Frægasta setningin í Casablanca var aldrei sögð.

Þegar við Baldur Hermannsson vorum með spurningaþættina "Hvað heldurðu?" lentum við í vandræðum með fyrirbæri, sem er hliðstætt því sem Stefán Pálsson lýsir í tengdri frétt á mbl.is um meintan spádóm Fidels Castros fyrir 42 árum. 

Baldur stakk upp á þvi að kalla fyrirbærið "viðurkenndan misskilning", þ. e. að misskilningurinn eða ranghermið væri orðið svo fast í hugum fólks, að ef spurt væri um það og fólk svaraði tæknilega rangt, yrði samt gefið rétt fyrir svar sem byggðist á "viðurkenndum misskilningi."

Í úrslitaspurningu í einum þáttanna var maður spurður, á hvað Hamlet hefði horft þegar hann sagði hina frægu setningu: "Að vera eða vera ekki, það er spurningin."

Hinn aðspurði svaraði: "Hauskúpu" og fékk rétt fyrir, og með þessu svari unnu Eyfirðingar Þingeyinga.

En strangt til tekið var svarið rangt, því að í leikritinu horfir Hamlet á hauskúpuna á allt öðrum stað og mælir alls ekki þessi fleygu orð þá.

Það eru til fleiri svona fyrirbæri. Frægasta setningin í kvikmyndinni Casablanca er sögð vera: "Play it again, Sam."

En sú setning er í raun aldrei sögð í myndinni.

Ég hef orðið fyrir barðinu á þessu fyrirbæri. Fjöldi fólks hefur staðið í þeirri trú að fyrsti bíllinn minn hafi verið þriggja hjóla bíll.

En það er alrangt þótt jafnvel bekkjarfélagar mínir sumir úr skóla hafi farið að halda þetta með árunum.

Bíllinn, NSU Prinz, var með fjórum hjólum og þau voru meira að segja úti í hornum hans.

En afturglugginn var sveigður í hálfhring á afar sérkennilegan hátt og það hefur vafalaust truflað upplifunina.

Og einnig það, að í eina skiptið sem ég ók bíl á þessum árum í sjónvarpsupptöku, var það þriggja hjóla örbíll af gerðinni Messerschmitt 200, sem ég ók inn í sjónvarpssal í fyrsta Áramótaskaupinu 1966 og steig þar út úr honum til að fara upp á sviðið.   

 


mbl.is Spáði Castro rétt fyrir 42 árum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það besta við kvikmyndir er að Ingrid Bergman er alltaf jafn ung.

"Play it once, Sam."

(Ilsa Lund sagði víst aldrei "Play it again, Sam" í Casablanca.)

Steini Briem 8.3.2007

Þorsteinn Briem, 29.7.2015 kl. 20:49

3 identicon

Ingrid Bergman, the handsomest woman I ever saw. And her smile!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.7.2015 kl. 21:30

4 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Já ég man eftir "prinsinum" þegar þú varst að selja hann á bílasölunni við Skúlagötuna og varst í flottum ljósum jakkafötum, sennilega í 1966.

Eyjólfur Jónsson, 29.7.2015 kl. 22:02

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Play It Again Sam - er hljómplötufyrirtæki sem gaf meðal annars fyrstu tvær plötur Sigur Rósar út erlendis.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.7.2015 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband