17.8.2015 | 06:43
Flokkslínur riðlast.
Árum saman klauf ESB-aðildarmálið íslenska stjórnmálaflokka. Slíkt hefur gerst áður. Þjóðvarnarflokkurinn varð til 1953 vegna þess að ekki var einhugur meðal fylgjenda Framsóknarflokks og Alþýðuflokks um aðild að NATO og varnarsamninginn við Bandaríkin.
Undirskriftasöfnunin "Varið land" 1974 sýndi að að minnsta kosti þrír vinstri flokkar voru klofnir í afstöðu sinni til utanríkismála.
Sjálfstæðismenn voru ekki einhuga um að sækja um aðild að EES þegar málið kom upp við myndun Viðeyjarstjórnarinnar 1991.
Framsóknarflokkurinn og Kvennalistinn voru klofnir 1993 í afstöðunni til EES.
Nú virðast vera skiptar skoðanir í refsiaðgerðamálinu í flestum flokkum.
Bjarni: Efasemdir um þvinganirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Pólitískt séð er kominn skemmtilegur snúningur á skoðanir manna í utanríkismálum.
Sjálfstæðismenn að andskotast út í Nató og vinstrimenn nýbúnir að sleikja sig upp við mannréttindabrjótana í Kína harðir að refsa Rússum og fylgispakir Bandaríkjunum (Palestína gleymd í bili) sem og náttúrulega ESB.
Sjálfstypptingarsinnar og Þórðargleðipinnar fagna svo ógurlega þegar útflutningurinn verður fyrir höggi.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 17.8.2015 kl. 07:35
Ps. Þó Gunnar Bragi sé ekki á vetur setjandi í pólitíkinni þá verður því ekki neitað að félagar hans hafa haft heilt ár til að vera ósammála honum varðandi efnahagsþvinganirnar en einhvern vegin ekki stunið neinu upp úr sér fyrr en nú þegar Rússar slá til baka.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 17.8.2015 kl. 07:39
Íslenskir "hægrimenn":
Hampa ríkisreknum fyrirtækjum, til að mynda Landsvirkjun, og vilja enn fleiri, til að mynda ríkisrekna áburðarverksmiðju.
Vilja endilega vinna hjá ríkinu, til að mynda Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Friðrik Sophusson fyrrverandi forstjóri Landsvirkjunar og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Tala sífellt niður til ferðaþjónustunnar hér á Íslandi, enda þótt hún sé í langflestum tilfellum rekin af einkafyrirtækjum.
Tala niðrandi um íslensk þjónustufyrirtæki, enda þótt þau séu í flestum tilfellum í einkaeigu.
Halda því fram að andrúmsloftið fari kólnandi, enda þótt jöklar bráðni sífellt meira, eins og dæmin sanna, og hampa mengun.
Vilja halda niðri öllum launum í landinu út í það óendanlega, þannig að kaupmáttur er hér minnstur í Norður-Evrópu og minni en í Suður-Evrópu.
Halda því fram að Evrópusambandið sé vinstri sinnað, enda þótt því sé stjórnað af mið- og hægriflokkum.
Þorsteinn Briem, 17.8.2015 kl. 09:31
"The European People's Party er langstærsti hópurinn á Evrópuþinginu en hann er bandalag hægri- og miðflokka.
Blái liturinn táknar að mið-hægri ríkisstjórnir fari með völdin í viðkomandi ríki:"
Þorsteinn Briem, 17.8.2015 kl. 09:33
6.1.2015:
Launagreiðslur hér á Íslandi nú skattlagðar meira en áður
Þorsteinn Briem, 17.8.2015 kl. 09:34
Sjálfstæðisflokkurinn telur það væntanlega hægrisinnað að hækka matarskattinn.
Þorsteinn Briem, 17.8.2015 kl. 09:37
"Fasistar sækja ýmislegt til bolsévismans, svo sem mikil afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu.
Og orðræða fasismans einkennist af mikilli þjóðernishyggju."
Sem sagt, Sjálfstæðisflokkurinn í hnotskurn.
Þorsteinn Briem, 17.8.2015 kl. 09:38
Og Sjálfstæðisflokkurinn vill að tollar á íslenskar sjávarafurðir verði nú felldir niður í Evrópusambandsríkjunum fyrir íslenska útgerðarmenn.
En flokkurinn vill að sjálfsögðu ekki að tollar á landbúnaðarvörur frá Evrópusambandsríkjunum verði felldir niður fyrir íslenska neytendur.
Þorsteinn Briem, 17.8.2015 kl. 09:52
Heildarstuðningur við landbúnað hérlendis hefur verið talinn 12-13 milljarðar króna á ári undanfarin ár.
Tæpan helming greiða landsmenn í matarverði en rúman helming með sköttum.
Innflutningsverndin kemur beint við neytendur sem greiða hærra verð fyrir vöruna en ella.
Verndin felst einkum í tollum en innflutningsbann er nú eingöngu sett á af heilbrigðisástæðum.
Annar stuðningur er greiddur í gegnum skattkerfið og er því ekki jafn gegnsær fyrir neytendur.
Steini Briem, 21.7.2010
Þorsteinn Briem, 17.8.2015 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.