29.4.2007 | 19:29
HITAMET, HLÝNUN LOFTHJÚPSINS
Hitametin sem voru slegin í dag eru vafalaust engin tilviljun. Mesti hiti sem mælst hefur á Íslandi, 30,5 stig á Teigarhorni við Berufjörð, var sumarið 1939 á miðju hlýindatímabil 20. aldarinnar frá 1920 til 1945. Nú fara metin að falla á ný þegar ljóst er að hlýnun lofthjúpsins er ekki einhver tilbúningaru heimsendaspámanna heldur bláköld, - eða öllu helur rauðheit staðreynd.
Já, 21. öldin verður öld umhverfismálanna og þess vegna er þörf á meiri umræðu og upplýsingum um umhverfismálin með öllum tiltækum ráðum.
Sjá www.islandshreyfingin.is
Athugasemdir
Kíkið endilega á "an inconvenient truth" eftir Al Gore. Hitametin eru ekki tilviljun og það þarf að bregðast við. Myndin er nú á myndbandaleigunum.
Svanur Sigurbjörnsson, 30.4.2007 kl. 02:48
Kæri Ómar
Hvernig ætlar þú að auka ferðamennsku og minnka útblástur á CO2? Þarna kemur rökvillan sem enginn "náttúruverndarsinni" hefur getað svarað. Flestir verða bara vondir og fara að tala um hinsegin tækni sem muni bjarga öllu.
Kveðja, Gaui
Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 06:05
Ég held að enginn hafi mótmælt því að sennilegast er hlýnun lofthjúpsins yfirstandandi og yfirvofandi. Kann þó að vera. Einhverjir hafa þó bent á að mannskepnan kann lítið við því að gera, sem fyrr.
Sigmar (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 06:59
sæll Guðjón
Það er vel hægt að auka ferðamennsku þótt svo að við minnkum útblástur. Það vita allir að ferðamenn menga eins og allir það kemur einhver mengun af öllum. Við getum aldrei komið í veg fyrir mengun. En við getum takmarkað þann mengandiútblátur sem farartæki skila frá sér. Þótt flugvéglar séu mengandi þá komumst við ekki hjá því að nota þær. Hugsuninn með umhverfisvernd er að vera meðvitaður um skaðsemi á andrúmsloftinu og reina eins og hægt er að koma í veg fyrir óþarfa mengun.
Þórður Ingi Bjarnason, 30.4.2007 kl. 07:05
Sæll Þórður
Svona upplýsingum verður þú að láta fylgja tölulegar upplýsingar. Það kostar 5 lítra/100km að flytja einn farþega í flugvél. Þessi tala mun kannski fara niður í 3lítra/100km í framtíðinni.
Í dag notar Nepalbúi 25 lítra af olíu á ári að meðaltali, ársnotkun hans kemur honum varla út úr Nepal með flugvél. Einhver talaði um að fá hingað 2,5 milljónir ferðamanna frá Asíu. Það eru >10.000 km til Asíu. Það kostar 1500 milljón lítra að koma þeim hingað með sparneytinni (3l/100km) flugvél (4/3 af núverandi ársneyslu Íslendinga á olíu) eða 3,6 milljón tonn af CO2.
Fyrir utan þetta hækkar þú heimsmarkaðsverð á olíu sem veldur fátækum ríkjum mestum búsyfjum.
Þú eykur ásóknina í lífrænt eldsneyti sem er sagt koma frá miðríkjum Bandaríkjanna en kemur því miður úr frumskógum Asíu og Suður-Ameríku.
Ég styð heilshugar kennslu í vistvænum akstri fyrir ferðamannaiðnaðinn en vistvænn akstur gerir fólk ekki fært um að gera kraftaverk.
Án þess að ég sé að mæla með álverum, þá vil ég endurtaka það að álver á Íslandi getur lækkað olíuverð, sparað CO2 og sparað umtalsverðan náttúruauðlindir ef álið er endurunnið (get sett fram tölulegar upplýsingar ef þeirra er óskað).
Kveðja, Gaui
Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 08:22
Skoðum eftirfarandi: Þegar sex risaálver hafa risið hér á landi þarf að flytja milljónir tonna um þveran hnöttinn FRÁ vatnsaflsvirkjanasvæðum til Íslands og síðan þrjár milljónir tonna af áli langleiðina til baka. Hvert tonn af áli gefur Íslendingum aðeins 3 prósent af innlendum virðisauka miðað við tonn af fluttum ferðamönnum.
Ferðamenn sem koma til Íslands myndu annars fara jafnvel margfalt lengri vegalengd til að skoða hliðstæð svæði, svo sem í Yellowstone eða á Hawai.
Ómar Ragnarsson, 30.4.2007 kl. 13:22
Kæri Ómar
Ef þú skoðar orkuna sem þarf til að flytja hluti með skipi þá kostar það 2,5GJ/tonn að flytja báxít frá Ástralíu til Íslands en það sparast 100GJ/tonn af orku við að framleiða ál með vatnsafli á móti olíu (það fara reyndar >2tonn af báxíti í tonn af áli).
Ef þú pakkar ferðamönnum í gáma og sendir til Íslands með skipi þá ertu kominn með umhverfisvænan ferðamannaiðnað :)
Fjárhagsleg rök og umhverfisleg fara ekki alltaf saman, best væri ef það væri raunin, þá væri létt að leysa umhverfisvandamál. Ég samþykki það að ávöxtunarkrafa Landsvirkjunar sé að öllum líkindum of lág en ert þú ekki að bera saman brúttó tekjur af ferðamönnum saman við nettótekjur af virkjunum og álverum. Jafnvel eftir að dregin hefur verið frá sú starfsemi sem hefði komið ef ekki hefði orðið álver. Stundum í lífinu neyðist maður til að trúa því sem er minnst vitlaust og mig grunar að það sé málflutningur Landsvirkjunar í þessu tilfelli. En þú átt nú auðvelt með að bæta úr því :)
Kveðja, Gaui
Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 13:57
Ómar !
Við skulum gæta okkur á því að tengja ekki hytabylgju dagsins við aukin gróðurhúsaáhrif. Slíkt er allt of langsótt. Til að leggja mat á veðurfarsbreytingar í síbreytilegu veðri frá degi til dags og tíðarfari þarf að horfa til ekki minna en áratugs eða áratuga. Ef við segjum að hitametið í Ásbyrgi sé vegna hlýnunar loftslags geta á sama tíma Finnar sagt að ekkert sé að marka þessar kenningar um hlýnun lofthjúps í þeim kulda og frosti sem nú ríkir í Finnlandi. Svipað hjá íbúum á Majorka í Miðjarðarhafinu þar sem hitinn var ekki nema 11 stig í hádeginu í dag og verið hefur rigningarótíð og kuldi á þeirra mælikvarða frá því fyrir páska.
Óvenjuleg staða veðurkarfana, sem þó er ekki einsdæmi á mestan þátt í afar heitum aprílmánuði á N- og V-Evrópu, sem teygt hefur anga sína hingað með eftirminnilegum hætti síðustu þrjá daga mánaðarins.
Einar Sveinbjörnsson, 30.4.2007 kl. 15:09
Sé mér til skelfingar að orðið hitabylgja er heldur hjákátlegt í efstu línunni hér að ofan :)
Einar Sveinbjörnsson, 30.4.2007 kl. 15:11
Ég er bara ekki að skilja hvað fólk getur þumbast lengi áfram í afneitun á hættunni sem mannfólkið er að skapa á þessari jörð. Hvað þarf til að sannfærast? Útdauði hvítabjarna, hækkun sjávar um 1 eða 5 metra?. Hvað segir stóraukning á náttúruhamförum um allan heim okkur? Hvað þarf til til að þumbarnir opni augun. Þess utan ef við hefðum rangt fyrir okkur með að þessi þróun væri af mannavöldum þá væri það töluvert betra að hafa haft rangt fyrir sér en að hafa ekki brugðist við. Er virkilega til svona mikið af illa gefnu fólki?
Ævar Rafn Kjartansson, 30.4.2007 kl. 22:06
Tek undir að alhæfing er varasöm, sérstaklega dagar til eða frá. Ég var lengi vel þeirrar skoðunar að hlýskeið og kuldaskeið væru eitthvað sem hefðu alla tíð átt sér stað og við mannfólkið hefðum ekkert með slíkt að gera.
Við skoðun á borkjörnum úr Grænlandsjökl hefur hins vegar komið í ljós að allt fram á síðustu áraugi hefur hitastig og koltvíoxið haldist í hendur í margar aldir, þ.e. þær línur fylgst mjög vel að upp og niður, en síðustu áratugi hafa þessar línur hætt því. Hitastigið hlykkjast áfram upp og niður, upp nú síðustu ár, en koltvíoxíð hefu tekið stefnunu beint upp. Á þessari breytingu er aðeins ein skýring; Óæskilegur útblástur. Við sitjum uppi með það sem er orðið, en heimurinn hefur möguleika á að draga úr þessu og það verður að gerast ekki seinna en strax. Lágmarkskrafa er að við sjálf, Íslendingar stöldrum við og hættum því brjálæði sem við stundum. Það er engin neyð á ferðinni, við þurfum ekki fleiri álver og megum ekk bæta við, svo ekki sé nú talað um að eyðileggja einstæða náttúru.
Látum græðgina ekki fara með okkur. Stuðlum frekar að alheimsátaki og verum fyrirmynd.
Snorri Sigurjónsson (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 23:31
Ef við ætlumað vera með í einhverju alheimsátaki áþessu sviði verðum við að leggja okkar af mörkum og framleiða ál (í flugvélar og tæki) með vistvænustu orku sem finnst í heiminum. Eða?? Erum við stikkfrí?
Vilborg Traustadóttir, 30.4.2007 kl. 23:44
Þú virðist leggja dálítið sérstakan skilning í vistvæna orku Vilborg. Áttu við að að það skipti ekki máli hvort fallvötn, jökulárnar okkar og allt það vistkerfi sem þær skapa skipti engu máli eða hvort virkjun þeirra með allri þeirri eyðileggingu sem þannig tilfæringum valda geti talist vistvæn? Finnst þér ef til vill í lagi að vannýta til álframframleiðslu jarðhitann sem með nýrri tækni gæti gefið miklu meiri afköst til vistvænni atvunnusköpunnar? Er það eitthvert kappsmál hjá þér að við setjuma heimsmet í sóðaskap?
Snorri Sigurjónsson (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 00:05
Ég er einfaldlega að segja að það er og verður þörf fyrir álframleiðslu í heiminum þar til eitthvað efni hefur verið fundið (upp) sem getur leyst það af hólmi. Hver hin vistvæna atvinnusköpun er sem þú nefnir er,er meira svona eins og tveir fuglar í skógi meðan við höfum einn í hendi, sem er nota bene samkvæmt máltækinu betra að hafa.
Vilborg Traustadóttir, 1.5.2007 kl. 00:13
Ómar þú verður að fara að tala af meiri ábyrgð um þessi mál ef þú ætlar að láta taka þig alvarlega. Í fyrsta lagi er fyrirsögnin þín afar hæpin eins og Einar Sveinbjörnsson benti réttilega á. Í öðru lagi langar mig til að gera tilraun til að slá þessa eldfjallaþjóðgarðahugmynd úr kollinum á þér í eitt skipti fyrir öll.
Þú hefur bent á að um 2.5 milljónir manna sæki eldfjallaþjóðgarðinn á Hawaii heim á ári hverju og að okkar þjóðgarður yrði miklu stærri, merkilegri og flottari. Þú gleymir hins vegar að minnast á að ár hvert koma um 7 milljónir ferðamanna til Hawaii sem þýðir að vel innan við 50% þeirra leggja leið sína í eldfjallaþjóðgarðinn. Þú gleymir líka að minnast á að yfir 90% þeirra sem þó leggja leið sína í eldfjallaþjóðgarðinn gera það til þess eins að sjá eldgos sem staðið hefur þar síðan 1983. Aðeins lítið brot þeirra sem þangað koma eru þar gagngert til að skoða eldfjallaþjóðgarðinn. Þú gleymir líka að minnast á að þar er að finna bæði stærsta eldfjall í heimi og það virkasta.
Í “litla” garðinum á Hawaii vinna ca 150 manns og reksturinn kostar um 4,5 milljómir dollara á ári. Þessa upphæð ættum við að geta tvö eða þrefaldað ef við ætlum að standa jafnmyndarlega að okkar garði og þeir gera á Hawaii og þá er ótalinn stofnkostnaður við mannvirkja og vegagerð.
Vissulega getum við státað af mjög merkilegum eldfjallaþjóðgarði á Íslandi en hann getur tæpast talist aðdráttarafl fyrir almenna ferðamenn heldur miklu heldur fámennan hóp jarðfræðinga og vísindamanna.
Gunnar Jóhannsson, 1.5.2007 kl. 00:13
Sem dæmi Vilborg; Google myndi aldrei nægja öll sú orka sem við gætum framleitt.
snorri Sigurjónsson (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 00:23
Vilborg mín
þú ert greinilega Framsóknarmaður. Hefur fallið fyrir þeim áróðri að við stuðlum að betri náttúru með því að hafa álverin hjá okkur frekar en í Kína. Ef laun starfsmanna hér eru miklu hærri en annars staðar í heiminum hvað fær þá erlenda AUÐHRINGI til að koma hingað? Óraunhæft rafmagnsverð, skattaívilnanir og sleykjuháttur stjórnvalda. Eða hefur þú betri útskýringu?Heldurðu virkilega að þessi fyrirtæki séu að velta fyrir sér að orkan hér sé ekki mengandi?
Bara hugmyndir Microsoft og fleiri um gagnaveitur á Íslandi eru mikið verðmætari en fuglinn sem þú telur þig hafa í hendi.
Ævar Rafn Kjartansson, 1.5.2007 kl. 00:37
Samt sem áður eru fuglarnir enn í skóginum.
B.t.w. Síðast þegar ég vissi var Microsoft "auðrhringur" sem ýtir öðrum miskunarlaust til hliðar.
Vilborg Traustadóttir, 1.5.2007 kl. 01:06
Jamm, náðir mér með þessu en er ekki aðalatriðið allt annað og merkilegra?
Ævar Rafn Kjartansson, 1.5.2007 kl. 01:23
Ef ég væri Framsóknarmaður þá gréti ég af gleði og væri voða happy.
Sem ég er reyndar en.........................
Vilborg Traustadóttir, 1.5.2007 kl. 01:28
.....................ekki framsóknarmaður. Sorry!!!
Vilborg Traustadóttir, 1.5.2007 kl. 01:29
Sælinú
Ég veit ekki með þessa hnattrænu hlýnun og læt ekki draga mig út í umræður um hana.
Hins vegar hefur ásókn í kol, olíu, góðmálma og nú síðast lífrænt eldsneyti haft þau áhrif á mannkynið og lífríkið að ég hef reynt að minnka eigin notkun á þessum efnum. Í kaupbæti fæ ég að það verður engin hnattræn hlýnun af mínum völdum þótt kenningin muni reynast rétt.
Hvers vegna að rífast um eitthvað sem gæti gerst og líta fram hjá óyggjandi sannanir á öðrum sviðum. Það er stríð í Súdan og Írak um olíu. Það fóru í fyrra 60.000 ferkílómetrar af frumskógi undir ræktun á lífrænu eldsneyti í Malasíu, veit ekki hve mikið í öðrum löndum.
Reynum að spara olíu og góðmálma, þá fækkar stríðum og það verður örugglega engin hnattræn hlýnun af mannavöldum.
Kveðja, Gaui
Guðjón I. Guðjónsson (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 06:51
Á Nýja Sjálandi er sumar þegar vetur er hér. Hvernig skyldi tíðin hafa verið þar? Engin hnatthlýnun... Þannig hefur tíðarfarið verið víðar á suðurhveli jarðar.
http://www.niwascience.co.nz/ncc/cs/sclimsum_07_1_summerClimate Summary for Summer 2006-07
Mean summer temperatures were well below average. The national average temperature of 15.7°C was 0.9°C below normal and the lowest for summer since 1992/93. December was particularly cold. Summer temperatures were as much as 1.5 °C below average in quite a few eastern areas from coastal Wairarapa to North Canterbury, as well as parts of King Country and Wellington. However, summer temperatures were near average in Nelson.
Ágúst H Bjarnason, 1.5.2007 kl. 12:02
Kristinn Pétursson minntist á kort sem sýnir stærð jökla fyrir 1000 árum. Hér er það:
Ágúst H Bjarnason, 1.5.2007 kl. 14:00
Þeir voru miklu minni fyrir 2500 árum. Hvers vegna svo mikil hnatthlýnun þá? Náttúrulegar sveiflur? Hvers vegna ekki alveg eins nú á dögum?
Ágúst H Bjarnason, 1.5.2007 kl. 14:03
"Nú fara metin að falla á ný". En afhverju stöfuðu fyrri metin? Hverju reiddust þá goðin?
Sigurður Þór Guðjónsson, 1.5.2007 kl. 21:26
Sumir hafa áhyggjur af að ísbirnir deyji út vegna hlýnunar. Hvers vegna dóu þeir ekki út þegar miklu hlýrra var áður, eins og Ágúst Bjarnason bendir á? Og að bera saman Hawai við Reykjanes er beinlínis hlægilegt. Bendi á smá pistil HÉR
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.5.2007 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.