Fáfengileg umræða um það að sumir fái lítið sem ekkert í sinn hlut.

Í stað þess að því sé fagnað að ágóðinn af stórfjölgun erlendra ferðamanna streymi um allt þjóðfélagið er nú kyrjaður barlómssöngur um allt land út af því að sumir fái minna í sinn hlut en aðrir, jafnvel ekki neitt. 

Og enginn sé því aflögufær til þess að leggja fé í uppbyggingu og verndun verðmætanna, sem lokka ferðamennina til landsins. 

Litla gula hænan á fullu. 


mbl.is Þurfa „að skynja að þetta sé hægt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Bend­ir hann á að nú þegar sé áætlað að tekj­ur vegna skemmti­ferðaskipa á Norður­landi séu um 2 millj­arðar á ári en þangað koma um 100 skip í ár.

Seg­ir Pét­ur að þetta skipt­ist niður í hafn­ar­gjöld, rútu­kostnað, leiðsögu­menn, versl­un í minja­gripa­versl­un­um og aðra þjón­ustu.

Stærstu skip­in eru með allt að þrjú þúsund farþega og því get­ur það haft tals­verð áhrif þegar komið er til Ak­ur­eyr­ar eða á fá­menn­ari staði."

Þorsteinn Briem, 20.7.2015 kl. 23:21

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2012 voru útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja samtals 238 milljarðar króna.

Þessi íslensku fyrirtæki greiða alls kyns skatta til íslenska ríkisins og þær þúsundir Íslendinga sem hjá þeim starfa greiða að sjálfsögðu einnig skatta til íslenska ríkisins, tekjuskatt og virðisaukaskatt, sem er með þeim hæstu í heiminum, af vörum og þjónustu sem þeir kaupa hér á Íslandi.

Svo og útsvar til íslenskra sveitarfélaga.

Erlendir ferðamenn greiða í raun alla þessa skatta með útgjöldum sínum til íslenskra fyrirtækja, 238 milljörðum króna árið 2012.

Og ekki þarf nema örlítið brot af öllum þessum sköttum til íslenska ríkisins til að stækka hér bílastæði við ferðamannastaði, bæta þar salernisaðstöðu, leggja fleiri göngustíga og viðhalda þeim gömlu.

Þorsteinn Briem, 20.7.2015 kl. 23:33

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fyrir allar kosningar gapir Sjálfstæðisflokkurinn um að lækka skatta en vill hækka skatta, matarskatta sem ferðaskatta.

Þorsteinn Briem, 20.7.2015 kl. 23:39

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er eitt strjálbýlasta land í heimi og er þar í 235. sæti.

Röð landa eftir þéttleika byggðar

Hér á Íslandi dvelja um 1,3 milljónir erlendra ferðamanna á þessu ári, 2015.

Hver erlendur ferðamaður dvelur hér á Íslandi í eina viku og því eru hér að meðaltali nú í ár um 25 þúsund erlendir ferðamenn á degi hverjum allt árið á öllu landinu.

Um níu af hverjum tíu Íslendingum ferðast hér innanlands á ári hverju og gista að meðaltali tvær vikur á þessum ferðalögum.

Að meðaltali eru því um ellefu þúsund Íslendingar á ferðalögum hér innanlands á degi hverjum, einungis um tvisvar sinnum færri en erlendir ferðamenn.

Þorsteinn Briem, 20.7.2015 kl. 23:42

5 identicon

Jólasveinar einn og átta,
ofan komu af fjöllunum,
Séð og heyrt segir þá (68),
sofa (69) hjá tröllunum....undecided

Þjóðólfur í Neðri-Byggð (IP-tala skráð) 21.7.2015 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband