31.7.2015 | 18:17
Vantar enn stíga á köflum.
Á síðustu árum hefur orðið bylting í gerð hjólastíga í borginni, bæði hvað snertir lengd þeirra og gerð.
Þó má gera betur, einkum hvað varðar þá kafla á hjólaleiðum, þar sem enn vantar stíga og hjólreiðamenn og göngufólk lendir inni á götunum. Þessir kaflar verða þó æ færri með árunum.
Margir hjólreiðamenn eru greinilega í fanta formi og hjóla afar hratt án þess að gefa frá sér hljóðmerki þegar þeir bruna fram hjá öðru hjólreiðafólki eða gangandi fólki.
Þetta skapar að sjálfsögðu slysahættu, því að það er eðli reiðhjóla og vélhjóla, að möguleikarnir til að beygja eða hemla snöggt eru miklu minni en á bíl eða hjá gangandi fólki.
Fyrir tuttugu árum var yfirborð hjólreiðastíga hrein hörmung, svo illa við haldið og ósléttir, og enn í dag mætti víða gera betur í því að hafa þá sléttari.
Kalla á fleiri hjólreiðastíga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samanlögð lengd gatna í Reykjavík var 515 kílómetrar árið 2011 en göngu- og hjólastíga með bundnu slitlagi 768 kílómetrar.
Þorsteinn Briem, 31.7.2015 kl. 19:37
Ekki veit ég til þess að ákveðið hafi verið að leggja ekki fleiri göngu- og hjólastíga í Reykjavík.
Þvert á móti.
Þorsteinn Briem, 31.7.2015 kl. 19:40
Byltingin varð þegar opnað var milli Skerjafjarðar og Nautólsvíkut
Síðan hefu lítið gerst
nema hraðahindranir til skemma og auka mengun frá bílum
Grímur (IP-tala skráð) 31.7.2015 kl. 20:27
Þið eruð alltaf jafn jákvæðir báðir tveir.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur skælt úr sér augun vegna göngu- og hjólastíga í Reykjavík.
Þorsteinn Briem, 31.7.2015 kl. 21:00
Slys á gangandi vegfarendum í Reykjavík - September 2007:
"Slysum með alvarlegum meiðslum og banaslysum gangandi vegfarenda hefur fækkað verulega í Reykjavík á undanförnum áratugum."
"Umferðar- og gangbrautarljósum, einnar akreinar hringtorgum, samfelldum girðingum, 30 km hverfum, hraðahindrunum ýmiss konar og mislægum götutengslum hefur fjölgað mjög. Þá hefur stígakerfið lengst mjög og hönnun þess batnað.
Aðgerðir á aðalgatnakerfinu miða að því að aðskilja akandi og gangandi umferð þar sem ökuhraðinn er mestur og fækka þverunarstöðum gangandi vegfarenda annars staðar. Aðgerðir innan hverfa miða hins vegar að því að halda ökuhraða niðri.
Umferðinni er ennfremur stýrt betur nú en áður, meðal annars með hringtorgum og umferðarljósum, og þverunarstaðir gangandi vegfarenda hafa verið gerðir öruggari með gangbrautarljósum, girðingum og miðeyjum."
"Sebragangbrautum var fækkað því þær gáfu falskt öryggi, þar sem ökumenn virtu ekki rétt þeirra."
"Götulýsing hefur víða verið bætt sérstaklega við þverunarstaði óvarinna vegfarenda."
"Aðgerðir innan hverfa miða einkum að því að minnka ökuhraða og innan 30 km hverfa hefur alvarleiki umferðaslysa minnkað verulega."
"Umferðaróhöppum þar sem slys verða á fólki hefur fækkað að meðaltali um 27% og alvarlegum slysum um 62% í 30 km hverfum."
Slys á gangandi vegfarendum í Reykjavík - September 2007
Þorsteinn Briem, 31.7.2015 kl. 21:03
Eins og vanalega segið þið bara eitthvað sem ykkur dettur í hug.
Engar heimildir, eingöngu neikvæðni út í eitt.
Það er nú meiri fréttamennskan hjá "fréttamanninum".
Þorsteinn Briem, 31.7.2015 kl. 21:07
Hjólaborgin Reykjavík - Febrúar 2010
Þorsteinn Briem, 31.7.2015 kl. 21:10
Hjólreiðamenn í Reykjavík eru nú þrefalt fleiri en fyrir þremur árum.
Og farþegar strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu voru 30% fleiri árið 2012 en 2009.
Í umferðinni í Reykjavík voru gangandi og hjólandi 21% árið 2011 en 9% árið 2002.
Aðgerðir í loftslagsmálum - Maí 2013
Steini Briem, 7.7.2013
Þorsteinn Briem, 31.7.2015 kl. 21:13
"Hjólavefsjáin er gagnvirkur vefur á vegum Ride The City sem sýnir borgarbúum á einfaldan hátt hvernig hjólafólk kemst frá A til B á sem fljótlegastan og öruggastan hátt.
Borgarbúar geta slegið inn upphafsstað og leiðarenda og vefurinn sýnir um leið fljótlegustu leiðina, öruggustu leiðina, vegalengd og ferðatíma.
Jón Gnarr borgarstjóri afhenti Open Street Map á Íslandi götugögn Reykjavíkurborgar án endurgjalds til að leiðavalið byggi á bestu upplýsingum hverju sinni."
Þorsteinn Briem, 31.7.2015 kl. 21:27
Hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2015-2020, júní 2015:
"Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur í samstarfi við verkfræðistofuna Mannvit unnið að því að endurskoða fyrstu hjólreiðaáætlun Reykjavíkur, sem tók gildi árið 2010.
Nú liggja fyrir drög að nýrri og endurbættri hjólreiðaáætlun fyrir 2015-2020, í tveimur hlutum, sem lögð verður fram til endanlegrar samþykktar í borgarráði í september og kynnt í Samgönguviku sem er 16.-22.september.
Markmið hjólreiðaáætlunarinnar er að styðja við auknar hjólreiðar á þann hátt að haldið verði áfram með uppbyggingu á heildstæðu hjólreiðastígakerfi, ásamt því að farið verði í aðgerðir sem miðast við að auka hvata til hjólreiða eins og, fjölgun reiðhjólastæða, merkingar á stígum, auka hjólreiðar barna og unglinga og þeirra sem hjóla til vinnu o.fl."
Þorsteinn Briem, 31.7.2015 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.