2.8.2015 | 15:38
Stalín kippti líka að sér hendinni varðandi Grikkland.
Í lok heimsstyrjaldarinnar síðari sömdu Churchill og Stalín um það hvernig skipta skyldi Evrópu upp í áhrifasvæði sigurvegaranna.
Þýskaland og Austurríki voru hernumin þannig að Rússar fengu hluta þessara landa í sinn hlut og einnig önnur Austur-Evrópu ríki að undanskildu Grikklandi þar sem Bretar skyldu hafa yfirgnæfandi áhrif.
Í Júgóslavíu var kommúnistaleiðtoginn Tito samþykktur sem alráður, en landið hins vegar hvorki algerlega undir áhrifum Rússa né Vesturveldannna, enda fór Tító sínu fram alla sína tíð.
Bretar höfðu farið miklar hrakfarir 1941 í Grikklandi gegn her Þjóðverja og stóðu mjög veiklaðir í stríðslok.
Kommúnistar hugðu þess vegna gott til glóðarinnar og hófu uppreisn, svo að úr varð borgarastyrjöld. Þeir vonuðust til að Stalín gaukaði að þeim stuðningi og sendi jafnvel sjálfboðaliða eins og hann hafði gert í borgarastríðinu á Spáni 1936-39.
Svo tæpt stæðu Bretar og gríska stjórnin, að kommúnistabylting yrði auðveld í landinu.
En Stalín horfði lengra fram í tímann og lyfti ekki litla fingri til hjálpar, því að með því að leyfa grísku stjórninni með stuðningi Breta að berja uppreisnina niður, myndu Vesturveldin muna það og vantreysta Stalín í samningum við hann.
Stalín græddi þetta margfalt til baka, því að þegar kom að því að kommúnistar tækju völdin í ríkjunum sem voru á umsömdu áhrifasvæði þeirra.
Þá lyftu Vestuveldin í raun ekki litla fingri til að afstýra því.
Þegar uppreisnarmenn gegn kommúnískri harðstjórn risu upp í Ungverjalandi og Tékkóslóvakíu fengu Rússar óáreittir að berja þær niður.
Þegar Putin kippir að sér hendinni nú gagnvart Grikkjum er það í annað sinn sem grískir harðlínumenn í andófi gegn Vesturveldunum fara bónleiðir til búðar til Rússa.
Leyniáætlunin opinberuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.