13.7.2015 | 16:52
Stór hluti hálendisvega er opinn.
Í fyrirsögninni "beinlínis akstursbann á hálendinu" er alhæfing sem stenst ekki hvað varðar það, að umferð sé bönnuð almennt á hálendinu.
Á korti Vegagerðarinnar sést að Kaldidalur, Kjölur og Sprengisandsleið eru opnar.
Á Suðurhálendinu er Dómadalsleið opin til Landmannalauga, einhver fegursta og skemmtilegasta hálendisleiðins, og einnig leiðin frá Sigöldu í Landmannalaugar, og Lakaleið að hluta auk vestari hluta Fjallabaksleiðar syðri.
Á norðan- og austanverðu hálendinu eru opnar tvær leiðir inn í Herðubreiðarlindir og Öskju, Álftadalsleið, leiðir í Grágæsadal og að Sauðárflugvelli og Brúarjökli, Þríhyrningsleið, Laugavallaleið, Jökuldalsheiði, Brúardalaleið, Kárahnjúkavegur og vegurinn austur á Hraun.
Fært er um Flateyjadalsheiði.
Er einhver ástæða fyrir alla til að kvarta og kveina?
Beinlínis akstursbann á hálendinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Beinlínis akstursbann á hálendinu" merkir ekki þar með að það gildi á öllu hálendinu (ekki frekar en "umverðartafir á miklubraut" merki að tafirnar séu á henni allri). Hins vegar er verið að árétta að "lokað" merki aksturbann en ekki "ófært". Fínt mál að árétta það.
ls (IP-tala skráð) 13.7.2015 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.