Hve lengi á þessi blekking að endast?

Tveir ungir Bandaríkjamenn ákváðu að á leið sinni reiðhjólum frá Bandaríkjunum til Frakklands væri viðeigandi að hjóla um Ísland og koma við í Hellisheiðarvirkjun, af því að hún væri dæmi um nýtingu endurnýjanlegrar orku. 

Kinnroðalaust höldum við Íslendingar áfram að blekkja útlendinga hvað varðar þessa virkjun og nýtingu jarðvarmans til raforkuframleiðslu. 

Hinu sanna er haldið leyndu, að í Hellisheiðarvirkjun fer fram óþörf ofnýting og græðgisfull rányrkja á jarðvarmanum sem þegar veldur því að orka virkjunarinnar hefur fallið á fáum árum um 40 megavött eða um 13% og á eftir að halda áfram að minnka, enda aðeins gert ráð fyrir 50 ára endingartíma í forsendum virkjunarinnar. 

Samt er búið að gera samning um sölu orku hennar rétt eins og hún haldist jafnmikil. 

Olíuvinnslusvæði, sem entist aðeins í 50 ár, þætti ekki dæmi um endurnýjanlega orku og sama gildir um orkuframleiðslu Hellisheiðarvirkjunar.

 


mbl.is Frá Bandaríkjunum til Parísar á hjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á nýlegum reikningi frá ON (sem mun standa fyrir Orka Náttúrunnar)er eftirfarandi texti:

Viðskiptalegur uppruni raforku ON eftir orkugjöfum árið 2013:    

Endurnýjanleg orka 39%

jarðefnaeldsneyti 37%

kjarnorka 24%.

Er ekki ástæða til að efast um þessar tölur?  Og ég hélt að við værum laus við kjarnorku!

Hörður Björgvinsson (IP-tala skráð) 7.8.2015 kl. 18:28

2 identicon

Bara að bæta við að Okurveitan á Hellisheiðavirkjun

þannig að það eru stjórnmálamenn Reykjavíkurkjördæmis sem eru svoa "gráðugir"

Grímur (IP-tala skráð) 7.8.2015 kl. 19:10

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Jarðvarmavirkjanir eiga fyrst og fremst að vera til nýtingar heita vatnsins. Til húshitunar og annarra nýtingar vatnsins.

Raforkuframleiðslan á að vera aukaafurð. Einungis framleidd raforka úr því vatni sem nýtist til annarra hluta.

Hellisheiðarvirkjun og reyndar flestar slíkar virkjanir hér á landi snúa þessu við. Þar er raforkuframleiðslan aðalmarkmið. Einungis lítill hluti vatnsins er nýttur, megninu ýmist dælt til sjávar eða reynt að dæla því aftur niður í berglögin, með misjöfnum árangri.

Jarðvarmavirkanir, eins og þær eru nýttar hér á landi eru langt frá því að vera sjálfbærar. Þekkingin til að ná í orkuna og nýta hana er góð hjá okkur, en lengra nær þekkingin ekki. Engin þekking er á nýtingu orkuuppsprettunnar né sjálfbærni hennar. Þetta er marg sannað, ekki síst á Hellisheiðinni.

Því er merkilegt að þegar svokölluð rammaáætlun var samþykkt frá Alþingi, á síðasta kjörtímabili, voru jarðvarmavirkjanir nær eingöngu samþykktar til vinnslu.

Gunnar Heiðarsson, 7.8.2015 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband