaði að virkja Eyjabakka til að sækja orkuna.   Vonandi fáum við ekki slíka bessivissera að völdum hérlendis oftar.

Eftir því er ég best veit, þá hefur ríkisstjórn Íslands ekkert komið nálægt þessu olíuhreinsistöðvarmáli, þannig að það er hrein lygi hjá Hjörleifi.

Bjarni M. (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 21:56

3 identicon

Ómar finnst þér það vera hlutverk stjórnmálamanna, sem almennt hvorki hafa reynslu né þekkingu á viðskiptum, fyrirtækjarekstri og allra síst þegar um stór og sérhæfð verkefni er að ræða eins og hér, að skipta sér af að öðru leyti en því að farið sé að lögum og reglum?   Ég efast reyndar um að þú sért á þeirri skoðun.   Hins vegar veit ég að  Hjörleifur Guttormsson er á þeirri skoðun, því hann stofnaði á sínum tíma fabriku í 100% eigu ríkisins (Kísilmálmverksmiðjuna) fyrir austan og ætlaði að virkja Eyjabakka til að sækja orkuna.   Vonandi fáum við ekki slíka bessivissera að völdum hérlendis oftar.

Eftir því er ég best veit, þá hefur ríkisstjórn Íslands ekkert komið nálægt þessu olíuhreinsistöðvarmáli, þannig að það er hrein lygi hjá Hjörleifi.

Bjarni M. (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 21:59

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Það er alveg ljóst að ef af svona löguðu verður, verður starfsemin að koma með kvóta með sér, eða kaupa losun af Kolviði sem dæmi. Reyndar verður að gæta þeirrar sanngirni að hægt er að koma í veg fyrir talsverðan hluta losunarinnar með því að nýta íslenskt endurnýjanlegt rafmagn í stað gastúrbínurafmagns. En svona starfsemi losar gróðurhúsalofttegundir, það er ljóst.

Man eftir því þegar ég heimsótti olíuhreinsistöðina við Tönsberg í Noregi að þar stóð á plakati að stöðin losaði jafn mikla olíu í hafið og tvígengismótor á skemmtibát. En menn skulu ekki vanmeta það sem Júlíus Sólnes bendir réttilega á með siglingaleiðirnar. Ísmálin þarf einnig að hafa í huga.

Gestur Guðjónsson, 21.4.2007 kl. 00:29

5 identicon

Eitt af því sem ég skil ekki Ómar. Hvar á að hreinsa olíuna á flugvélarnar sem eiga að fljúga á Vestfirði?
"Hreint bensín" fyrir "Fagra Ísland". Hvar er "skítuga landið" sem á að hreinsa skítugu olíuna í?

Kveðja, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband