13.8.2015 | 08:07
Úrelt viðhorf til viðhalds vega.
Við Íslendingar búum í dreifbýlu landi og höfum í 140 ár lifað við að vera með miklu lakara vegakerfi en nokkur önnur Evrópuþjóð.
Þess vegna er búið að lemja inn í okkur miklu meira umburðarlyndi gagnvart lélegum vegum en hægt er að verja öllu lengur á þeim timum þegar við erum með ríkustu þjóðum álfunnar.
Hestvagnaöld hélt ekki innreið sína hérlendis fyrr en löngu eftir að aðrar þjóðir voru búnar að átta sig á notagildi hjólsins.
Allt fram til ársins 1913, eða í meira en 20 ár eftir að bílar byrjuðu að ryðja sér til rúms í öðrum löndum, var landlæg sú skoðun að bílar ættu ekkert erindi hér á landi.
Við sættum okkur við það allt afram undir 1930 að ekki væri hægt að aka milli Reykjavíkur og Akureyrar og malarvegirnir viku fyrir malbikuðum vegum mörgum áratugum síðar en í öðrum löndum.
Allt var þetta þolað á þeim forsendum hvað við værum fátækir.
Ótrúleg tregða og fordómar gegn bílbeltum réði ríkjum árum saman.
Síðustu árin er hægt að nefna mörg dæmi um það að við teljum að Vegagerðin sé stikkfrí þegar kemur að frágangi og merkingu vega.
Slys við stórhættulega ranglega merkta brú á Hólsfjöllum var alfarið skrifað á ábyrgð bílstjórans sem var blekktur, en Vegagerðin var sýknuð.
Nú síðast á útmánuðum voru yfirvöld vega- og gatnamála í Reykjavík firrt allri ábyrgð á óhöppum sem urðu vegna stórhættulegra hola í götunum.
Verktakar komast upp með að vanrækja og brjóta reglur um leiðbeiningar að aðvaranir vegna viðgerða á vega- og gatnakerfinu.
Það er orðið löngu úrelt að réttlæta óforsvaranlegt ástand, viðhald og merkingar vega bara vegna þess hvað við séu fátæk þjóð í dreifbýlu landi.
Vegagerðin er enn svelt fjárhagslega um allt að þriðjung þess fjár sem þarf til að viðhalda vegakerfinu.
Skattfé sem hirt er af landsmönnum vegna notkunar bíla er blygðunarlaust notað í allt annað en vegina sjálfa og þjóðin kýs aftur og aftur þá menn, sem standa fyrir þessu.
Meira að segja fyrir 100 árum viðgekkst slíkt ekki.
Ekki boðlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það kostar svo mikið að halda uppi DDRÚV að frekara álag leggur skattgreiðendur að velli fyrir fullt og allt.
Þér er frjálst Ómar að senda peninga þína inn til Vegagerðarinnar. Það er öllum heimilt.
Nú er það svo að vegakerfið á hvern skattgreiðanda hér er bara stærra í Ástralíu og Kanada. Það gerir ekkert til að líta á vegakerfi Íslands sem snoturt, þokkalegt og gangandi kraftaverk. Þakka ber það í stað þess að gera lítið út því afreki.
En því miður er að þannig að við búum ekki í dreifbýlu landi, þar sem þegar er búið að pota 64 prósent þjóðarinnar niður í lokaða ostaklukku á jörð sem er minni en Grímsstaðir á Fjöllum. Þar er vegakerfi Íslands því ekki staðsett.
Á meðan byggðastefnan er svona klikkuð mun ekkert lagast með vegakerfi Íslands. Stór hluti krónískt heimtandi höfuðborgarsvæðis er orðinn svo veruleikafirrtur að það eitt og sér útilokar Ísland.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 13.8.2015 kl. 09:46
Án þess að vilja mótmæla að við höfum lélegt verakerfi -sumstaðar- langar mig að spyrja þig ágæti Ómar nokkur ekið um í Noregi nýlega?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.8.2015 kl. 10:08
Til að setja málið í smá perspektíf má til dæmis nefna að einn maður vegagerðarinnar á Hvammstanga sér um að hefla og viðhalda 800 km af vegum innsveita Vestur-Húnavatnssýslu norður að Hólmavík. Atlsaa, einn maður með 800 kílómetra.
Um tilvist þessara innsveitavega vita fæstir á Höfuðborgarsvæðinu og þingmenn landsins sem vaxa upp í eina og sama partýinu í Reykjavík og drekka allir sama mjöð, aka þá ekki. Og ekki er hægt að hefla vegina nema að næg væta komi til að mýkja vegina upp, sem á þurrkatímum eru þvottabretta harðir sem steypa. Þurrkatímar eru því Vegagerðinni erfiðir.
Það var ekki fyrr en um 1997 að það kom tvöföld akrein í báðar áttir á milli 500 þúsund manna Árósasvæðis í Danmörku og 300 þúsund manna Álaborgarsvæðis. Annar var sá vegur bara eins og á milli Akraness og Borgarness. Vegakerfið umhverfis Kaupmannahöfn er á skrifandi stund ónýtt og hættulegt.
Stór hluti verkakerfis Þýskalands er svo illa á sig komið að kerfið er beinlínis hættulegt. Og 1/3 af brúarmannvirkjum er ónýtur.
Á Spáni hefur ástand vegakerfis landsins ekki verið verra síðan undir Franco. Það fór alveg með það þegar Spánn gekk í ESB.
Ef að menn vilja hafa fyrsta flokks vegakerfi þá verða þeir að eiga fyrsta flokks skattgreiðendur. Og fyrsta flokks skattgreiðendur verða aðeins til þar sem peningalega græðandi atvinnulíf með litlu sem engu atvinnuleysi er.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 13.8.2015 kl. 11:02
Síðan er sú fullyrðing að vegafé skili sér ekki til vegagerðar röng. Má t.d. sjá það hér: http://www.althingi.is/altext/138/s/1407.html
Vitaskuld má deila um það hvort ekki mætti veita meira fé en hér er gert til vegaframkvæmda, en vegaféð skilar sér. Allt. Og rúmlega það.
Ef hins vegar er gerð krafa um að allar álögur á bifreiðar og eldsneyti, hverju nafni sem þær nefna, gangi til vegagerðar má allt eins krefjast þess að allar skatttekjur af útgerð gangi til hafnamála, allar skatttekjur af flugmálum gangi til flugvalla, allar skatttekjur af auðmönnum gangi til þjónustu við auðmenn og svo framvegis. Myndi þá lítið verða eftir til sjúkrahúsa eða leikskólabygginga enda mála sannast að litlar skatttekjur er að hafa af sjúklingum eða foreldrum leikskólabarna. Að vísu mætti þó hafa sérstök auðmannasjúkrahús og -leikskóla.
Væri þetta ekki annars fögur framtíðarsýn?
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 13.8.2015 kl. 12:53
Eg held þetta sé rétt hjá Ómari. Vondir vegir eru afleiðing hugarfarsins á Íslandi gagnvart vegum í gegnum aldirnar. Hugarfarið var að það þyrfti enga vegi. Fólk átti bara að vera heima hjá sér.
Þetta hugarfar rígfestist svo í innbyggjum, sérstaklega þeim sem kjósa framsjalla og þjóðrembingum allrahanda.
Síðan að ef íslendingar fara að byggja vegi, - þá gera þeir það illa og með hangandi hendi og svo virðist stundum þeir kunni lítið til verka eða hafi ekki réttu efnin. Sennilega er þó fjármagnsskortur ástæðan.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.8.2015 kl. 14:14
Fiskiskip Granda hf. og önnur reykvísk fiskiskip, fiskvinnslan og Lýsi hf. við Reykjavíkurhöfn, CCP á Grandagarði, Harpa, hótelin í Reykjavík, hvalaskoðunarferðir frá Reykjavíkurhöfn og Íslensk erfðagreining afla erlends gjaldeyris.
Það sem flutt er inn í 101 Reykjavík frá landsbyggðinni eru fokdýrar landbúnaðarvörur.
Og skattgreiðendur, sem flestir búa á höfuðborgarsvæðinu, halda uppi mörlenskum bændum.
Þar að auki eiga skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu meirihlutann af öllum fiskimiðum við landið, íslenskum þjóðlendum og Landsvirkjun.
Þorsteinn Briem, 13.8.2015 kl. 15:39
Hér á Íslandi var meira atvinnuleysi, 5,5%, í apríl síðastliðnum en í Þýskalandi, 4,7%, fjölmennasta ríki Evrópusambandsins, þar sem íbúar eru um 81 milljón.
Hins vegar búa einungis um 329 þúsund hér á Íslandi, þannig að mun auðveldara er að minnka atvinnuleysi um 1% hérlendis en í Þýskalandi.
Og þúsundir Íslendinga hafa fengið starf í Evrópusambandsríkjunum Danmörku og Svíþjóð undanfarin ár og áratugi.
19.8.2010:
Rúmlega 36 þúsund íslenskir ríkisborgarar búa erlendis
Þorsteinn Briem, 13.8.2015 kl. 15:44
Íslenskir ríkisborgarar - Brottfluttir umfram aðflutta árið 2014: Alls 760.
Íslenskir ríkisborgarar - Brottfluttir umfram aðflutta árin 2006-2014: Alls 8.136.
Hagstofa Íslands - Búferlaflutningar milli landa eftir kyni, ríkisfangi og landsvæðum 1986-2014
Þorsteinn Briem, 13.8.2015 kl. 16:00
Heildarstuðningur við landbúnað hérlendis hefur verið talinn 12-13 milljarðar króna á ári undanfarin ár.
Tæpan helming greiða landsmenn í matarverði en rúman helming með sköttum.
Innflutningsverndin kemur beint við neytendur sem greiða hærra verð fyrir vöruna en ella.
Verndin felst einkum í tollum en innflutningsbann er nú eingöngu sett á af heilbrigðisástæðum.
Annar stuðningur er greiddur í gegnum skattkerfið og er því ekki jafn gegnsær fyrir neytendur.
Steini Briem, 21.7.2010
Þorsteinn Briem, 13.8.2015 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.