10.8.2015 | 08:03
Einstakur maður og erfiður dagur fyrir marga í gær.
Dagurinn í gær var mörgum vinum Arngríms Jóhannssonar erfiður. Fljótlega eftir að fréttist hér syðra af hvarfi flugvélar var ljóst um hvaða flugvél var um að ræða og hverjir væru um borð, og einnig að heyrst hefði í henni síðast í Hörgárdal.
Það var ekki óeðlilegt að flogið væri þar um eins og aðstæður voru í gær, því að Öxnadalsheiði var ófær fyrir sjónflug.
Þegar þannig stendur á geta Hörgárdalsheiði eða leiðin um Barkárdal og yfir Barkárdalsjökul stundum verið færar og hin síðarnefnda leiðin er stysta leiðin yfir í Skagafjörð, leið sem ég hef flogið býsna oft.
Arngrímur stendur hjarta mínu nær en flestir aðrir menn og veit ég vart annan mann slíkan.
Hugur minn og margra fleiri er því hjá honum í dag.
Komst lífs af úr flakinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Guð blessi ykkur vini lands og þjóðar.
Sigurður Haraldsson, 10.8.2015 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.