16.8.2015 | 02:14
Edinborg og Osló, - andstæður við Þrándheim og Reykjavík.
Aldrei er góð vísa, í þessu tilfelli vísa um varasama ákvörðun, of oft kveðin.
Í Edinborg og Osló var ákveðið að reisa nýja nútímaspítala frá grunni á nýjum stað. Ég hef skoðað spítalann í Osló og fjallað um hann í sjónvarpi, besta spítala í Evrópu, sem Norðmenn töldu fyrirmynd og mæltu með.
Í Þrándheimi var farið í "bútasaum" á gamla staðnum og búið til skrímsli, sem ég skoðaði líka og fjallaði um og Norðmenn segja að sé víti til varnaðar.
Tveir sérfræðingar hafa komið fram á Íslandi til að fjalla um málið.
Annar var bandarískur, á vegum Læknafélags Íslands, og reyndist auðvitað vera sérfræðingur í bútasaumi á spítölum í Bandaríkjunum.
Hinn var evrópskur, kom fram í Kastljósi og ég hlakkaði til.
Vonaðist að einhver kæmi sem segði frá fleiri tegundum af spítölum en bútasaumsspítölum.
En auðvitað var það borin von.
Haldið þið ekki að þessi sérfræðingur hafi einmitt verið sá, sam hannaði bútasaums-skrímslið í Þrándheimi!
Það er allt í lagi að skipta um skoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sumir hafa misst vatnið á fæðingardeild Framsóknarflokksins út af því að flugvöllur verði ekki skammt frá Landspítalanum við Hringbraut.
En sumum finnst greinilega allt í lagi að færa Landspítalann frá flugvellinum á Vatnsmýrarsvæðinu á annan stað á höfuðborgarsvæðinu.
Fyrir Hrunið hér á Íslandi haustið 2008 var hægt að reisa nýtt og stórt sjúkrahús á Landspítalalóðinni við Hringbraut og lóðin hefur ekki minnkað eftir Hrunið.
Þorsteinn Briem, 16.8.2015 kl. 02:47
Gott blogg Ómar Ragnarsson,
Kveðja,
kristjan9
Kristján P. Gudmundsson, 16.8.2015 kl. 05:23
Kynnið ykkur síður Betri spítala á betri stað það er
https://www.facebook.com/betrilandspitaliabetristad
www.betrispitali.is
Guðjón Sigurbjartsson, 16.8.2015 kl. 06:38
þettað sníst ekki hvort hægt sé að reisa spítala á heldur um flurtníngsleiðir að honum eis mun ekkert verða ódýrata að byggja nýjan heldur enn að laga þann gamla. síðan vilja sumir flitja flugvöllin til þó þeir viti ekki hvernig eigi að fjármagna, var það ekki gert efti að áhvörðun um staðsetníngu landspítalans var áhveðin myndi kalla það forsendubrest. vill rögnunemdin ekki flitja flugvöllinn til hafnarfjarðar er þá ekki kjörið að fkitja spítalann þángað . þá verður nóg atvinna í hafnarfirði þó álverinu verði lokað. dagur losnar við flugvöllinn spítalin á miðsvæðinu ómar losnar við eitt stikki álver þá þard að virkja minna. stæðsti gallin er að þurfa flitja alla starfsemina úr vatnsmýrinni til hafnarfjarðar sem gérttur reint á stjórnendur spítalans
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 16.8.2015 kl. 07:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.