GRÆNT FRELSI, JAFNRÉTTI OG NÝSKÖPUN.

Í fyrrnefndum fjórum orðum má túlka sérstöðu Íslandshreyfingarinnar. Hún er ekki úti á kanti í vinstra-hægra litrófinu í íslenskum stjórnmálum heldur byggð á grænum grunni en vill breyta áherslum með því að ná fram því umhverfi frelsis í þjóðfélaginu að famtak og frumkvæði einstaklinga, hópa og félaga fái notið sín best í sátt við umhverfið.

Það er ófrelsi og misrétti að moka inn í landið risaálverum sem ryðja öðru burtu og heimta alla virkjanlega orku landsins á spottprís með ómælanlegum spjöllum á mesta verðmæti landsins, einstæðri náttúru.

Það er heldur ekki jafnrétti að þúsundir þjóðfélagsþegna búi við ólíðandi kjör og að þjóðfélag, sem er mun ríkara nú en fyrir tólf árum, hafi ekki efni á að hafa hér svipuð skattleysismörk að raungildi og voru 1995.

Og það þarf ekki annað en að heyra skoðanir framkvæmdastjóra og fulltrúa þekkingar- hátækni- sprota- og útrásarfyrirtækja á ruðningsáhrifum, þenslu, okurvöxtum og sveiflum stóriðjustefnunnar til að átta sig á því hvernig þessi stefna hefur hamlað gegn nýsköpun.

Þess vegna er þörf á Íslandshreyfingunni, því eina leiðin til að breyta um kúrs í næstu kosningum og fá fram vilja 58 prósent þjóðarinnar um stóriðjuhlé í 5 ár, er að I-listinn nái mönnum á þing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Minn kæri Ómar.

Það er sárara en tárum taki, hvernig sum tilurð stóriðju hérlendis er.  Mikið rétt.  Verkurinne r bara sá, að með reglum um leynd í samningum, getur aldrei verið annað en getgátur um, hvað er í boði hvað varðar verð til þessara iðjuvera.

Ég ann landinu mínu mjög, ég vill því allt og veit að svo er einnig með þig.  Ég átti því láni að fagna, að vra einkaflugmaður um nokkura árabil, flaug þá vítt og breitt, svona eins og gengur með menn sem öðlast frelsi, við verðum eins og átsfangnir þrestir, höldumst lítt við á jörðinni.

Ég flaug yfir svarta sanda, naut uppdraftsins á góðvirðisdögunum, og horfði, maður minn hvað maður horfir, flögrandi á 150unni sinni, hún fer nú ekki mjög hratt yfir.

Skelfilegast þótti mér, að fljúga frá Mývatni að Snæfelli, með stefnu um Ásbyrgi og síðar Flúðir.  Sandurinn er að gleypa Dimmuborgir og það svarta er að stækka hratt,  Samt voru skjátur þarna og stungu snoppu niður við og við.

Við verðum ávallt að fara bil þessa beggja, að nýta og njóta.

Guð er enn að smíða Ísland og þar sem nú er lón, var áður lón, smíðað af Honum.

Vatnajökull fer ekkert í neitt helvítis Umhverfismat þegar hann þarf að ræskja sig og ssendir ösku og jökulvatn um uppgræðslusvæði okkar fágetandi manna.

Ég á afdrep rétt austan við Hellu.  Þar hafa menn verið duglegir að græða upp og platna trjám.  ægifagurt að skoða lundi, útsetta á bruna eftir Heklu.

Það mátt þú vita að ef Hekla gamla ræskir sig og spýtir út úr sér svona meðal tappa, hylst allt þetta verk og ---við hefjumst bara aftur handa við að græða.

Við þurfum möl í vegina sem þarf að tvöfallda austur á Selfoss.  Auðvitða eiga menn að sækja það í Guðsgjafirnar þarna rétt hjá.  Það er ekki hægt að krefjast úrbóta í vegamálum, framfærslu olnbogabarna þjóðarinnar og hvaðeina ef hvurgi má setja niður skóflu.

Það veist þú auðvitað en mikið dásamlega er nú fallegt að flögra til *Tálknafjarðar í kringum miðnætursbil eftir miðjan maí, með sóolina út af vinstri væng og gróandann undir skrokknum.

Vonandi kemur þú aftur í Flokkinn minn, kæri vinur lands og þjóðar.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 26.4.2007 kl. 10:13

2 identicon

Þú veist vonandi að allt of stór hluti mannkyns lifir á um það bil <100 krónum á dag.
Jörðin er kúla á henni eru fleiri lönd en Ísland. Það er meira að segja til svart og gult og rautt fólk, ekki bara hvítt.
Líttu nú aðeins út fyrir landssteinana, þú þarft ekki að fara neitt. Það eru til ágætis upplýsingar í bókum og á vefnum og endurskoðaðu síðan hugmyndir þínar um grænt, grátt, ríkidæmi og fátækt.
Það opnar nýtt kolaorkuver í hverri viku í Kína. Það eru u.þ.b. 10 bílar á hverja 1000 íbúa þar á meðan þeir eru 650 á Íslandi.

Kveðja, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 10:15

3 Smámynd: Púkinn

Það er ekkert leyndarmál að Púkinn hefur stutt hugmyndir Íslandshreyfingarinnar frá upphafi en áherslur Púkans koma fram á mörgum stöðum - meðal annars hér og hér.

Áfram, Ómar!

Púkinn, 26.4.2007 kl. 10:38

4 identicon

Það er nú ágætt að púkarnir séu farnir að styðja þig Ómar, hafa púkar, álfar og huldufólk kosningarétt á Íslandi?
Púkinn talar um hreinan iðnað, mig grunar að púkinn eigi bíl, að það sé parket heima hjá honum og jafnvel steinflísar. Allt þetta kostar umhverfisspjöll og skítugan iðnað. Hvar á hann að vera?
Er hugmyndin hreinn iðnaður hjá hvítu fólki en skítugur iðnaður hjá svörtu fólki?

Kveðja, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 11:18

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Kæri Guðjón, veit að það gleður án vafa Jakob fyrrverandi að hann hafi náð að sannfæra a.m.k. einn um þessa undarlegu umhverfishugmynd sína.

Íslendingar eru EKKI ábyrgðir fyrir framkvæmdum í öðrum löndum að sjálfsögðu, en í víðara samhengi og út frá hugmyndinni um sameiginlegt átak í loftlagsmálum þá er nákvæmlega ekkert sem styður rökrænt þessa hugmynd um að EKKi verði virkjað í Kína (eða hvar sem er) ef við drekkjum Íslandi fyrir erlenda stóriðju.

Kínverjar eru að hugsa um að ná til sín fleiri verkefnum og þeir munum gera það hvort sem að við virkjum hérna heima eður ei.  Við gerum miklu meira gagn í loftlagsmálumheimsins og í umhverfismálum almennt með því að vera lifandi fordæmi.

Það er einfaldlega ekki trúverðugt að skemma og skemma í nafni "umhverfisverndar" eins og þú vilt meina að við getum gert og ég skal éta hatt minn upp á að það er engin hætta á því að Kína eða önnur lönd taki þá hugmynd okkar trúanlega.  Finnst þér það hljóma trúverðugt ef þú setur þig í hlutlausar stellingar?  "Nei nei, við erum ekki að taka frá ykkur verkefni. Við erum einfaldlega bara að leggja okkar af mörkunum til að sporna gegn mengun í Kína."

Er einhver sem trúir því að alþjóðasamfélagið myndi kaupa þessa skýringu??

Baldvin Jónsson, 26.4.2007 kl. 15:45

6 identicon

Kæri Baldvin
Endilega sýndu gott fordæmi. Mér finnst satt að segja komin alveg nóg stóriðja á Íslandi EF Íslendingar fara að draga úr eigin bruðli á náttúruauðlindum. Þ.e.a.s. sleppa því að breikka Suðurlandsveginn, reyna að draga úr flugferðum, setja einhverja jeppana í bræðslu, þétta byggð og svo framvegis.
Ég kaupi hins vegar ekki þá hugmynd að lofa ferðamennsku í hástert án þess að skoða umhverfisáhrifin en hatast á sama tíma út í stóriðju.
Góða fyrirmyndin sem við sýnum Kínverjum og Indverjum í dag er sú að við lofum þeim 640 aukabílum á hverja 1000 íbúa, það gera 1.300.000.000 bíla í allt. Hvar viltu finna efni í alla þessa skrjóða? Ef allir neyttu olíu á við Íslendinga þyrfti að fimmfalda heimsframleiðsluna. Er þetta góð fyrirmynd???
Ef þú heldur að Jakob, fyrrverandi orkumálaráðherra hafi heilaþvegið mig þá er það ekki rétt. Í byrjun Íraksstríðsins uppgötvaði ég að það er ekki mikið vit í því að mótmæla stríði um olíu og nota olíu, þess vegna hef ég hjólað meira og minna síðan, notað lestar en forðast flugvélar. Hins vegar gladdi það mig mjög að Jakob er hættur að vitna í Biblíuna til að mæla með álverum heldur kominn með áheyrileg rök.

Kveðja, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 17:49

7 identicon

"Og það þarf ekki annað en að heyra skoðanir framkvæmdastjóra og fulltrúa þekkingar- hátækni- sprota- og útrásarfyrirtækja á ruðningsáhrifum, þenslu, okurvöxtum og sveiflum stóriðjustefnunnar til að átta sig á því hvernig þessi stefna hefur hamlað gegn nýsköpun."

Ofangreind setning er algjör steypa.   Ég sem rek hátæknisprotafyrirtæki (hræðilegt orðskrípi) get fullyrt það að framkvæmdirnar fyrir austan hafa ekki haft nein áhrif á minn rekstur eða annarra svipaðra fyrirtækja.  Ein áhrif þeirra ef einhver eru að núna er e.t.v. hugsandi að finna slíkum fyrirtækjum stað á Austurlandi, þegar það stefnir óðum í að þetta landssvæði verði samkeppnishæft við suðvesturhornið hvað gæði mannlífs varðar.    Það sem hinsvegar hefur valdið sprotafyrirtækjum erfiðleikum er það sem hefur verið að gerast á fjármálamarkaðnum og útþensla bankanna ekki síst að þeir eru að ná til sín megninu af langskólagengnu fólki, hvort sem það eru tölvunarfræðingar,  verkfræðingar eða hag-/viðskiptafræðingar.

Bjarni M. (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 03:14

8 identicon

Það er áhugavert að lesa það sem Bjarni M. skrifar.

Er nú ekki kominn tími til að skemmtikraftarnir sem stýra umræðunni um "náttúruvernd" og "nýsköpun" leyfi öðrum skoðunum að koma fram.

Það er svolítið skrýtið að þeir sem tala mest um "þekkingarþjóðfélag" byggja málflutning sinn á röngum fullyrðingum.

Nú skora ég á ykkur að setjast niður og læra pínulítið um heiminn. Þá gæti ég kannski hætt að pirra mig yfir ykkur og farið að hjálpa til.

Kveðj, Gaui

Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 10:17

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Tvær athugasemdir: Forstjórar Marel, Bakkavarar og fleiri slíkra fyrirtæka eru ekki "skemmtikraftar."

Ég hef aldrei verið í stjórnmálaflokki né lýst yfir stuðningi við neinn slíkan.

Ómar Ragnarsson, 27.4.2007 kl. 13:09

10 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Fyrirgefðu mér Ómar, að hafa álitið þig Flokksmann.  

 Það er virðingavottur af minni hálfu.

Eiginkona þín var í það minnsta í Flokknum, afar dugleg og fylgin sér.

Vonandi fer allt vel í næstu framtíð og við náum saman um færar leiðir í því að nýta og njóta.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 27.4.2007 kl. 14:54

11 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Ómar! Hvar í ósköpunum ætlar þú að fá fjármagn til að gera

allt sem þú lofar. Ekki geta skemmtikraftar og listamenn(?)

unnið fyrir því og það þarf í það minnsta 5 milljónir ferðamanna

til að skila jafn miklu og lítið álver skilar í þjóðarbúið og hvernig

heldurðu að náttúran líti út þegar ferðastóiðjan er búin að gera

í haginn fyrir alla ferðamernnina. Kondu þér niður á jörðina og

reyndu að horfast í augu við staðreyndirnar. lýðskrum og tíðsku

frasar eru gagnslaust röfl.

Leifur Þorsteinsson, 28.4.2007 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband