Útsýni milljarða virði. Húsnæði á n.k. "kaupleigu" í Belgíu.

Samtals er útsýnið úr turnunum í Skuggahverfinu metið á milljarða króna. Útsýnið á virkjunarsvæði Kárahnjúkavirkjunar var hins vegar ekki metið á krónu. 

Í 80 ár hefur það verið nokkurs konar trúaratriði hér á landi að allir eigi að eiga húsnæðið, sem þeir búa í. 

Augljóst er að nú fjarlægist ungt fólk þetta hratt og hér á landi búa fjórum sinnum fleiri á aldrinum fram yfir þrítugt heima hjá foreldrum sínum en í Danmörku. 

Í Belgíu eru í gangi nokkurs konar kaupleigufyrirkomulag. 

Þegar húsnæði er leigt út gildir leigusamningurinn til eins árs. Þá er hægt að gera annan samning sem gildir til tveggja ára. Ef enn nýr leigusamningur er gerður þá, gildir hann jafnlengi og leigjandinn vill, svo framarlega sem hann virðir alla skilmála leigusamningsins og laga þar um. 

Hann getur meira að segja gert breytingar á húsnæðinu, líka eftir ákveðnum reglum. 

En hin ótakmarkaða sjálfseignartrúarsetning mun sennilega ekki gera svona fyrirkomulag mögulegt hér á landi. 


mbl.is Íbúð hækkaði um 28 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ýmislegt fleira sem vert er að minnast á varðandi leigu í Belgíu. Meðalverð á leigu í Belgíu er um 75.000 fyrir hvert herbergi, leiguverð á tveggja herbergja íbúð er því á um 150.000. Og trygging á sérstökum bankareikningi er 3ja mánaða leiga. Leigjandi greiðir síðan allt viðhald, tryggingar af húsnæðinu, hússjóð og gjöld önnur en fasteignarskatt. Leigjandi fær íbúðina hráa og þarf sjálfur að kaupa innréttingar, tæki, gólfefni, ljós o.s.frv. sem hann síðan fjarlægir þegar leigu líkur. Leigjandi gæti þurft að greiða sekt vilji hann hætta að leigja áður en leigusamningur rennur út, mánaðar leigu fyrir hvert ár sem eftir er af samningi.

Davíð12 (IP-tala skráð) 14.8.2015 kl. 03:10

2 identicon

Slíkt fyrirkomulag sem Ómar lýsir verður að vera á einhverskonar félagslegum grundvelli. Það gefur auga leið að maður fer ekki að kaupa íbúð til að leigja öðrum án þess að hafa amk. jafn háa vexti af fjárfestingunni og ef hann hefði lagt aurinn í banka. Af því leiðir vitaskuld að leiga, og skiptir ekki máli hvað er leigt, traktorsgrafa, bíll, íbúð etc., verður alltaf óhagstæðari en kaup þegar til langs tíma er litið. Hagkvæmni þess að leigja getur vitaskuld náðst ef um er að ræða græjur sem hver einstaklingur þarf ekki að nota nema í skamman tíma í einu. Þá næst hagkvæmnin með betri nýtingu græjunnar vegna þess að fleiri geta notað sér hana. Þarna koma verktakar t.d. í uppskerustörfum, rútuakstri, hótelgistingu eða jarðvinnu sterkir inn. En slíkri aukinni nýtingu er ekki til að dreifa með íbúðarhúsnæði fyrir fjölskylduna. Þar verður nýtingin tæplega aukin. Ætli menn síðan að leigja íbúðarhúsnæði undir kostnaðarverði þarf einhver að greiða mismuninn. Þá standa háttvirtir skattgreiðendur framarlega í þeirri röð sem til verður leitað. Fer það svo eftir samfélagslegum hugsanagangi einstaklingsins hvort honum hugnast það.

En við skulum ekkert fara í grafgötur með það að langtímaleiga íbúðarhúsnæðis til einkanota er alltaf dýrari en kaup.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 14.8.2015 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband