Eins og það sé ekkert rafmagn nema á suðvesturhorninu.

Ástandið í rafbílamálum hér á landi minnir helst á allra fyrstu árin sem bensínknúnu bílarnir voru. 

Um þeið og komið var út fyrir Reykjavík kom babb í bátinn vegna eldsneytisleysis. 

Þegar Berta Benz fór í fyrstu utanbæjarferð bílasögunnar, sem var aðeins 106 kílómetrar, bjargaði það henni á leiðinni og komast í apótek þar sem hægt var að fá vökva sem gæti knúið hreyfilinn. 

Álíka mikil örvænting og hjá róna, sem þarf kogga þegar í stað. 

Í ferðinni biluðu hemlarnir og þá fann Berta upp hemlaklossana. 

Segjum að rafbílar væru búnir að vera einráðir hér á landi og fyrstu bensínknúnu bílarnir væru fluttir inn. Þá myndu menn fórna höndum og segja, það er hundraða milljarða dæmi að búa til dreifikerfi bensíns svo að það er eins gott að gera ekkert. 

Á 21. öldinni, fyrr eða síðar, mun jarðefnaeldsneyti syngja sitt síðasta.

Því fyrr sem þjóð sem á nóg af orku í auðlindum landsins til að knýja bíla áttar sig á því og gerir eitthvað, því betra. Þar að auki er eðli rafbílanna þannig að flotinn er að mestu leyti hlaðinn orku á næturnar þegar önnur orkunotkun er minnst.  


mbl.is Þrándur í Götu rafbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Síðastliðinn miðvikudag:

Þróa mun lang­dræg­ari Nissan Leaf

Þorsteinn Briem, 11.7.2015 kl. 15:41

3 identicon

Samkvæmt nýjasta blaði frá  FÍB þá tekur 11 klst að hlaða

og rándýrar hraðhleðslustöðvar þurfa 32 amper = 2 venjulegar heimtaugar

Grímur (IP-tala skráð) 11.7.2015 kl. 16:05

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.9.2013:

""Við hjónin látum okkur ekki muna um að skreppa frá Reykjavík austur á Flúðir og það kostar aðeins 200-kall," segir Halldór Jónsson húsgagnabólstrari og Nissan Leaf-eigandi.

[Kostnaðurinn er því um tvær krónur á kílómetra.]

"Áður var þetta eldsneytiskostnaður upp á 5-6 þúsund krónur fram og til baka.

Eystra hleð ég bílinn yfir nóttina og þar er ég bara með 16 ampera öryggi en bíllinn er tilbúinn um morguninn.

Heima
er ég hins vegar með hleðslustöð sem hleður rafgeyminn á 2½ klukkustund," segir Halldór Jónsson."

Kostar 200 krónur að aka Nissan Leaf frá Reykjavík austur á Flúðir

Þorsteinn Briem, 11.7.2015 kl. 17:13

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári, eða 30 kílómetrar á dag.

"Every US specification Nissan LEAF is backed by a New Vehicle Limited Warranty providing: [...] 96 months (í átta ár)/100,000 miles (eða 161 þúsund km.) Lithium-Ion Battery coverage (whichever occurs earlier)."

Og miðað við 11 þúsund kílómetra akstur á ári tekur um fimmtán ár að aka 161 þúsund kílómetra.

Þorsteinn Briem, 11.7.2015 kl. 17:18

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári og því er raforkukostnaður vegna rafbílsins Nissan Leaf þar um 22 þúsund krónur á ári, þar sem kostnaðurinn er um tvær krónur á kílómetra.

Meðalstórt heimili í Reykjavík notar hins vegar um fjögur þúsund kWst raforku fyrir um 70 þúsund krónur á ári.

Raforkukostnaður vegna rafbílsins er því minni en þriðjungur af þeim kostnaði.

Raforkunotkun íslenskra heimila - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 11.7.2015 kl. 17:23

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hefðbundnar bifreiðar nota mikið af rafbúnaði sem knúinn er af sprengihreyfli en honum fylgir margvíslegur og flókinn búnaður og mengunarskapandi útblástur.

Rafmótorinn hefur hins vegar einungis fáeina hreyfanlega hluti í stað hundruða.

Í rafbíl eru slitfletir margfalt færri og hitamyndun minni, sem skilar sér í lengri endingu.

Rafmótor þarf minna viðhald en hefðbundin bílvél
sem þarfnast olíu- og síuskipta, kertaskipta, ventlaskipta, tímareimaskipta, pústviðgerða, viðhalds á vatnsdælu, eldsneytisdælu, rafal og öðru sem fylgir flóknum sprengihreyfli.

Þorsteinn Briem, 11.7.2015 kl. 17:25

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jafnræðisregla íslensku stjórnarskrárinnar bannar ekki lægri gjöld á rafbílum en bensínbílum.

Jafnræðisreglan bannar hins vegar mismunun á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða.

23.12.2014:

"Í flestum löndum Evrópu eru lítil eða engin gjöld á Nissan Leaf og víða greiðir hið opinbera kaupendum fasta upphæð við kaup á svo vistvænum bíl."

Gott ár Nissan Leaf

Þorsteinn Briem, 11.7.2015 kl. 17:32

12 identicon

Rafbílar

Þar sem er 3.fasa heimtaug eru engin vandamál að setja upp hleðslustöð fyrir rafbíla.

Sjálfsagt yrði það ekki frítt, búnaðurinn kostar sitt en orkan lítið.

 

Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 11.7.2015 kl. 17:42

13 identicon

Á 21. öldinni, fyrr eða síðar, mun jarðefnaeldsneyti syngja sitt síðasta. Ekki er þar með sagt að sprengi eða bruna hreyfillinn muni syngja sitt síðasta. Eldsneyti má vinna úr ýmsu öðru en jarðefnum.

Þó rafbílar séu hentug lausn fyrir Íslendinga, lækki verð á þeim verulega, þá er það ekki svo fyrir stærstan hluta heimsbyggðarinnar. Því er fyrirsjáanlegt að þrátt fyrir einhverjar framfarir þá mun rafbíllinn tæplega ná þeim vinsældum að hann geti orðið hagkvæmur kostur. Drægni og hleðslutími eru bara tveir gallar sem bætast við háan kostnað. Ríkisstyrkir og niðurfellingar á gjöldum getur ekki gengið til lengdar nema um fáa bíla sé að ræða.

Hábeinn (IP-tala skráð) 11.7.2015 kl. 17:59

14 identicon

Væri alveg upplagt að taka núna næst td Staðarskála, Dalvík Akureyri, Húsvík,Grindavík, Hveragerði, Selfoss og Flúðir. þarna væri strax búið að gera nokkuð vel. Nú og ef vel gengur þá má fara að setja inn fleiri staði víðar um landið..

ólafur (IP-tala skráð) 11.7.2015 kl. 18:05

15 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Ómar,

Ég skil ekki af hverju þetta er svona mikið mál að skella upp rafhleðslustöðvum á bensínstöðum - bara í smáfjarlægð frá dælunum;)  

Menn hér láta eins og þetta sé eitthver stórmál.  Hleðsla á flestum rafbílum hér í Bandaríkjunum er gerð á 110V og 16amp.  Tekur 10-12 tíma eða svo.  Sumir setja upp 240V tengingu eins og er vanalega notuð hér fyrir þurrkara og eldavélar og þá með 30amp og þá tekur þetta 4-5 tíma.  Hleðslustöðvar eru allt annað mál, þar sem þær "hrað-hlaða" á ca 30 mínútum.  Svo hafa skotið sér upp skitpistöðvar þar sem er einfaldlega skipt um batterí.  Tesla hefur kynnt skiptitækni sem gerir kleift að skipta um batterí á innan við 90 sekúndum.  

Að halda að þetta sé eitthver mál á Íslandi er tómt rugl.  Nissan er að kynna tækni sem gerir bílum kleift að ná 500 mílum (7-800km) á hleðslu.  Tækni í rafhlöðum hefur líka fleygt fram og það eru tilraunir með rafhlöður sem geta fullhlaðist á nokkrum mínútum.  Volvo hefur fundið upp tækni sem gæti gert kleift að gera boddýið sjálft að rafhlöðu, þannig að ekki þurfi að notast við sérstakar rafhlöður og spara þannig verulega í þyngd. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 11.7.2015 kl. 18:16

16 identicon

Ef bensínstöðvar eða einhverjir aðrir sæu minnstu hagnaðarvon í að setja upp hleðslustöð þá mundi það vera gert hið snarasta

En meðan þetta á bara að greiðast með hærri sköttum á okkur hin - þá nei takk

Grímur (IP-tala skráð) 11.7.2015 kl. 19:03

17 identicon

Þegar rafbílum fjölgar og rukkað verður 2000 kall fyrir hleðsluna munu hleðslustöðvar spretta upp allan hringinn. Rekstur og uppsetning þeirra verður ekki góðgerðarstarfsemi.

Vagn (IP-tala skráð) 11.7.2015 kl. 20:09

18 Smámynd: Sigurður Antonsson

Fróðlegar netsamræður. Nýi tíminn? Margir munu eflaust fresta kaupum á bíl og nota gamla gripinn þar til Volvo eða Nissan koma með bíl fyrir 250-500 km hleðslu. Þróunin er svo ör að þeir sem vilja stofna rafkaffi á hringveginum ættu að staldra við og spyrja spurninga.

Gaman að heyra viðhorf Arnórs frá Bandaríkjunum hér og á hans bloggi. Í USA eru menn fljótir að tileinka sér nýja hætti og afleggja gamla. Hann vill meina að það taki styttri tíma að sækja um amerískan ríkisborgararétt, en að bíða eftir sambandi við íslenska "vegabréfasendiráðið" í Washington DC. Ráðleggur okkur að nota póstinn og netið? 

Ef boddýið í Volvo verður hluti af rafhlöðu þá er ekki langt að bíða þess að rafflugvélar verði að veruleika. Vængirnir gætu verið með sólarrafhlöður úr Helguvík til að létta flugið. Hver veit nema maður eigi eftir að fljúga í rafflugu á Sauðárflugvöll og Söngshofsdal.

Sigurður Antonsson, 11.7.2015 kl. 22:49

19 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Tja heimtaugin hjá mér er 3ja fasa og munar ekkert um 20 KW svo ég veit nú ekki hvernig 32 amper getur verið vandamál. Eldavél og ofn er með 20-25 ampera öryggi í standard íbúð.

Ég er alveg sammála Ómari, þetta er hálf hjákátlegt til þess að gera, með rafmagn um allt land (meira að segja á hverri einustu bensínstöð). Það að nota það ætti að vera jafn einfallt og að skrúfa frá þvottakústinum.

Sindri Karl Sigurðsson, 12.7.2015 kl. 00:53

20 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rafreiðhjólið mitt, sem skilar mér og því allra helsta sem ég þarf að hafa meðferðis 8 km leið frá austurhluta Grafarvogshverfis niður í Borgartún á aðeins 7 mínútum lengri tíma en bíll, tekur við rafhleðslu úr hvaða innstungu sem er.

Ég kem til baka, versla í Bónus og rafhjólið fer alla leið inn að ísskápsdyrum og að innstungunni í skrifstofu minni.

Við þá innstungu bíður það illvirðum vetrarins bíður eftir vegum stræta nýjum og leyfir bílnum að njóta sín.  

Ómar Ragnarsson, 13.7.2015 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband