13.8.2015 | 12:29
1952 - 2015.
Árið 1952 settu Bretar löndunarbann á íslenskan fisk í Bretlandi, en þar var þá mikilvægasti markaður Íslendinga fyrir fiskútflutning, miklu mikilvægari en markaður Íslendinga fyrir fiskafurðir eru nú í Rússlandi.
Þótt bæði Bretar og Íslendingar væru þá í NATO, sem yfirlýst var að væri stofnað til að sporna við útþenslustefnu Rússa, sneru Íslendingar sér til Rússa, sem féllust á að kaupa fisk af Íslendingum í vöruskiptum fyrir timbur og iðnaðarvörur.
Jósef Stalín var þá einræðisherra og harðstjóri í Sovétríkjunum þar sem framin voru grimmileg mannréttindabrot og andstæðingar Stalíns höfðu verið murkaðir niður.
En viðskiptin við Rússa reyndust vel og hafa enst alla tíð síðan, þótt síldin hyrfi og markaður fyrir iðnaðarvörur okkar hryndi við fall Sovétríkjanna.
Nú snúa hlutirnir öðruvísi.
Ísland hefur stutt við viðskiptaþvinganir ESB og Bandaríkjanna og fleiri gagnvart Rússum og erum við því í svipaðri stöðu og Bretar voru gagnvart Íslendingum 1952 nema að við styðjum viðskiptaþvinganir annarra þjóða gagnvart Rússum.
Bretar og Íslendingar áttu í beinum útistöðum 1952 en öðru máli hefur gegnt um Íslendinga og Rússa fram að þessu. Nú hefur sú staða breyst eftir viðbrögð Rússa í dag.
Bretar gáfust upp á löndunarbanninu eftir nokkur ár og beittu ekki banni aftur í þeim þremur Þorskastríðum sem þjóðirnar háðu.
Þess má geta að sömu flokkar voru í ríkisstjórn Íslands 1952 og 2015, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur.
Rússar banna innflutning frá Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
26.8.2010:
"Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi verði íslenskum og færeyskum skipum bannað að landa þar ferskum fiski.
Andrew Charles, fiskverkandi í Bretlandi, sagði í samtali við BBC að slíkt löndunarbann jafngilti því að loka höfnunum í Grimsby og Hull."
Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi vegna löndunarbanns
Þorsteinn Briem, 13.8.2015 kl. 12:52
Evrópusambandsríkin sætta sig við að íslensk fiskiskip fái um 12% af makrílkvótanum.
Hins vegar sætta Norðmenn sig ekki við það.
Og þeir eru helstu keppinautar okkar Íslendinga í sölu á sjávarafurðum.
Þorsteinn Briem, 13.8.2015 kl. 13:02
Það er mikill munur á að taka ákvörðun um að verja sína hagsmuni sem sjálfstæð þjóð og vera taglhnýtingur ESB sem engir mótmælir að hafa kynnt undir átök í Úkraníu vegna blautra drauna embættismann í Brussel um heimsyfirráð
Grímur (IP-tala skráð) 13.8.2015 kl. 18:27
Ekki skil ég afhverju eftir 4 innrásir og endalaust af bombu afskiptum í öðrum löndum, þá eru Rússar allt í einu tífalt gagnrýnilegir en þessi blóðböð sem vestræni hernaðurinn skilur eftir sig. Ég held það séu bara hinu ríkustu sem vilja refsa rússum fyrir að hindra heimsvaldastefnu BNA og allir aðrir tapa. Ísland er notað sem tæki í hernaðarvélini og er ekki með sjálfstæða utanríkisstefnu. Ísland hefði átt að skera niður framlög til Nato strax þegar Nato sveik sáttmála sameinuðu þjóðana að halda herflugvélum Libíu stjórnar á jörðini, en Nato ákvað að sprengja í hag öfgamanna og hafa áhrif hver stjórnar landinu.
Finnbjörn (IP-tala skráð) 13.8.2015 kl. 18:31
Þjóðverjar hafa altaf haft þörf fyrir GAS,Til margvíslegra nota .Þjóðverjar kaupa enn gas af Rússum
LSD (IP-tala skráð) 13.8.2015 kl. 21:24
27.9.2014:
"Fyrr um daginn tók Gunnar Bragi [Sveinsson utanríkisráðherra] þátt í ráðherrafundi aðildarríkja Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) um öryggishorfur í álfunni.
Á fundinum sagði Gunnar Bragi að innlimun Krímskaga í Rússlandi ógni öryggi í Evrópu.
Vísaði hann til þess að Helsinki yfirlýsingin sem er grundvöllur starfsemi ÖSE feli í sér ákveðin grundvallargildi í samskiptum aðildarríkjanna, meðal annars að virða beri sjálfstæði ríkja og fullveldi landamæra þeirra og að ekki skuli beita hernaðarafli í deilumálum.
Sagði hann grundvallaratriði að öll aðildarríki ÖSE virði þessar skuldbindingar og alþjóðalög."
Utanríkisráðuneytið - Málefni Úkraínu rædd í New York
Þorsteinn Briem, 13.8.2015 kl. 21:34
27.3.2014:
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir skiljanlegt að Úkraína vilji fá aðild að Evrópusambandinu og styður það
Þorsteinn Briem, 13.8.2015 kl. 21:36
Það er ekki að spyrja að haukum, vopnaskaki og heimsvaldastefnu kaupfélagsins á Sauðárkróki.
Þorsteinn Briem, 13.8.2015 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.