Hugarfarið skiptir öllu.

Muhammad Ali ætlaði sér frá blautu barnsbeini að verða heimsmeistari í þungavigt í hnefaleikum. 

Járnvilji hans virkjaði og efldi sálarstyrk hans og vitsmuni á sama hátt og Gunnar Nelson virðist gera. 

Þótt ósigrar virðist beisk áföll geta þeir verið ómetanlegir til þess að efla aðlögunarhæfni og læra af mistökunum. 

Allir gera mistök en án mistaka lærir enginn neitt, en nýting lærdómsins og úrvinnsla úr þeim er lykillinn að því að meistarinn lyfti sér um eitt þrep í næsta bardaga, íþróttamóti eða kappleik. 

Þegar ég var í rallinu kom það iðulega fyrir að kappsamir ungir menn voru komnir langleiðina á verðlaunapall þegar þeir duttu úr keppni. 

Þeir urðu alveg miður sín og óhuggandi og það var afar skiljanlegt, þetta hafði maður upplifað sjálfur. 

En þetta verða menn að sætta sig við í mörgum íþróttum og hvað rallið snertir, að velta sér ekki bara upp úr "óheppni" heldur segja þvert á móti við sjálfan sig: Eg ég hefði dottið snemma úr keppninni hefði ég ekki haft mikið til að læra af. 

En það eitt að fá tækifæri til að læra af langri keppni með mörgu sérleiðum er þakkarvert út af fyrir sig. 

Því að ekkert er eins dýrmætt í íþróttum og keppnisreynsla, því að hún er grunnurinn undir því að bæta sig.  


mbl.is Gunnar sigraði á þremur mínútum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband