Vita þeir um ummæli George Best ?

Átsýki, áfengissýki og ótæpilegt kvennafar virðast elstu tvíburar heims telja að beri að forðast til að lifa vel og lengi.

Og segja að þeir uppskeri ríkulega með langlífi sínu.

Skyldu þeir vita um ummæli enska knattspyrnusnillingsins Georg Best um þetta efni hér um árið?

Best lést langt um aldur fram eftir óreglusamt og sukksamt líf.

Hann var undir lokið spurður að því hvernig hann hefði farið að því að sóa himinháum tekjum sínum á þann hátt að hann væri slyppur og snauður.

Tilsvarið varð fleygt:

"Ég eyddi peningunum í vín og kvenfólk og restin fór í einhverja bölvaða vitleysu." 


mbl.is Elstu tvíburar heims forðast eltingarleiki við kvenfólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

“I spent a lot of money on booze, birds and fast cars. The rest I just squandered,” er sagt að George Best hafi sagt. En þegar George Best sagði það þá var tilsvarið þegar orðið gamalt, vel þekkt og margnotað. Svipuð tilsvör er að finna hjá mörgum öðrum og það elsta sem http://quoteinvestigator.com fann er frá 1936. Þar virðist einhver Channing Pollock vera að vitna í gamlan brandara; Do you remember the sailor who, asked what he’d done with his wages, answered, “Part went for liquor, part for women, and the rest I spent foolishly.”

Hábeinn (IP-tala skráð) 14.8.2015 kl. 11:26

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk fyrir þetta, Hábeinn. Þetta er dæmi um það þegar fleyg orð berast frá manni til manns og síðan festist upphaflega setningin við frægan mann, sem oft var aðeins að vitna í þann sem sagði þetta fyrst. 

Einhvers staðar hef ég lesið að Winston Churchill sé oftast sagður hafa sagt setninguna "Ég hef innilega skömm á skoðunum þínum en er tilbúinn að berjast fyrir því með hnúum og hnefum að þú megir halda þeim fram", en að Churchill hafi í raun verið að vitna í annan mann, sem sagði þetta áður. 

Hafi George Best verið að nýta sér gamlan brandara er kannski skást að hafa setninguna eins og hún var í honum og sleppa hraðskreiðu bílunum. 

Ómar Ragnarsson, 14.8.2015 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband