27.4.2007 | 13:13
LÍNUR SKÝRAST.
Sex framboð skiluðu inn gögnum í öllum kjördæmum í dag og á hádegi á morgun verður endanlega úrskurðað um gildi þessara gagna. Baráttusamtökin náðu aðeins að skila inn gögnum í einu kjördæmi. Þar með stefnir í kosningar þar sem einn nýr flokkur verður í lykilaðstöðu til að koma í veg fyrir möguleikann á hreinni stóriðjustjórn. Á hádegi á morgun verður endanlega úrskurðað um gildi gagnanna sem lögð voru inn í dag og þá hefst hinn raunverulegi endasprettur sem öllu mun ráða.
Athugasemdir
Kæri Ómar
Ef ég hef ekki verið nógu skýr í skrifum þá endurtek ég að það ert þú sem gerir mig að stóriðjusinna með látunum í þér og þessari ósanngjörnu baráttu þinni. Nú skora ég á þig að slaka aðeins á og semja frið við okkur hófsömu virkjanasinnana.
Kveðja, Gaui
Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 14:22
Ég vill fá þig á þing ómar! þú ert maður sem ert þjóð þinni og náttúru til sóma og það sem betra er ... að þú veist af því sjálfur og berð virðingu fyrir því!
Morgunstjarnan (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 15:54
Ég vona að þú komist á þing,en finnst fremur ólíklegt að sá staður henti þér.Þú ert maður aðgerða með góða framtíðarsýn fyrir land og þjóð.Vona að þið látið ekki íhaldið blekkja ykkur með einhverri frestun á byggingu álvera.Auðhyggju og græðgi er aldrei hægt að treysta,þar koma alltaf peningarnir fyrst,síðan fólkið og landið síðast.
Kristján Pétursson, 27.4.2007 kl. 16:25
Endilega, berjist við græðgina og auðvaldið, það er gott og blessað.
Byrjið nú samt á því að finna leið til að keyra bílana ykkar og fljúga flugvélunum ykkar á hinsegin tækni, einhverju hreinu.
Því miður eruð þið og munið áfram vera ánægð með hvern olíudropa sem þið fáið frá Írak.
Hvað er auðvald? Hvað er græðgi?
Kveðja, Gaui
Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 16:51
Sæll Ómar, þú stóðst þig ágætlega í Kastljósinu í kvöld en auðvitað á Íslandshreyfingin að hafa það á stefnuskrá sinni að veita trúfélögum heimild til giftinga samkynhneigðra para. Treysti því að þið kippið þessu í liðinn.
Heiðar Reyr Ágústsson, 27.4.2007 kl. 20:48
Íslandshreyfingin hefur jafnrétti á stefnuskrá sinni á öllum sviðum þótt það sé ekki sérstaklega tekið fram um þetta tiltekna atriði.
Ómar Ragnarsson, 27.4.2007 kl. 22:49
Ómar! er það rétt skilið hjá mér að jafnrétti á öllum sviðum þýði það að ríkið skuli þá ekki reka þjóðkirkju því þar fer í berhögg við önnur trúarbrögð?
Kristján (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 22:59
EFtir kastljós kvöldsins kýs ég þig Ómar. Þú stóðst þig með prýði og D varð einu atkvæði fátækara í kvöld. Ég vona að þið náið manni inn.
Páll (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.