Snertir rætur vanda Vesturlanda.

Ef engir innflytjendur frá suðlægum nágrannalöndum hefðu komið til Bandraríkjanna og Kanada og til hinna betur stæðu Evrópulanda, hefðu þjóðfélögin hrunið vegna skorts á fólki til að vinna láglaunastörf, sem jafnframt hefur komið í fyrir fólksfækkun og enn meiri öldrun þessara þjóðfélaga en þegar er orðin. 

Dæmi um þetta eru Mexíkóar í Bandaríkjunum, Tyrkir í Þýskalandi og Pólverjar á Íslandi. 

Önnur rót vandans er sú, að þrátt fyrir allan fagurgalann um að Vesturlönd vilji aukið viðskiptafrelsi eru í gangi stórfelldar niðurgreiðslur og styrkir til landbúnaðar, sem annars væri ekki samkeppnisfær við landbúnað í suðlægari löndum, þar sem loftslag er hlýrra. 

Með þessu er komið í veg fyrir að þessar fátæku þjóðir komist til bjargálna og ýtt undir flótta fólks þaðan til Evrópu og Norður-Ameríku.

Að nota þau orð, sem heyrast sögð um þetta fólk sýnir blöndu af firringu, fordómum og hræsni.   


mbl.is Calais og Hitler í sömu setningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

Sumsé, jafnaðarmaðurinn Ómar Ragnarsson hefur gefið upp á bátinn grunnstefnu jafnaðarmanna, jöfnuðinn.

Stefnan er þá sú, að hækka ekki laun láglaunafólks, og gera störfin meira aðlaðandi, heldur að flytja inn láglaunaþræla frá fátækum löndum, svo halda megi uppi láglaunastefnu.

Annars er þetta hefðbundinn pistill vinstrimanns, um ómennsku vesturlandabúa í garð fátækra. Þetta er allt okkar sök, við niðurgreiðum matvöru, svo fátæku löndin geta ekki framleitt ódýran mat.
Málið er að sjálfsögðu ekki þannig.

Fátæk lönd eru oftast nær fátæk vegna stjórnarfars og spillingar, óráðsíu og ómenningar. 
Það er heimatilbúinn vandi, sem ekki á að flytja út til ríkja sem hafa byggt upp gott velferðarkerfi, á grunni lýðræðis.

Þessir kratar.... ekki skrýtið að þeir séu hverfandi pólitískt afl.

Hilmar (IP-tala skráð) 31.7.2015 kl. 14:35

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er að lýsa ástandinu varðandi láglaunafólkið eins og það er, ekki eins og ég vildi að það væri sem er einmitt það að auka launajöfnuð og menntun og velferð í leiðinni. 

Ég hef aldrei mælt með því að flytja inn "láglaunaþræla."

Ómar Ragnarsson, 31.7.2015 kl. 18:13

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Kerfið jafnar sig alltaf.  Í þessu tilfelli, þetta kerfi sem við höfum núna búið okkur til sem nær um allt, það tekur það 1000 ár að jafna sig.

Það mun verða sárt, en það gerist.  Hvort sem þú, ég, eða einhver annar vill eða ekki.

Ásgrímur Hartmannsson, 31.7.2015 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband