18.7.2015 | 13:15
Hvað um stóriðjuna?
Vigdís Hauksdóttir vill afnema ívilnanir og undanþágur fyrir ferðaþjónustuna.
Ekki hefur þó heyrst bofs um það hvort afnema eigi ívilnanir og undanþágur fyrir stóriðjuna, heldur var þvert á móti aflétt nýlega af henni skatti upp á einn og hálfan milljarð króna árlega.
Stóriðjan hefur fengið miklar ívilnanir og undanþágur alla tíð og gekk svo langt við Kárahnjúkavirkjun, að ítalska fyrirtækið Impregilo fékk svo mikið frítt rafmagn fyrir risabora sína að samsvaraði öllu rafmagni Lagarfossvirkjunar í sjö ár.
Vegna stóriðju á Bakka við Húsavík voru veittar meiri ívilnanir en nokkru sinni fyrr.
Alcoa kemst upp með það að nota bókhaldsbrellur til þess að sleppa við að borga tekjuskatt upp á marga milljarða króna árlega.
Árið 1000 var kristni lögtekin á Íslandi. Árið 1965 var áltrú lögtekin og stóriðjan, sauðkindin og hesturinn eru upp á indverskan máta heilagar kýr á Íslandi.
Þannig hefur Fiskistofa lagaúrræði til að grípa í taumana gagnvart rányrkju og brotum á fiskveiðilöggjöfinni en hins vegar hefur Landgræðslan engin lagaúrræði til að fást við samsvarandi rányrkju á gróðurlendi.
Vilja afnema undanþágur og ívilnanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að sjálfsögðu vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hækka skatta, matarskatta sem ferðaskatta.
Þorsteinn Briem, 18.7.2015 kl. 13:44
Andsetinn og orkufrekur,
er nú karlinn Sigfússon,
ansi hann er orðinn lekur,
eins og Th. Gunnarsson.
Þorsteinn Briem, 18.7.2015 kl. 13:47
Jæja, iðka bændur "rányrkju á gróðurlendi," Ómar?
Til hvers er grasið, ef ekki til að bíta það?
Þú ert bara innvið beinið engu skárri gagnvart landbúnaðinum en gamli ritstjórinn á DV, Jónas Kristjánsson. Það hefur raunar fylgt ykkur krötum löngum.
Jón Valur Jensson, 18.7.2015 kl. 13:57
Undirbúningur að Kárahnjúkavirkjun hófst árið 1999 og framkvæmdir hófust árið 2002 en virkjunin var formlega gangsett 30. nóvember 2007.
Til verksins voru fengnar þúsundir erlendra iðnaðarmanna og aðalverktakafyrirtækið, Impregilo, er ítalskt.
Samtök atvinnulífsins í ársbyrjun 2005:
"Það er staðreynd að á atvinnuleysisskrá er ekki að finna iðnlærða byggingamenn, menn með réttindi á stórvirkar vinnuvélar eða vana byggingaverkamenn, þ.e. menn í þeim starfsgreinum sem nauðsynlega þarf til verka við virkjunarframkvæmdir.
Vinnumálastofnun hefur ítrekað staðfest þetta og nú síðast í nýrri skýrslu þar sem fram kemur það mat stofnunarinnar að gefa þurfi út 1.800 atvinnuleyfi vegna yfirstandandi og fyrirhugaðra virkjana- og stóriðjuframkvæmda.
Framboðið er einfaldlega ekki til staðar hér innanlands."
Þorsteinn Briem, 18.7.2015 kl. 13:57
Gengi íslensku krónunnar hrundi þegar íslensku bankarnir og Seðlabanki Íslands urðu gjaldþrota haustið 2008 og Íslendingar í námi erlendis lentu þá í gríðarlegum erfiðleikum.
Evrópusambandsríki, til að mynda Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Pólland, lánuðu þá íslenska ríkinu stórfé og björguðu því frá gjaldþroti.
Þorsteinn Briem, 18.7.2015 kl. 14:02
"19. nóvember 2008:
Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán.
Íslenskt efnahagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda að mati ríkisstjórnarinnar.
Sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna miðað við Seðlabankagengi."
Þorsteinn Briem, 18.7.2015 kl. 14:04
Sæll Ómar. Ertu nokkuð fullur.
Þar sem ég veit að þú drekkur ekki og þessi skrif eru ekki ólík því sem maður les daglega, frá þér, þá biðst ég fyrirgefningar á fyrstu spurningunni.
Ef satt skal segja þá hittir þú oft naglan á höfuðið.
Ég er oftast sammála þár.
Kveðja.
Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 18.7.2015 kl. 15:36
Sæll Ómar.
Ferðaþjónustan verður að gera skil á sínu eins og aðrir aðilar í þessu landi. Það hefur orðið spreningin í þessum geira og hann verður að skila í ríkiskassann sínu andlagi eins og annar rekstur. Það er greinilegt að það er hvati til þess að byggja hótel og fjárfesta í greininni en það bendir til þess að það sé góður hagnaður þar eins og dæmin sína. En ferðaþjónustan og ferðaþjónustuaðilar, ríki og bæjarfélög verða llíka að takast á við verkefnið á heilbrigðan hátt. Eftir að hafa búið í útlöndum síðustu 13 árin og finnur maður klondike andann á Íslandi núna. Það ætlar allir að græða og í raun ekkert rangt við það. Hagnaður í ferðaþjónustinni er góður og þessvegna eru menn að fjárfesta þar en það kemur að einhverjum tímapunkti þar sem að fullri skilvirkni er náð og einhverjir aðilar leggjast af. Annars er ég á því að ferðaþjónustan mengi mikið. Útblástur og átroðningur eru áhrif sem að við erum ekki farinn að sjá enn hérna. Við erum of útlendingaglöð þjóð.
Álverin erun náttúrulega með sína samininga um orkuskatt og ljóst að við verðum sem þjóð að skoða hvað við getum gert til þess að sjá til þess að þessi fyrirtæki skilji eitthvað eftir af hagnaði sínum og flytji hann ekki beint úr landi eins og dæmin sína.
Annars held ég að þekkingariðnaður sé sá iðnaður sem að menn ættu að fjárfesta meira í. Við gætum búið til þekkingarsamfélag á Íslandi og flutt út menntun en til þess þarf breytt hugarfar.
Ísland hefur breyst. Við viljum lifa af sjoppurekstri og útleigu á íbúðum og matsölu. Margir gera góða hluti þar en svo er fullt af slugsum. Ég horfi til hryllings á lundasölumennina og þessar ferðaböruverslanir. Í Sviss sést ekki nema brota brot af því sem gert er á Íslandi. Ísland þarf 50 ár í viðbót til þess að þróa áfram ferðamennskuna.
Ef þú spáir í allar rúturnar og bílaleigubílana sem að keyra um landið þá skynjar maður að mengun hefur aukist á Íslandi og hreinleikinn er að hverfa. Staðreynd.
Fyrst og fremst þarf meira aðhald með ferðaþjónustunni og taka hart á þeim sem að fara ekki að settum reglum.
Ég held að þessi Steini Briem sé að skjóta yfir markið. Við erum komin 7 ár plús frá hruni. Hlutirnar hafa breyst.
Guðmundur (IP-tala skráð) 18.7.2015 kl. 16:23
Ómar.
Ísland alla leið. Við erum gestrisin þjóð Ómar. Við sendum hjáparsveitirnar eftir útlendingunum þegar þeir eru búnir að koma sér í ógöngur. Þyrlan fer í loftið að sækja fótbrotið fólk. Víða í útlöndum þá yrði það aldrei gert. Hitti 4 þjóðverja á bensínstöð í gær. Þeir voru búnir að dæla bensíni á dísil bíl. Ótrúlegt en samt frá Þýskalandi. Afhverju er ekki miði inn á lokinu? Þessar bílaleigur og ferðaþjónustuaðilar fá mig til þess að fá bólum Ómar. Þetta er eins og í skákinni, enginn að hugsa fram í tímann Ómar. Kannski ættir þú að kenna þeim það enda skákmaður af guðs náð.
Það er kominn tími til þess að menn greiði fyrir að njóta auðlinda landsins og náttúrunnar. Það er verðmiði á öllu. Það vitum við sem að höfum búið í útlöndum.
Kveðjur
Guðmundur
Guðmundur (IP-tala skráð) 18.7.2015 kl. 16:31
„Þannig hefur Fiskistofa lagaúrræði til að grípa í taumana gagnvart rányrkju og brotum á fiskveiðilöggjöfinni en hins vegar hefur Landgræðslan engin lagaúrræði til að fást við samsvarandi rányrkju á gróðurlendi.“
Samkvæmt 23. grein laga um landgræðslu hefur Landgræðslan lagaúrræði.
Björn S. Stefánsson (IP-tala skráð) 18.7.2015 kl. 16:58
Þeir sem ekki eru á ferðalögum utan síns heimabæjar ferðast þar flestir nær daglega til og frá skóla og vinnu. Og fólk er yfirleitt ekki á ferðalögum utan síns heimabæjar nema nokkrar vikur á ári.
Langflestir menga því mun meira í sinni heimabyggð en utan hennar, hvort sem þeir búa hérlendis eða erlendis.
Í hverri rútu og flugvél eru yfirleitt fjölmargir farþegar en í hverjum einkabíl á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi er eingöngu bílstjórinn í fjölmörgum tilfellum.
Ef erlendir ferðamenn kæmu ekki hingað til Íslands myndu þeir ferðast til annarra landa og menga álíka mikið í þeim ferðum.
Og innan við 1% af flugvélaflota Evrópu flýgur með farþega sem hér dvelja.
Þorsteinn Briem, 18.7.2015 kl. 17:31
Yfirleitt er ekki hægt að banna útlendingum að dvelja hér á Íslandi eða Íslendingum að veita þeim hér þjónustu samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, meðal annars um frjálsa för fólks og frjáls þjónustuviðskipti á svæðinu.
Og Kínverjar sem komnir eru inn á Evrópska efnahagssvæðið, til dæmis til Noregs, geta að sjálfsögðu flogið þaðan hingað til Íslands.
Hins vegar er hægt að meina glæpamönnum sem búa á Evrópska efnahagssvæðinu landgöngu hérlendis.
En íslenskum ríkisborgurum er ekki hægt að banna að koma hingað til Íslands.
Þorsteinn Briem, 18.7.2015 kl. 17:33
Ísland er eitt strjálbýlasta land í heimi og er þar í 235. sæti.
Röð landa eftir þéttleika byggðar
Hér á Íslandi dvelja um 1,3 milljónir erlendra ferðamanna á þessu ári, 2015.
Hver erlendur ferðamaður dvelur hér á Íslandi í eina viku og því eru hér að meðaltali nú í ár um 25 þúsund erlendir ferðamenn á degi hverjum allt árið á öllu landinu.
Um níu af hverjum tíu Íslendingum ferðast hér innanlands á ári hverju og gista að meðaltali tvær vikur á þessum ferðalögum.
Að meðaltali eru því um ellefu þúsund Íslendingar á ferðalögum hér innanlands á degi hverjum, einungis um tvisvar sinnum færri en erlendir ferðamenn.
Þorsteinn Briem, 18.7.2015 kl. 18:23
Um 3,4 milljónir manna heimsóttu Yellowstone-þjóðgarðinn í Bandaríkjunum árið 2012 en garðurinn var stofnaður árið 1872 og ég veit ekki betur en að hann sé í góðu lagi.
Yellowstone National Park
"Hann var það, Steini, þegar ég kom þangað 2008."
Ómar Ragnarsson, 20.3.2013
Þorsteinn Briem, 18.7.2015 kl. 18:27
4.3.2015:
Um 139 milljarða króna afgangur af þjónustuútflutningi en 11 milljarða króna halli á vöruskiptum í fyrra, 2014
Þorsteinn Briem, 18.7.2015 kl. 18:32
4.3.2015:
Útflutningstekjur ferðaþjónustunnar hafa tvöfaldast frá 2009 - Verulegur tekjusamdráttur af þjónustu tengdri útflutningi álvera
Þorsteinn Briem, 18.7.2015 kl. 18:34
4.3.2015:
Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu 302 milljarðar króna í fyrra - Stærsta útflutningsgreinin
Þorsteinn Briem, 18.7.2015 kl. 18:35
Auknar fjárveitingar ríkisins nú til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.
27.11.2014:
Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar
Þorsteinn Briem, 18.7.2015 kl. 18:36
Í gær:
"Ákveðin hættumerki um þenslu eru í byggingariðnaðinum, segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Afar mikilvægt sé að endurtaka ekki sömu mistök og á árunum 2004 til 2007.
Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að farið sé að bera á þenslu og ýmsum hættumerkjum í efnahagskerfinu.
Ýmis þenslueinkenni séu farin að gera vart við sig á nýjan leik en efnahagslífið sé jafnframt heilbrigðara en áður.
"Efnahagsreikningur fyrirtækja er miklu heilbrigðari," segir Þorsteinn.
"Betra jafnvægi er á viðskiptum við útlönd, verðbólga er lítil ennþá og margt sem nýtist okkur mjög vel.
Útflutningsgreinar okkar eru mjög heilbrigðar og hafa verið að þróast mjög jákvætt en lítið má út af bregða í svona stöðu til þess að við missum gott ástand í efnahagslífinu yfir í hefðbundna ofþenslu.""
Hættumerki um þenslu
Þorsteinn Briem, 18.7.2015 kl. 19:07
Jón Valur, Ómar er væntanlega að vísa í að beit var leifð á Almenningum, viðkvæmu landi sem er að gróa upp og "hlaupa í skóg" vegna nálægðar við birkilendi Þórsmarkar, að leyfa beit þar en ekki skóglendi að gróa upp í landi eydds skógar er að margra mati rányrkja
http://www.land.is/allar-frettir/175-beit-a-almenningum
"Til hvers er grasið, ef ekki til að bíta það?"
Það má bíta það en það má ekki ganga á landið með ofbeit og viðkvæmum svæðum ber að hlífa, nægt gróið land ætti að finnast og vitræn beitarstýring til að stunda sjálfbæra beit
Ari (IP-tala skráð) 20.7.2015 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.