Stefnt að áfanga í samgöngusögu landsins.

Fyrir hálfum öðrum áratug gerðist það í fyrsta sinn að rafknúnum bíl, Peugeot 106, var ekið hringinn í kringum landið, og tók ferðin sex sólarhringa. IMG_0620

Nú fyrir hádegi hóf Gísli Gíslason að aka Tesla S rafbíl frá Akureyri til Egilsstaða við þriðja mann og ætlar sér að aka hringinn á þjóðvegi eitt á sólarhring og verða sex sinnum fljótari en Peugotinn hér um árið.

Sýnir það hve miklar framfarir hafa orðið í smíði rafbíla og gefur vonir um enn frekari framfarir. 

Nýlega hafa verið um það fréttir á RUV að alger skortur sé á hraðhleðslustöðvum úti á landi og að engin slík sé á leiðinni milli Borgarness og Egilsstaða og Egilsstaða og Selfoss.

Gísli hleður bílinn þar sem hægt er að komast í nægt þriggja fasa rafmagn, en þessi hringferð sýnir nauðsyn þess að koma upp slíkum stöðum.

Á leiðinni milli Mosfellsbæjar og Akureyrar eru tólf bensínstöðvar svo að það ætti ekki að vera ofætlun að hægt sé að hlaða rafbíla á nokkrum stöðum á leiðinni í landi, þar sem raforka frá hreinum orkugjöfum eins og vindorku er á hverju strái.  


mbl.is Virkja íslenska vindinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári, eða 30 kílómetrar á dag.

"Every US specification Nissan LEAF is backed by a New Vehicle Limited Warranty providing: [...] 96 months (í átta ár)/100,000 miles (eða 161 þúsund km.) Lithium-Ion Battery coverage (whichever occurs earlier)."

Og miðað við 11 þúsund kílómetra akstur á ári tekur um fimmtán ár að aka 161 þúsund kílómetra.

Þorsteinn Briem, 19.7.2015 kl. 16:41

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.9.2013:

""Við hjónin látum okkur ekki muna um að skreppa frá Reykjavík austur á Flúðir og það kostar aðeins 200-kall," segir Halldór Jónsson húsgagnabólstrari og Nissan Leaf-eigandi.

[Kostnaðurinn er því um tvær krónur á kílómetra.]

"Áður var þetta eldsneytiskostnaður upp á 5-6 þúsund krónur fram og til baka.

Eystra hleð ég bílinn yfir nóttina og þar er ég bara með 16 ampera öryggi en bíllinn er tilbúinn um morguninn.

Heima
er ég hins vegar með hleðslustöð sem hleður rafgeyminn á 2½ klukkustund," segir Halldór Jónsson."

Kostar 200 krónur að aka Nissan Leaf frá Reykjavík austur á Flúðir

Þorsteinn Briem, 19.7.2015 kl. 16:42

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári og því er raforkukostnaður vegna rafbílsins Nissan Leaf þar um 22 þúsund krónur á ári, þar sem kostnaðurinn er um tvær krónur á kílómetra.

Meðalstórt heimili í Reykjavík notar hins vegar um fjögur þúsund kWst raforku fyrir um 70 þúsund krónur á ári.

Raforkukostnaður vegna rafbílsins er því minni en þriðjungur af þeim kostnaði.

Raforkunotkun íslenskra heimila - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 19.7.2015 kl. 16:43

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hefðbundnar bifreiðar nota mikið af rafbúnaði sem knúinn er af sprengihreyfli en honum fylgir margvíslegur og flókinn búnaður og mengunarskapandi útblástur.

Rafmótorinn hefur hins vegar einungis fáeina hreyfanlega hluti í stað hundruða.

Í rafbíl eru slitfletir margfalt færri og hitamyndun minni, sem skilar sér í lengri endingu.

Rafmótor þarf minna viðhald en hefðbundin bílvél
sem þarfnast olíu- og síuskipta, kertaskipta, ventlaskipta, tímareimaskipta, pústviðgerða, viðhalds á vatnsdælu, eldsneytisdælu, rafal og öðru sem fylgir flóknum sprengihreyfli.

Þorsteinn Briem, 19.7.2015 kl. 16:44

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jafnræðisregla íslensku stjórnarskrárinnar bannar ekki lægri gjöld á rafbílum en bensínbílum.

Jafnræðisreglan bannar hins vegar mismunun á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða.

23.12.2014:

"Í flestum löndum Evrópu eru lítil eða engin gjöld á Nissan Leaf og víða greiðir hið opinbera kaupendum fasta upphæð við kaup á svo vistvænum bíl."

Gott ár Nissan Leaf

Þorsteinn Briem, 19.7.2015 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband