Helsti óvinurinn gerður óvirkur.

Loftmótstaða er helsta hindrunin sem þarf að yfirvinna í samgöngum, ekki þyngd eða mótstaða í vél og drifkerfi. 

Framfarir í afköstum bíla og sparneytni hefur í meginatriðum byggst á því að lækka loftmótstöðustuðulinn  (cx)  úr ca. 0.60 niður 0,30 og þaðan af minna. 

Loftviðnám hvers bíls í mælieiningum fæst með því að margfalda flatarmál lóðrétts þverskurðar bílsins ( frontal area eða ruðningsflatarmál ) þegar hann ryðst í gegnum loftið með cx-tölunni. 

Uppréttur mannslíkami er eins óheppilegur til að smjúga í gegnum loftið og hugsast getur með líkast til hátt í cx 1.00 og þar að auki afar stórt ruðningsflatarmál miðað við þyngd og afl.

Þess vegna leggjast knapar fram á við í kappreiðum og sömuleiðis leggjast hjólreiðamenn fram á stýrið og hraðskreiðustu hjólin lykjast utan um knapann, sem hallast fram fyrir aftan nákvæmlega hannaða "framrúðu."

Í formúlu eitt liggja ökumenn næstum afturábak í bílnum til þess að þeir geti verið sem lægstir og sömuleiðis þyngdarpunkturinn. Arna Sigríður, Keppnishjól   

Þetta veit Arna Sigríður Albertsdóttir eins og sjá má af myndum af henni á keppnishjóli sínu. 

Hún kýs eðlilega að liggja á bakinu frekar en á maganum og gera með því helsta óvininn í keppnishjólreiðum eins óvirkan og hægt er. 

Mörg smáatriði geta gert eitt stórt í þessum fræðum. Einn helsti sérfræðingur í loftmótstöðu flugvéla, Bandaríkjamaðurinn Lopresti, gat hækkað hraða flugvéla sem þó voru taldar smjúga vel í gegnum loftið, um 10 prósent meðal annars með því að fitla við samskeyti á milli búks og vængja, loka betur hjólahólfi, endurhanna framrúðu og bæta loftflæði inn á hreyfilinn og út frá honum. Rafhjólið Blakkur 

Á reiðhjólum auka hlutir eins og töskur utan á þeim loftmótstöðuna. Skásti staðurinn fyrir kassa framan á stýrinu beint fyrir framan hjólreiðamanninn eða á bögglabera fyrir aftan hann.

Í vor og sumar hef ég verið að dunda við tilraunir með reiðhjólið Náttfara með hjálpar rafmótor og í staðinn fyrir að hafa í fyrstu tvær töskur aftan á hjólinu er nú aðeins ein og hún gerð straumlínulagaðri með því að mjókka hana með notkun límbands.Tatra_87-old

Tatra T 87 sem snillingurinn Ledwinka hannaði á árunum 1932-36, var fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn í heiminum sem var með loftviðnámstölu sem talin er hafa verið jafnvel lægri en 0,30 og var hálfri öld á undan öðrum bílaframleiðendum í þessu efni auk annarra byltingarkenndra atriða. 

Bíllinn náði 160 kílómetra hraða á 85 hestöflum, en bandarískir bílar af svipaðri stærð og þyngd og með álíka kraftmiklar vélar máttu heita góðir ef þeir komust yfir 120.

Þegar ég lít á hjólið hennar Örnu Sigríðar minnir það mig á meira en 50 ára gamlar hugmyndir mínar um tveggja manna bíl þar sem báðir sætu mjög afturhallandi inni í mjög straumlínulöguðum og mjóum smábíl, annar maðurinn fyrir aftan hinn, og vél og drif aftast í bílnum.  

 

 


mbl.is Á flugbraut fyrir heimsmeistaramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Framfarir í afköstum venjulegra bíla og sparneytni undanfarna áratugi hefur í meginatriðum byggst á því að lækka þyngd bíla og auka afköst vélar með minni eldsneytisnotkun. Loftmótsstaða hins hefðbundna fjölskyldubíls hefur ekki breyst mikið frá síðari hluta síðustu aldar.

Hábeinn (IP-tala skráð) 12.8.2015 kl. 13:41

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Enginn "hefðbundinn fjölskyldubíll" var með loftmótstöðu undir ca 0,40 í kringum 1990 nema Fiat Uno og Daihatsu Cuore, sem voru smábílar. Audi 100 var ekki "hefðbundinn fjölskyldubíll." 

Hinir "hefðbundnu fjölskyldubílar" hafa allir þyngst um minnst 20% síðan 1990. 

Volkswagen Golf var til dæmis um 850 kíló þá en er nú um 300 kílóum þyngri. Þeir hafa allir breikkað um þetta 15-20 sentimetra.

Núna er Mini minnst 1150 kíló en var til ársins 2000 650 kíló. 

Eftir stendur mikil framþróun í gerð bílvéla og meira straumlínulag.   

Ómar Ragnarsson, 12.8.2015 kl. 14:36

3 Smámynd: Snorri Hansson

Ég hef stundum velt því fyrir mér hve mikil olía sparaðist ef flutningabílar væru með hálfkúlulagi að aftan.

Snorri Hansson, 12.8.2015 kl. 15:00

4 identicon

http://ecomodder.com/wiki/index.php/Vehicle_Coefficient_of_Drag_List

Mazda

626

1992 - 1997

0.29

Saab

900 (Classic)

1979-1993

0.34

Toyota

Corolla

1993 - 1997

0.33

Ford

Thunderbird

1989 - 1997

0.31

Honda

Civic Hatch

1988 - 1991

0.33

Opel

Astra

1991 - 1998

0.32

Buick

Park Avenue

1991 - 1993

0.31

Audi

A4

1994 - 2001

0.29

Hábeinn (IP-tala skráð) 12.8.2015 kl. 16:17

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Saabinn er eini bíllinn í þessari upptalningu sem er eldri en frá 1988. 

Ómar Ragnarsson, 13.8.2015 kl. 08:34

6 identicon

Það varst þú sem settir "kringum 1990" og cx0.40 sem viðmið og varst með fullyrðingar sem ekki standast.

Hér er annar listi og þar má finna nokkra venjulega frá því fyrir 1988 undir cx0.40.   https://en.wikipedia.org/wiki/Automobile_drag_coefficient

Hábeinn (IP-tala skráð) 13.8.2015 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband