15.8.2015 | 20:21
Hvimleiðar framburðarvillur.
Sjaldan hef ég heyrt þvílík ósköp af framburðarvillum og í fréttum Stöðvar 2 í kvöld leikjum í ensku knattspyrnunni.
Nöfn fjögurra knattspyrnfélaga voru borin rangt fram, alls níu sinnum, Norwich, Swansea, Newcastle og West Bromwich.
Sérstaklega var slæmt að hlusta á það hvernig hnykkt var á því margoft að segja "Norrvidds" og "Svansí".
Þetta er alls ekki einsdæmi heldur hefur það verið látið viðgangast að svona slappleiki, sem lítið mál er að lagfæra, birtist sífellt.
Þetta var þeim mun bagalegra fyrir þá sök að fréttamaðurinn stóð sig mjög vel að öllu öðru leyti nema kannski með því að tala um að fara hátt á vellinum ( völlurinn er algerlega láréttur) þegar hingað til hefur verið látið nægja að segja að leikið sé framarlega.
Enski boltinn í beinni - laugardagur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Framburður íþróttamanna hefur nú oft kryddað lýsingarnar á jákvæðan hátt þótt hann hefði sjaldnast talist réttur í viðkomandi landi. Bjarni Fel gerði þetta nú að heilli listgrein í sínum lýsingum með sínum eitilharða framburði sem ekkert gaf eftir.
Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 16.8.2015 kl. 10:12
Já, það er næsta víst að ekki laut Bjarni Fel í gras í sinni mikilvægu málvöndunarviðleitni.
Ómar Ragnarsson, 16.8.2015 kl. 17:47
Áramótaskaupið 1985 Bjarni Fel. - Myndband
Þorsteinn Briem, 16.8.2015 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.