"Peningarnir urðu til í bankanum."

Maður tekur eftir því að það eru nýprentaðir peningaseðlar í umferð hér á landi og aukin peningaprentun er trix sem notað er í Evrópu. 

Hér um árið keypti Seðlabanki Íslands eitt sinn fjölda dýrra málverka fyrir mikla peninga. 

Þetta vakti gagnrýni þess efnis að bankinn væri ekki stofnaður til að reka listaverkasöfn heldur til að halda utan um peningamál þjóðarinnar, sem ætti hann, og nota peningana í það. 

En þáverandi Seðlabankastjóri vísaði þessu á bug með frægum orðum: "Peningarnir, sem notaðir voru í þetta, urðu til í bankanum." 

Svipað virðist hafa verið uppi á teningnum í Landbankanum varðandi kaup á dýrustu lóð borgarinnar og byggingu glæsimusteris peninganna á henni. 

"Peningarnir urðu til í bakanum" er hugsunin á bak við þetta. Peningarnir eru ekki lengur tákn og afsprengi verðmæta, sem fólk hefur skapað með vinnu sinni, heldur orðnir að sérstökum verðmætum, sem eru óháð fólkinu, þjóðinni, sem á bankann. 


mbl.is „Frestun breytir engu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að setja smæsta gjaldmiðil Evrópu á flot, eins og gert var, var brjálæði, og vera svo með allar fjárskuldbindingar verðtryggðar, er kokteill sem er baneytraður, síðan hækkaði Seðlabankinn stýrivexti í örvæntingu sinni upp í hæstu hæðir, og byrjuðu þá mestu vaxtamunaviðskipti sem fram hafa farið á norðurhveli jarðar, enda fór sem fór, efnahagskerfi þjóðarinnar fór á hliðina, og Seðlabankinn með, og þúsundir heimila og fyrirtækja varð gjaldþrota, þannig hverfa peningar.

Halldór Björn (IP-tala skráð) 7.8.2015 kl. 23:07

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson er sem sagt með peningaprentunarvél heima hjá sér.

Höfuðstöðvar Landsbankans eru nú þegar í miðbæ Reykjavíkur og hafa verið þar áratugum saman.

Þorsteinn Briem, 8.8.2015 kl. 00:45

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.7.2015:

"Starf­semi Lands­bank­ans í Reykja­vík fer fram í mörg­um hús­um víða í borg­inni. Þar af eru fjór­tán hús í Kvos­inni og aðeins fjög­ur þeirra í eigu bank­ans. Leigu­samn­ing­ar eru flest­ir til skamms tíma, á bil­inu 1-3 ár."

"Með ný­bygg­ingu næst fram mun betri nýt­ing á hús­næði en nú er. Lands­bank­inn rek­ur starf­semi á tæp­lega 29 þúsund fer­metr­um á höfuðborg­ar­svæðinu en ný­bygg­ing­in verður um 14.500 fermetrar auk 2.000 fermetra í kjall­ara fyr­ir tækn­i­rými og fleira.

Með þessu fækk­ar fer­metr­um und­ir starf­semi bank­ans á þessu svæði um allt að 46%."

"Áætlan­ir gera ráð fyr­ir að ár­leg­ur rekstr­ar­kostnaður vegna hús­næðis lækki um 700 millj­ón­ir króna og að fjár­fest­ing­in borgi sig upp á um tíu árum."

Þorsteinn Briem, 8.8.2015 kl. 00:52

4 identicon

Steini Briem, þú virðist ekki vera að skilja hver mergurinn málsins er.

Bruðl bankaráðsins birtist í því að verið er að byggja allt of stóra glæsihöll á dýrustu lóð landsins, þegar höfuðstöðvarnar gætu allt eins verið í passlegri byggingu sem yrði byggð í úthverfi Reykjavíkur (t.d. Norðlingaholti). Þá gæti fjárfestingin borgað sig á langtum skemmri tíma en tíu árum. Það er EKKERT sem mælir fyrir því að byggja höfuðstöðvarnar við hlið Hörpu, sú ákvörðun lýsir bara flottræfilshætti, spillingu og snobbi.

Bankaráðið er að sóa fé sem það á ekkert í eins og verstu sníkjudýr. Um að gera að sparka bankaráðinu út í hafsauga og setja inn fólk sem hefur hag viðskiptavina, hluthafa og viðskiptavina að leiðarljósi.

Ég og aðrir hafa líka tekið eftir að á vefsíðu bankans voru viðskiptavinir alls ekki spurðir álits á þessu bruðli, einungis hvað þeim fyndist ætti að gera við Austurstræti 17 eftir að fílabeinsturninn yrði tekinn í notkun. Eins og þessi sóun á almannafé væri bara business as usual.

Ef þessi ríkisstjórn hefði eitthvað bein í nefinu, þá yrðu öllum stjórnendum Landsbankans sagt að taka pokann sinn út af þessu hneykslismáli.

Og nú þarf ég að fara í Byko og athuga hvað góð sleggja kostar, ef til þess kæmi. laughing 

Pétur D. (IP-tala skráð) 8.8.2015 kl. 11:57

5 identicon

Þetta átti víst að vera Austurstræti 11. Bið forláts. En engin furða að mig misminni húsnúmer í Austurstræti, ég fer bara niður í miðbæ í ýtrustu neyð og í mesta lagi einu sinni í mánuði, enda hef ég ekkert þangað að sækja, enda lítið annað þar en skranbúðir fyrir túrista og drusluverzlanir.

Pétur D. (IP-tala skráð) 8.8.2015 kl. 12:08

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta með glæsihýsi o.s.frv., að spilar ekki þar inní íslenska módelið?

Þ.e.a.s. að það vel þekkt í gegnum tíðina að einna hagstæðast er fólk og fyrirtæki að setja speningana í steinsteypu?

Þarna ætluðu þeir að festa peningana í fasteign/steinsteypu á besta stað á landinu etc.

Á Íslandi hefur slíkt lengi þótt til fyrirmyndar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.8.2015 kl. 12:56

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verið er að reisa hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem um 200 manns munu starfa.

Rúmlega eitt hundrað hótel og gistiheimili eru nú þegar vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík.

CCP
á Grandagarði í Reykjavík seldi árið 2010 áskrift að Netleiknum EVE Online fyrir um 15 evrur á mánuði og þá voru erlendir áskrifendur um 300 þúsund.

Gjaldeyristekjur CCP af EVE Online voru samkvæmt því um níu milljarðar króna árið 2010 en erlendir áskrifendur að EVE Online voru um 70% fleiri, eða rúmlega hálf milljón, fyrir ári.

Og gjaldeyristekjur vegna Iceland Airwaves og CCP Fanfest eru nú þegar samanlagt um einn og hálfur milljarður króna í nokkra daga á ári, eða 30 milljarðar króna á 20 árum, en allur byggingarkostnaður vegna Hörpu frá upphafi er 28 milljarðar króna, að meðtöldum fjármagnskostnaði vegna lána til 35 ára.

15.10.2010:


Um 300 manns starfa í höfuðstöðvum CCP í 101 Reykjavík


Hjá Norðuráli á Grundartanga starfa hins vegar um 500 manns og þar af eru um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness.

Í 101 Reykjavík
eru einnig til að mynda hið gríðarstóra útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki Grandi, fleiri fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæki og Lýsi hf.

Þar að auki fara erlendir ferðamenn í hvalaskoðunarferðir frá Gömlu höfninni í Reykjavík, sem skapa nú þegar um eins milljarðs króna gjaldeyristekjur á ári.

Þar er einnig langmestum botnfiskafla landað hérlendis og jafnvel í öllum heiminum, um 87 þúsund tonnum árið 2008, um tvisvar sinnum meira en í Grindavík og Vestmannaeyjum, fimm sinnum meira en á Akureyri og fjórum sinnum meira en í Hafnarfirði.

Í engu öðru póstnúmeri á landinu er
því aflað meiri gjaldeyristekna en 101 Reykjavík.

Þorsteinn Briem, 8.8.2015 kl. 13:09

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Og ekki þora vesalingarnir að skrifa hér undir nafni og kennitölu frekar en fyrri daginn.

Þorsteinn Briem, 8.8.2015 kl. 13:29

9 identicon

Steini, þetta sem þú skrifaðir í #7 kemur umræðuefninu nákvæmlega ekkert við. Þú hefur þessa undarlegu áráttu alltaf að bulla um allt annað en það sem er til umræðu hverju sinni. Það er sorglegt, hvað þú átt erfitt með að halda þér við efnið.

Pétur D. (IP-tala skráð) 8.8.2015 kl. 16:19

10 Smámynd: Jón Ragnarsson

Alvogen kemur þessu ekki við.

Þegar CCP flutti á Grandagarð var það húsnæði ódýrt. 

Norðurál á Grundartanga? Hvað ertu eiginlega að tala um?

Útgerðarfélag er við höfn? Það er nú alveg fáheyrt!

Hvalaskoðunarferðir eru líka gerðar út frá hafnarsvæði? Þvílík bylting! 

Ég veit ekki hvað þú ert að fara

Jón Ragnarsson, 8.8.2015 kl. 16:27

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Steini, þetta sem þú skrifaðir í #7 kemur umræðuefninu nákvæmlega ekkert við."

"... enda lítið annað þar en skranbúðir fyrir túrista og drusluverzlanir.

Pétur D."

Þorsteinn Briem, 8.8.2015 kl. 19:10

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ég veit ekki hvað þú ert að fara

Jón Ragnarsson,"

"... enda lítið annað þar en skranbúðir fyrir túrista og drusluverzlanir.


Pétur D."

Þorsteinn Briem, 8.8.2015 kl. 19:12

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Svipað virðist hafa verið uppi á teningnum í Landbankanum varðandi kaup á dýrustu lóð borgarinnar og byggingu glæsimusteris peninganna á henni."

Undirritaður veit ekki til þess að ákveðið hafi verið hvernig nýjar höfuðstöðvar Landsbankans eigi að líta út.

Húsið sjálft kostar jafn mikið hvort sem það er við Hörpu eða annars staðar.

Og Landsbankinn er á jafn dýrri lóð og sú sem er við Hörpu.

Þorsteinn Briem, 8.8.2015 kl. 19:37

14 identicon

"Húsið sjálft kostar jafn mikið hvort sem það er við Hörpu eða annars staðar."

Já, en bara ef það á að vera þessi ofvaxna glæsibygging sem bankaráðið hafði hugsað sér. Auðvitað á bankinn að kaupa ódýra lóð í einhverju úthverfi borgarinnar og byggja ódýrustu tegund af byggingu, en samt með nægilega miklum fermetrafjölda til að rúma starfsemi höfuðstöðva og ekki neitt meira. Ekkert aukarými til að leigja út öðrum fyrirtækjum, það er ekki hlutverk bankans að vera í þannig braski.

"Og Landsbankinn er á jafn dýrri lóð og sú sem er við Hörpu."

Já, núna, en öll starfsemi LÍ á að flytja frá Austurstræti 11., bæði höfuðstöðvarnar og útibúið sjálft, enda engin þörf á að útibú banka í almannaeigu sé við eina dýrustu götu í miðbænum. Útibúið getur verið fundinn staður í ódýrara húsnæði á ódýrari lóð í 101. Salan á þessu glæsilega húsi með lúxusinnréttingunni við Austurstræti getur fjármagnað það og meira til, meðan höfuðstöðvarnar flytja upp í látlausa byggingu við Norðlingaholt, sem hægt er að fjármagna með þeim sparnaði, sem hlýzt af því að þurfa ekki að leigja út um allan bæ. Enda er slagorð sumra banka: "eyddu í sparnað". Tími til kominn að bankinn geri það sjálfur frekar en: "eyddu í óþarfa munað".

Sem viðskiptavinur LÍ sl. 40 ár og skattgreiðandi er ég með þúsundum annarra meðeigandi bankans. Og ég vil ekki sjá neitt bruðl. Basta.

Pétur D. (IP-tala skráð) 10.8.2015 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband