Syðri-Hitulaug mun taka forystuna aftur.

Syðri-Hitulaug nokkrum kílómetrum fyrir norðan vegamót leiðarinnar yfir Dyngjuháls og leiðarinnar norður og austur fyrir Trölladyngju hefur verið frábærasta náttúrulaugin á hálendi landsins að mínum dómi.

Hún er skammt austan við Skjálfandafljót og það sem sker úr um það, að ég set hana efsta á lista, er það, að hvergi er útsýni yfir jafn stórt svæði á hálendinu og úr þessari laug eða annað eins ósnortið víðerni að sjá.

Í suðri gnæfa Dyngjuháls, Vatnajökull og Bárðarbunga yfir auðnina, í suðvestri er Tungafellsjökull, og í  vestri eru Sprengisandur, Fjórðungsalda og Hofsjökull með sitt Miklafell. Þessi víði sjóndeildarhringur er 270 gráður.  

Nýja laugin við Holuhraun hefur skotist á toppinn hvað snertir stærð, staðsetningu, tilurð og aðstæður, en hennar bíður því miður hægfara kólnun, sem á eftir að verða til þess að Syðri-Hitulaug kemst fram úr henni.  


mbl.is Albesta náttúrulaug landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gaman að rifja upp í ellinni að hafa tekið þátt í að snikka laugina. Þegar ég var í brúarvinnu við Skjálfandafljót á Gæsavatnaleið og við gistum að Kattar-Baldurs í Gæsavötnum fórum við nokkrir strákar með loftpressu og bor og fleyg þarna úteftir, hjuggum hana til, sléttuðum botninn og dýpkuðum og boruðum svo í sprunguna til að rfeyna að auka vatnsrennslið. Að þessu loknu fórum við svo í bað og veitti ekki af vegna þess að slíks hafði ekki verið kostur þann hálfa mánuð sem brúarsmíðin stóð.

Batnaði andrúmsloftið í vistarverum Baldurs talsvert það sem lifði dvalarinnaqr

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 17.8.2015 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband