8.7.2015 | 16:09
Miklum öðrum möguleikum en hóteli er fórnað.
Þar sem nú á að reisa hótel rak öndvegissúlur Ingólfs Arnarsonar á land eftir að hann hafði hent þeim fyrir borð rétt fyrir utan.
Líklega hefur farið fram helgiathöfn þarna þar sem heimilisguðir Ingólfs í súlunum, friðmæltust við landvættina og súlurnar síðan hafðar í eldhúsi hans og afkomenda hans.
Þarna væri upplagt að hafa aöstöðu til minningar um þetta og sérstaka hátíð á hverju ári.
Víkingasafn Íslands er núna í Reykjanesbæ, okkur Reykvikingum til háðungar fyrir það að vanrækja þennan merka þátt forsögu okkar á skammarlegan hátt.
Til Reykjavík sigldu Ingólfur, Danakonungar og Halldór Laxness. Ekkert merkilegt hefur komið á land í Keflavík, ekki einu sinni Svartidauði.
Hafnargarðurinn verði varðveittur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvaða hótel ertu að gapa hér um, Ómar Ragnarsson?!
"Til stendur að reisa þar verslunar- og íbúðarhúsnæði.
Þá á að grafa bílakjallara á reitnum sem verður í heildina 1.000 fermetrar."
Hins vegar verður hótel og fleiri byggingar við Austurbakka á milli Geirsgötu og Hörpu, sem einnig er stór óbyggður reitur.
Styttan af Ingólfi Arnarsyni er mikil prýði á Arnarhóli en ekki hefur undirritaður séð þar styttu af eiginkonu hans, sem væntanlega var hér einnig landnámsmaður.
Keflavík er einnig í landnámi Ingólfs og þar að auki er Reykjavíkurhöfn gríðarstór, þannig að þar geta menn einnig verið með víkingasafn og öndvegissúlur í eldhúsi sínu.
Þorsteinn Briem, 8.7.2015 kl. 17:10
Kom e,kert til Keblavíkur,hvað með HERINN, ertu að ebna til hrepparígs
Prf Vandráður (IP-tala skráð) 8.7.2015 kl. 19:21
Þorsteinn Briem, 8.7.2015 kl. 21:29
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 8.7.2015 kl. 23:45
http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2015/07/03/nytt_hotel_i_laekjargotu_arid_2018/
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 8.7.2015 kl. 23:54
Þorsteinn Briem, 9.7.2015 kl. 00:10
Og þetta hús, Lækjargata 12, verður rifið og hótel byggt á grunninum undan því og bílastæðunum sitt hvoru megin við það. Í annað þeirra er nú grafið eftir fornleifum og til þess graftar vísar ÓR í pistli sínum.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 9.7.2015 kl. 00:26
Síðastliðinn föstudag:
"Teiknistofan Gláma-Kím varð hlutskörpust í samkeppni Íslandshótela og Minjaverndar vegna nýs hótels í Lækjargötu í Reykjavík. Stefnt er að því að opna hótelið fyrir sumarið 2018."
"Fram kom í Morgunblaðinu 20. nóvember síðastliðinn að fulltrúar Íslandsbanka annars vegar og Íslandshótela og Hafnareyjar, dótturfélags Minjaverndar, hins vegar hefðu skrifað undir kaupsamning vegna Lækjargötu 12. Þar var Íslandsbanki lengi með útibú."
Nýtt hótel í Lækjargötu
Þorsteinn Briem, 9.7.2015 kl. 00:27
Herinn kom ekki "í land" í Keflavík, heldur í Reykjavík. Ég er að tala um hafnirnar ef einhverjum skyldi hafa sést yfir það. Og ég er að tala um að ekkert verði við Reykjavíkurhöfn sem sæmir því að þar skuli hið merka upphaf landnáms Íslands hafa farið fram.
Ómar Ragnarsson, 9.7.2015 kl. 08:36
Ég tek ofan fyrir Keflvíkingum að hafa drifið sig í að gera það sem Reykvíkingar hefðu átt að vera búnir að gera fyrir löngu.
Ómar Ragnarsson, 9.7.2015 kl. 08:38
Það væri nú alveg í stíl við íslenska minjavernd að endurbyggja þennan hafnargarð einhvers staðar annars staðar. Í Fossvogi til dæmis.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.7.2015 kl. 08:57
Reykjavíkurhöfn er gríðarstór og við höfnina eða skammt frá henni getur að sjálfsögðu verið víkingasafn, eins og til að mynda Sjóminjasafnið og "stærsta hvalasýning í Evrópu" á Granda.
Víkingasafn getur að sjálfsögðu verið í einkaeigu.
Þorsteinn Briem, 9.7.2015 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.