19.7.2015 | 12:01
"Farðu og finndu eitthvað á hann!"
Ofangreind orð virðast vera greypt í huga margra stjórnmálamanna. Í stað þess að setja fram það sem þeir sjálfir telja sig hafa fram að færa er reynt að leita að höggstöðum á keppinautunum og jafnvel settir menn í það verkefni. Tilgangurinn virðist að draga aðra niður til að hefja sjálfan sig upp.
Ummmæli Donalds Trumps um John McCain eru dæmi um þetta.
Í þættinum "Vetrarbrautin" á Rás 1 eftir veðurfregnir í fyrramálið mun ég geta um dæmi úr bandarískum stjórnmálum þegar hinn hæfileikaríki tónlistarmaður Bobby Darin hafði hug á að hasla sér völl í bandarískum stjórnmálum.
Hans nánustu þorðu ekki annað en að upplýsa hann um atriði sem farið hafði leynt en þeir töldu nauðsynlegt að hann vissi um áður en lengra yrði haldið, atriði, sem átti stóran þátt í þeim harmleik sem ævi þessa mikla listamanns varð.
Trump: McCain er ekki stríðshetja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Takk fyrir þetta.
Nú er ég á YouTube að njóta þess að horfa á Bobby Darin myndbönd.
Billi bilaði, 19.7.2015 kl. 16:06
Horfðu á hann syngja Mack the Knife í beinni upptöku 1970. Gargandi snilld! Með þessu lagi 1960 réðst þessi rokkari inn í vígi Louis Armstrong, Frank Sinatra og Bing Crosby og flengdi þá með þessu lagi.
Ómar Ragnarsson, 19.7.2015 kl. 16:53
Sæll.
Trump sagði þetta ekki um McCain, þetta er klúðurslega þýtt. Trump sagði sem svo að McCain væri stríðshetja því hann hefði verið tekinn til fanga.
Helgi (IP-tala skráð) 19.7.2015 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.