14.8.2015 | 18:47
Meðvitað skilningsleysi á gildi hálendisins.
Brotavilji orkugeirans gegn einstæðri náttúru Íslands er einbeittur: Það á að keyra risalínur yfir hálendið og reisa þar virkjanir með tilheyrandi mannvirkjum, en gildi hálendisins er einmitt það, að þar eru ekki óafturkræf mannvirki út um allt eins og á línuleiðunum í byggð.
Hingað til hefur Landsnet þvertekið fyrir að línur verði lagðar í jörð, en nú bregður svo við að talað er um 50 kílómetra kafla í jörð á leiðinni frá Vatnsfelli niður í Bárðardal.
Einnig rætt um það að hægt sé að leggja þessar risalínur þannig að þær sjáist ekki!
Þessir 50 kílómetrar eru reyndar innan við þriðjungur af leið fyrirhugaðri línuleið.
Í skoðanakönnun hefur komið í ljós að erlendir ferðamenn telja háspennulínur trufla upplifun sína af náttúrinni meira en nokkur önnur mannvirki.
Á því virðast forráðamenn Landsnets ekki hafa neinn skilning og ástunda áunna fáfræði af kappi.
Hálendisleið besti kosturinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
18.3.2014:
"Skoðanakönnun Capacent Gallup hefur sýnt fram á víðtækan stuðning við stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.
Um 56% aðspurðra voru því hlynnt, einungis 17,8% andvíg og 26,2% tóku ekki afstöðu.
Hugmyndin átti vísan stuðning meðal kjósenda allra stjórnmálaflokka, meðal allra aldurshópa og um allt land."
Þorsteinn Briem, 14.8.2015 kl. 19:11
Leggja á raflínur í jörð í stað heljarinnar raflínumastra úti um allar koppagrundir, sem spilla hér góðu útsýni til allra átta og er að sjálfsögðu mikils virði fyrir okkur Íslendinga almennt og ferðaþjónustuna, þann atvinnuveg sem skapar hér mestu útflutningsverðmætin.
Þorsteinn Briem, 14.8.2015 kl. 19:12
Raflínur í jörð - Einfaldlega hagkvæmast
Þorsteinn Briem, 14.8.2015 kl. 19:15
Raflínur í jörð - Danmörk
Þorsteinn Briem, 14.8.2015 kl. 19:17
Raflínur í jörð - Frakkland
Þorsteinn Briem, 14.8.2015 kl. 19:18
Ég sá um daginn að það er verið að bæta við (endurnýja ?) nýjum heljarstórum möstrum og línum bæði við Sultartanga og Búrfell (í næturvinnu, um helgar), á leið til Landmannalauga. - Það er ekkert verið að minnka þetta neitt. Af og frá. - Það er magnað að þegar maður keyrir Þjórsárdalinn og leiðina til Landmannalauga, þá eru 6 virkjanir á leiðinni. Ég hafði nú aldrei talið þær fyrr.
Már Elíson, 14.8.2015 kl. 21:22
Miklar fullyrðingar um að reisa stórar virkjanir á hálendinu? Annað mál er hagkvæmni og öryggi sem nýjar línur veita. Landsnet hefur gert ýtarlega skýrslu um fyrirhugaðar framkvæmdir á næstu árum. Án orkuöryggis og virkjanna verða til fá störf í framtíðinni.
Sátt verður að takast um línulagnir, hvar og hvernig á að leggja strengi eða raflínur. Hálendið er dýrmætt sem auðlind náttúru, en raflínur eða jarðstrengir geta auðveldað vegagerð og aðgengi. Án hálendisvega kynnast landsmenn varla þessari auðn og fegurð. Gæsavatnaleið er dæmi um ógöngur í vegaslóðum sem fáir ná að fara um á lífsleiðinni.
50 km jarðstrengur upp á hálendið kostar milljarða og loftlínur einnig, en eykur verðmæti og meiri raforkusölu. Það er hlutverk Landsnets að tryggja orkuflutninga og þar með skapa atvinnu og öryggi.
Í framtíðinni verða sjávarföll virkjuð og vindmyllurafmagn verður hagkvæmara. Tæknin breytist hratt og virkjanir í kringum hálendið verða ekki eins eftirsóknarverðar eða hagstæðar. Á meðan olía er á útsölu minnkar "biðröðin" hjá atvinnuveganefnd Alþingis. Er þá ekki tími fyrir verkfræðisnillinga að koma með lausnir sem breyta viðhorfum og verklagi?
Sigurður Antonsson, 14.8.2015 kl. 23:47
"Án virkjana verða fá störf til." Jæja?
Aðeins ein fremur lítil virkjun hefur verið reist síðustu sjö ár og samt hafa skapast meira en tíu þúsund ný störf í landinu síðustu þrjú ár og vikið burtu atvinnuleysinu vegna Hrunsins.
Ómar Ragnarsson, 15.8.2015 kl. 00:54
Meira um virkjanirnar. Þegar þúsund manns fá störf við byggingu virkjunar eru þau ný á meðan á framkvæmdum stendur. En þúsund menn missa störf þegar virkjunin er tilbúin.
Við stöðina sjálfir vinna kannski 2-3 menn eftir að hún tekur til starfa.
Við sumar virkjanirnar í Tungnaá vinnur enginn maður.
Ein 100 megavatta virkjun skapar 60 störf í álveri. Það er nú allt og sumt.
Ómar Ragnarsson, 15.8.2015 kl. 00:58
Eins og með hvalaskoðunina og hvalveiðarnar þá er ekki gefið að annað hafi teljandi áhrif á hitt þó einhver óánægja sé. Ferðamenn hætta ekki að koma vegna nokkurra háspennumastra. Sandauðn 1100 ára ofbeitar án háspennumastra er ekki það sem helst dregur þá hingað og er ómissandi, enda ekki nema lítill hluti sem fer lengra en í svaðið við Gullfoss og Geysi.
60 störf í álveri skapa sömu tekjur og 500 störf í ferðaþjónustu.
Vagn (IP-tala skráð) 15.8.2015 kl. 02:28
Því miður virðist líka vera í gangi meðvitað skilningsleysi á gildi náttúrunnar niðri í byggð, þótt strjálbýl sé. Það er til að mynda ekki mikið fjallað um skemmdarverk sem Landsnet áformar að fremja í Skagafirði með lagningu háspennulínu í risamöstrum. Hana "ÆTLA" þeir að leggja niður Vatnsskarðið, suður hlíðarnar í Efri byggð og þvera svo Tungusveitina við rætur eins af aðal kennileitum Skagfjarðar, Mælifellshnjúks. Síðan skal haldið yfir Eggjarnar og svo suður í Norðurárdalinn. Það verða aldeilis falleg málverkin af Mælifellshnjúki framtíðarinnar með þennan óskapnað í forgrunni!!! Og vel að merkja þá eru það ekki eingöngu heimamenn sem þurfa að þola þessa ásýnd heldur fer hér um geysilegur fjöldi ferðamanna sem mun eflaust ekki þykja línan neitt fegurri en okkur sem búum á svæðinu.
Högni Elfar Gylfason, 15.8.2015 kl. 09:11
Landsnet hefur sett fram áætlun um aflskort á næstu árum miðað við óbreytta virkjunarstöðu. Kemur fram í viðkomandi frétt. Aukin þjónusta, heimili, útgerð og smáiðnaður fá aukna orku sem leiðir af fólksfjölguninni.
Stjórnmálamenn hvar á landi sem er gera sér ljóst aukna orkuþörf. Í löndum næst okkur er víða verið að leggja nýjar línur til að mæta auknum tækniiðnaði og þjónustu. Hvort menn nota gas, olíu eða kol er valkostur og samkomulag. Vatnsafls raforka er takmörkuð auðlind sem og háhiti.
Ný álver eru ekki byggð lengur á Vesturlöndum. Kínverjar og Arabar hafa breytt þeim iðnaði og verðlagningu. Hér rís hátækniiðnaður sem þarf minni orku og borgar hærra verð fyrir rafmagnið.
Sigurður Antonsson, 15.8.2015 kl. 09:22
Einsýni og sjálfhverfa einkennir Landsnet. Auðvitað setjum við ekki háspennulínur á miðhálendið, það er eins og láta sér detta í hug að éta mjólkurkýrnar.
Þessi niðurstaða jaðrar við heimsku en skiljanlega þegar bara er horft á eigin hag til skamms tíma.
Jón Ingi Cæsarsson, 15.8.2015 kl. 09:55
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/08/15/rikissjodur_verdur_af_tekjum/
Er ekki rétt að skattleggja þetta,ferðaþjónustan hlýtur að geta greitt þetta,ef eki er hún á okar framfæri
Sæll (IP-tala skráð) 15.8.2015 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.