Kominn heim í Höfn frá öðrum löndum.

Kaupmannahöfn er eina borgin utan Íslands, sem hefur þau áhrif á mann þegar maður kemur þangað frá öðrum útlöndum en Danmörku, að manni finnst maður sé kominn heim. 

Um aldir var hún höfuðborg Íslands og bæði Jón Sigurðsson og Jónas Hallgrímsson unnu sín afrek á danskri grund í þessari vinalegu og aðlaðandi borg. 

Ég er ekki hlutlaus þegar um Höfn er að ræða því að sex vikna dvöl þar fyrir aðeins fjórtán ára ungling á mesta góðviðrissumri aldarinnar 1955 gerði mig ástfanginn af borginni fyrir lífstíð.

Gildir þá einu þótt sjarminn af öllum smábúðunum við Gammel Kongevej og Vesterbrogade sé fölnaður við brotthvarf þeirra flestra og hundraða reiðhjóla sem fyllti göturnar á álagstímum.

Söguslóðir Íslendinga eru á hverju strái og Danir eru drengir góðir.

Rauðu múrsteinshúsin skapa hlýrri blæ á borginni en hinir gulu í Málmey eða gráu í Stokkhólmi.

"Wonderful, wonderful Copenhagen" var eitt vinsælasta lag heims árið 1952 þegar kvikmyndin H.C. Andersen með þessu lagi naut feykilegra vinsælda, enda brilleraði Danny Kay í myndinni.

Og það hljómar enn í eyrunum þegar hugurinn reikar til borgarinnar við Sundið.    

 


mbl.is Kaupmannahöfn skellti sér á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Borgin, þar sem Jónas drakk sig í hel, og þar sem annar hver Grænlendingur gerir það sama, og þar sem aðrir drekka Carlsberg-sjóðnum til samsætis, svo hægt sé að veita peninga í drykkjurannsóknir og sýfilis Jóns Sigurðssonar, á meðan útlendingar sem ekki drekka og eru haldnir öðrum anda en vínanda eru alls ekki velkomnir. Borgin sem sá í gengum útrásavíkingana?

Hvað er það þá sem Íslendingar sækja í: Ódýrustu ferðina? Drykkjuna? Að komast heim í jólafrí meðan þeir eru í námi? Að búa á óhrjálegu hóteli nærri Istedgade?

Svo er reyndar fleiri hús í Danmörku úr gulum múrsteini en rauðum, þó svo að Amákur og Peter Bangs Vej séu að mestu úr rauðsteini. Þegar Danir uppgötvuðu kosti kalsíumkarbónats sem bætiefnis í leir fjölgaði gulum húsum mjög.

En ég ætla ekki að taka 1955 frá þér, enda ertu fæddur árið 1940 og tilheyrðir með réttu danska konungssambandinu áður en það var tekið frá þér án þess að þú hefðir nokkuð um það að segja.

Þú kannast vonandi við ákvæði Grundloven om Íslendinga sem fæddir voru fyrir 1944? Þið geti alltaf snúið heim og krafist smørrebrøds og øls. Þá get ég lofað þér að eftir hálfs árs veru er allur sjarmurinn farinn af rauðu múrsteinshúsunum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.8.2015 kl. 04:49

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Wonderful, wonderful Copenhagen... Í dag á maður í hættu að hitta Hizbut Tharir göngu á Nørrebro. Ófrýnilegir göngumenn eru ekki að hæla rødgrød med fløde heldur halda þeir á fánum og borðum sem á stendur að þeir ætli sér að taka yfir heiminn og stofna kalífat, þar sem gilda allt önnur lög en í Danmörku og þar sem smurbrauðið er falaffelsamloka og viðurlög við þjófnaði er ekki uppreist æru heldur handaleysi - og þar sem blogg verða bönnuð.

Ég hef heyrt, að ferðir Íslendinga til Kúvæt verði æ fleiri og að bandarískir agentar fylgi hverju fótspori og sundtaki Íbrahíms Feneyjarfara. Ísland er líka á niðurleið.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.8.2015 kl. 05:01

3 Smámynd: Már Elíson

Mér virðist á þessum óhamingjusömu skrifum Forneifs..nei,fyrgefið, Vilhjálms, að hann sé á hengiflugi og á hraðri leið til sjálfsmorðs. Hvílík óhamingja í skrifum manns, manns sem virðist vanta hjálp.

Takk Ómar fyrir frábæra lýsingu á þeim sjarma sem þú upplifðir/lifir og sem yljar þér um hjartarætur. - Þetta kannst margir við, og óþarfi að gera lítið úr þó svo að hamingjan hafi snúið baki við einhverjum.

Már Elíson, 2.8.2015 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband