Alræðisríki, sem þrífst á því að styðja Bandaríkjamenn.

Eþíópíumenn þekkja ekkert nema alræðisstjórnir og hefur ekki skipt máli, hvort keisari hefur stjórnað þar, kommúnistar eða stjórnir, sem hafa viðrað sig upp við Bandaríkjamenn og þóst vera einlægir baráttumenn fyrir lýðræði, þótt það sé fótum troðið í landinu. 

Það er gömul saga og ný að með því að stilla sér upp sem bandamönnum Bandaríkjamanna hafa margar illskeyttar einræðisstjórnir tryggt sér stuðning þessa mesta herveldis heims og í skjóli þess fengið meira næði til að herða heljartökin á landsmönnum. 

Árin 2003 og 2006 fór ég í ferðir um þetta land í lofti og á landi og fékk nasasjón af kjörum landsmanna. 

Þótt Eþíópíumenn séu næstum 300 sinnum fleiri en Íslendingar voru aðeins innan við tíu flugvélar í landinu utan Eþíópíska flugfélagsins, sem er nokkurs konar flaggskip og stolt þessarar stóru þjóðar með sína merku sögu en hörmuleg kjör. 

Við lentum á flugvelli í Arba Minsh þar sem stórar flugstöðvarbyggingar úr marmara standa auðar sem og völlurinn sjálfur að mestu, því að það er hluti af öryggisráðstöfunum stjórnarinnar að halda flugi í landinu í skefjum. 

Bón Obama um umbætur í mannréttindamálum í landinu og innreið lýðræðis í Eþíópíu fellur í steindauðan og grýttan jarðveg hjá firrtum valdhöfunum sem svara með þvílíkri endemis lygaþvælu að hún sýnir hve firring þeirra er alger og hortugheitin sömuleiðis. 


mbl.is Kallar eftir lýðræðisumbótum í Eþíópíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband