25.4.2007 | 12:33
BREIDD MEÐAL FRAMBJÓÐENDA
Í gærkvöldi mátti sjá á skjánum sýnishorn af þeirri breidd sem er meðal frambjóðenda Íslandshreyfingarinnar, sem geta teflt fram talsmönnum sem þekkja mismunandi svið þjóðlífsins af eigin raun. Málefni aldraðra og öryrkja hafa verið fyrirferðarmikil og það geislaði af Sigurlínu Margréti í Sjónvarpinu í gærkvöldi á heimavelli á félagsmálasviðinu með aðstoð túlks.
Í öðru sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður er Ólafur Hannibalsson, frábær fulltrúi eldri borgara, sem þegar hefur látið að sér kveða á skjánum.
Í fjórða sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður er Elvira Mendes sem er ekki aðeins innflytjandi, heldur doktor í Evrópurétti. Í þriðja sæti er hámenntuð og glæsileg kona, Sigríður Þorgeirsdóttir, og í öðru sæti er Ósk Vilhjálmsdóttir, sem auk fórnfúss starfs við að ganga með þúsund manns um Káranhjúkasvæðið undanfarin sumur, á að baki langa reynslu af ferðaþjónustu.
Efst á lista í Suðurkjördæmi er hin fjölmenntaða Ásta Þorleifsdóttir, sem þekkir út í hörgul náttúru og mörg önnur svið.
Efsti maður í Suðvesturkjördæmi er Jakob Frímann Magnsússon, sem er með á nótunum í lista- og menntamálum, auk þess sem hann gekkst fyrir ferð Græna hersins um allt land á sínum tíma með þátttöku 1500 manns og var einn af forystumönnum baráttunnar í Eyjabakkamálinu.
Mikið jafnræði er með körlum og konum á öllum aldri á framboðslistum. Já, sjtórnmál eru endurnýjanleg auðlind!
Athugasemdir
Ólafur Hannibalsson rifjaði upp eftirlaunahneykslið frá því í desember 2003 - og enginn hinna frambjóðendanna tók undir. Málið hefur þá sérstöðu að ALLIR flokkar á þingi vilja þagga það niður.
Þeim mun þarfari var yfirlýsing Þjóðarhreyfingarinnar frá því í gær:
"Þjóðarhreyfingin með lýðræði fagnar heitstrengingum stjórnmálamanna um afnám
lífeyrisforréttinda hæstaréttardómara, ráðherra og alþingismanna. Lagasetningin
frá í desember 2003 gengur gegn hugmyndum landsmanna um lýðræði og jafnrétti.
Þjóðin býr í grundvallaratriðum við sömu lífeyrisréttindi. Alþingismenn,
ráðherrar og hæstaréttardómarar eiga einfaldlega að njóta sömu réttinda og
aðrir opinberir starfsmenn. Sú leiðrétting þolir enga bið. Að því fengnu ber að
jafna lífeyrisréttindi þannig að fólk á almennum vinnumarkaði njóti ekki lakari
réttinda en opinberir starfsmenn gera nú.
Yfirlýsingar einstakra frambjóðenda um afnám forréttindanna eru fagnaðarefni en
duga ekki einar og sér. Stjórnmálaflokkarnir verða að gera grein fyrir afstöðu
sinni. Þjóðarhreyfingin hvetur landsmenn til þess að krefja flokkana um skýr og
afdráttarlaus svör í þessum efnum fyrir kosningar.
Reykjavík 24. apríl 2007
Þjóðarhreyfingin með lýðræði
www.thjodarhreyfingin.is"
Hvað hyggjast VG, S og F fyrir, og fyrir hvað standa þessir flokkar þegar á reynir?
Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 15:53
Framboð Jakobs Frímanns Magnússonar var ekki vonlausara en það á sínum tíma ð hann væri búinn að vera þingmaður í mörg ár ef niðurstaða prófkjörs á sínum tíma hefði verið látinn gilda, en vegna reglna um kynjahlutföll var hann færður neðar á lista.
Ferill hans í baráttu fyrir umhverfismálum (Græni herinn og Eyjabakkamálið) markast af tveimur sigurförum.
Ómar Ragnarsson, 26.4.2007 kl. 09:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.