Viðleitni til að draga úr hrikalegum mistökum fyrri ára.

Vandræðin sem hrannasta hafa upp við Hellisheiðarvirkjun síðustu árin, urð til í tíð þeirra sem réðu ríkjum í orkumálum landsins og hjá OR fram að Hruni. 

REI-hneykslið bara lítill hluti þess. 

"Túrbínutrixið" var margþætt: Vaðið í allt of stóra virkjun með hreinum rányrkjuhugsunarhætti. Orkan seld fram í tímann í fyrirfram ákveðnu magni, þótt viðbúið væri að hún myndi fljótlega minnka.

Að vísu talað um niðurdælingu en ekki minnst á jarðskjálftahættu, þótt dæmi séu um slíkt erlendis.

Niðurdælingin er vegna þess að mengunin frá virkjuninni er margfalt meiri en sagt var, en samt fullyrt þá og nú að hún gefi "hreina og endurnýjanlega orku.

Því var lofað að það yrði ekkert mál að eyða henni og það kostar jarðskjálft.

Allt þetta lenti í fanginu á þeim sem þurftu að taka við og reyna nú að draga úr afleiðingum ruglsins.

Þeir eiga ekki alltaf sjö dagana sæla.   


mbl.is Aukin hætta á jarðskjálftum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Síðastliðinn þriðjudag:

Hlutabréf álframleiðenda hríðfalla

Þorsteinn Briem, 22.8.2015 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband