10.8.2015 | 13:08
Merkileg nýjung.
Hvenær er hús hús og hvenær hættir það að vera hús og verður að tjaldi? Þessi spurning vakna þegar sagt er í fréttum um það merkilega framtak Steinars Bergs Ísleifssonar að gefa ferðafólki möguleika á að dvelja í "timburtjöldum" í Fossatúni í Borgarfirði.
Hliðstæðar spurningar vakna ævinlega þegar um er að ræða skilgreiningar á manngerðum fyrirbærum.
Hvenær hættir til dæmis reiðhjól að vera ómerkt reiðhjól án trygginga og verður að vélhjóli með skráningarskyldu og tryggingum?
Um það gilda ákveðnar reglur sem nýlega er búið að samþykkja.
Tjöldin víkja fyrir timburtjöldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er greinilega tjald. Réttast væri að verðlauna manninn. Tjaldhæll á fæti væri vel við hæfi.
http://www.visir.is/-myndirdu-naudga-hafdisi-huld-med-tjaldhael--/article/2014140228849
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.8.2015 kl. 13:37
Í dag:
Langflestir jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum hér á Íslandi
Þorsteinn Briem, 10.8.2015 kl. 14:39
Í dag:
Um 285 þúsund gistinætur á hótelum hér á Íslandi í júní síðastliðnum - 46 þúsund (19%) fleiri en í júní í fyrra
Þorsteinn Briem, 10.8.2015 kl. 14:59
Þetta minnir talsvert á "nípurnar" í Kerlingarfjöllum:
http://www.kerlingarfjoll.is/facilities/nipa-1/12/
Þær eru reyndar aðeins stærri, rúma 6-10 manns hver.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.8.2015 kl. 15:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.